Mál Björns Braga hefur vakið mikla athygli í vikunni eftir að sjö sekúndna myndband rataði í dreifingu þar sem hann sást áreita sautján ára stúlku á Akureyri um liðna helgi.
Síðan þá hefur Björn Bragi beðist afsökunar og sagst bera fulla ábyrgð. Hann hefur stigið til hliðar sem spyrill spurningakeppni framhaldsskólanema Gettu betur.

Uppistandarinn Jakob Birgisson skemmta gestum á herrakvöldi Vals. Hann skaust í sviðsljósið um liðna helgi eftir að félagi Björns Braga úr uppistandshópnum Mið-Íslandi, Ari Eldjárn, sagðist aldrei hafa séð jafn efnilegan grínista eftir uppistand Jakobs á veitingastaðnum Hard Rock.
Mynd af Birni Braga var á auglýsingu fyrir Herrakvöld Vals þar sem hann var kynntur sem eitt af atriðum kvöldsins ásamt söngvaranum Agli Ólafssyni, fyrrverandi ráðherranum Guðna Ágústsyni og formanni Körfuknattleiksdeildar Vals, Svala Björgvinssyni.
Í gær var ný mynd sett inn fyrir viðburðinn þar sem Jakob var kominn í stað Björns Braga.