Afskriftir með leynd Þorvaldur Gylfason skrifar 1. nóvember 2018 07:00 Reykjavík – Bankamál heimsins eru enn í ólestri þótt tíu ár séu nú liðin frá því að Bandaríkin og mörg Evrópulönd fengu hrollvekjandi áminningu um alvarlegar brotalamir í bankarekstri. Uppspretta vandans 2008 var hömluleysi sem fékk menn til að vanrækja og jafnvel rífa niður þær varnir sem reistar höfðu verið til hagsbóta fyrir almenning í heimskreppunni 1929-1939. Að vísu tókst með naumindum að girða fyrir nýja heimskreppu 2008 með þeim ráðum sem fundin voru upp í kreppunni miklu. Eigi að síður leiddu bankahremmingarnar 2008 af sér djúpa efnahagslægð sem öllum þjóðum öðrum en Grikkjum hefur nú tekizt að rífa sig upp úr við illan leik. Tjónið var mikið. Milljónir manna misstu vinnuna, heimili sín og sparifé. Bankastjórnendur mökuðu flestir krókinn. Margir reyndir bankamenn eiga von á öðrum skelli innan tíðar. Þótt betur færi að endingu en á horfðist í upphafi gerðu stjórnvöld víðast hvar eina reginskyssu. Þau reistu skjaldborg um banka án þess að setja bankastjórnendum stólinn fyrir dyrnar, skipta þeim út, fangelsa þá og sekta sem brutu lög eins og gert var í Japan í fjármálakreppunni þar 1992-1997. Tölurnar eru svolítið á reiki eftir því hvernig brot bankastjórnenda eru skilgreind. Financial Times greindi nýlega frá því að 47 bankastjórnendur hafi fengið fangelsisdóma fyrir brot tengd fjármálakreppunni, þar af 25 á Íslandi, 11 á Spáni og sjö á Írlandi. Engum sögum fer af sektum, eignaupptöku eða eftirlaunasviptingu líkt og gert var í Japan. Margir bankastjórnendur hafa því væntanlega horfið vonglaðir til misvel fenginna auðæva sinna að lokinni afplánun.Svik samábyrgðarinnar Bankamál á Íslandi hafa verið í ólestri svo lengi sem elztu menn muna. Um þetta vitna ýmsar skráðar heimildir frá fyrri tíð en einkum þó æpandi þögnin um það sem vitað var. Vert er að rifja upp einu sinni enn ummæli Péturs Benediktssonar, síðar bankastjóra Landsbanka Íslands 1956-1969, um Landsbankann og Útvegsbankann í bréfi til Bjarna bróður hans, síðar forsætisráðherra, 12. marz 1934. Þar segir Pétur: „Fer ekki að koma að því, að tímabært sé að breyta þeim báðum í fangelsi og hleypa engum út, nema hann geti með skýrum rökum fært sönnur á sakleysi sitt?“ Bjarni svarar 22. marz: „Hætt er við að enn séu ekki öll kurl komin til grafar um þá fjármálaóreiðu og hreina glæpastarfsemi, sem nú tíðkast í landinu ... Er þó það, sem þegar er vitað, ærið nóg. Bersýnilegt er, að þjóðlífið er sjúkt. Kemur það ekki einungis fram í svikunum sjálfum, heldur einnig því, að raunverulega „indignation“ er hvergi að finna hjá ráðandi mönnum, persónuleg vild eða óvild og stjórnmálahagsmunir ráða öllu, á báða bóga, um hver afstaða er tekin. Slíkt fær ekki staðizt til lengdar. Dagar linkindarinnar og svika samábyrgðarinnar hljóta að fara að styttast.“ Um daginn blandaði forsætisráðherra sér í málið og sagðist ekki vera „hlynnt þeirri afstöðu að smætta kerfislægan vanda í einstök siðferðileg álitamál sem eru afleiðing aukinnar einstaklingshyggju og einstaklingsvæðingar stjórnmálanna.“Misnotkun bankaleyndar Stóru bankarnir þrír voru í reyndinni flokksbankar, tveir þeirra jafnvel fram yfir einkavæðingu 1998-2003 og a.m.k. annar þeirra alveg fram að hruni. Stjórnmálamenn og flokkar misnotuðu bankana miskunnarlaust frá fyrstu tíð til að hygla sér og sínum, ýmist með sjálfvirkum lánveitingum eða afskriftum sem haldið var leyndum fyrir almenningi. Gömlu ríkisbankarnir voru að heita má sjálfsafgreiðslustofnanir handa forgangsatvinnuvegunum og öðrum velunnurum. Útvegsbankinn var á endanum keyrður út á yztu nöf 1985, en það ár tapaði bankinn meira en 80% af eigin fé sínu á viðskiptum við eitt fyrirtæki og sátu virðingarmenn Sjálfstæðisflokksins báðum megin við borðið. Var einum þeirra svo seldur Landsbankinn nokkrum árum síðar og var sá banki þá einnig keyrður í kaf og bankakerfið allt eins og það lagði sig 2008. Alþingi samþykkti eftir dúk og disk 7. nóvember 2012 að láta rannsaka einkavæðingu bankanna. Aðeins einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi ályktuninni atkvæði sitt, dr. Pétur H. Blöndal sem nú er látinn, og enginn þingmaður Framsóknarflokksins. Þingið hefur ekki enn látið þessa rannsókn fara fram og hefur með því móti tryggt að meintar sakir í tengslum við einkavæðinguna eru fyrndar. Með líku lagi hafa sumar meintar sakir bankastjórnenda og annarra fyrir og eftir hrun ekki sætt rannsókn og hafa verið látnar fyrnast, þar á meðal vísbendingar um innherjaviðskipti í miðju hruni. Innherjaviðskipti eru saknæm vegna þeirrar mismununar sem í þeim felst. Grunur leikur einnig á mismunun við afskriftir bankanna eftir hrun þar eð afskriftum er haldið leyndum með vafasamri skírskotun til bankaleyndar. Leynilegar afskriftir bjóða hættunni heim. Bankaleynd var aldrei ætlað að auðvelda bankarán innan frá. Til að girða fyrir misnotkun og efla traust þarf að birta upplýsingar um afskriftir og önnur bankamál sem fólkið í landinu varðar um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorvaldur Gylfason Mest lesið Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Reykjavík – Bankamál heimsins eru enn í ólestri þótt tíu ár séu nú liðin frá því að Bandaríkin og mörg Evrópulönd fengu hrollvekjandi áminningu um alvarlegar brotalamir í bankarekstri. Uppspretta vandans 2008 var hömluleysi sem fékk menn til að vanrækja og jafnvel rífa niður þær varnir sem reistar höfðu verið til hagsbóta fyrir almenning í heimskreppunni 1929-1939. Að vísu tókst með naumindum að girða fyrir nýja heimskreppu 2008 með þeim ráðum sem fundin voru upp í kreppunni miklu. Eigi að síður leiddu bankahremmingarnar 2008 af sér djúpa efnahagslægð sem öllum þjóðum öðrum en Grikkjum hefur nú tekizt að rífa sig upp úr við illan leik. Tjónið var mikið. Milljónir manna misstu vinnuna, heimili sín og sparifé. Bankastjórnendur mökuðu flestir krókinn. Margir reyndir bankamenn eiga von á öðrum skelli innan tíðar. Þótt betur færi að endingu en á horfðist í upphafi gerðu stjórnvöld víðast hvar eina reginskyssu. Þau reistu skjaldborg um banka án þess að setja bankastjórnendum stólinn fyrir dyrnar, skipta þeim út, fangelsa þá og sekta sem brutu lög eins og gert var í Japan í fjármálakreppunni þar 1992-1997. Tölurnar eru svolítið á reiki eftir því hvernig brot bankastjórnenda eru skilgreind. Financial Times greindi nýlega frá því að 47 bankastjórnendur hafi fengið fangelsisdóma fyrir brot tengd fjármálakreppunni, þar af 25 á Íslandi, 11 á Spáni og sjö á Írlandi. Engum sögum fer af sektum, eignaupptöku eða eftirlaunasviptingu líkt og gert var í Japan. Margir bankastjórnendur hafa því væntanlega horfið vonglaðir til misvel fenginna auðæva sinna að lokinni afplánun.Svik samábyrgðarinnar Bankamál á Íslandi hafa verið í ólestri svo lengi sem elztu menn muna. Um þetta vitna ýmsar skráðar heimildir frá fyrri tíð en einkum þó æpandi þögnin um það sem vitað var. Vert er að rifja upp einu sinni enn ummæli Péturs Benediktssonar, síðar bankastjóra Landsbanka Íslands 1956-1969, um Landsbankann og Útvegsbankann í bréfi til Bjarna bróður hans, síðar forsætisráðherra, 12. marz 1934. Þar segir Pétur: „Fer ekki að koma að því, að tímabært sé að breyta þeim báðum í fangelsi og hleypa engum út, nema hann geti með skýrum rökum fært sönnur á sakleysi sitt?“ Bjarni svarar 22. marz: „Hætt er við að enn séu ekki öll kurl komin til grafar um þá fjármálaóreiðu og hreina glæpastarfsemi, sem nú tíðkast í landinu ... Er þó það, sem þegar er vitað, ærið nóg. Bersýnilegt er, að þjóðlífið er sjúkt. Kemur það ekki einungis fram í svikunum sjálfum, heldur einnig því, að raunverulega „indignation“ er hvergi að finna hjá ráðandi mönnum, persónuleg vild eða óvild og stjórnmálahagsmunir ráða öllu, á báða bóga, um hver afstaða er tekin. Slíkt fær ekki staðizt til lengdar. Dagar linkindarinnar og svika samábyrgðarinnar hljóta að fara að styttast.“ Um daginn blandaði forsætisráðherra sér í málið og sagðist ekki vera „hlynnt þeirri afstöðu að smætta kerfislægan vanda í einstök siðferðileg álitamál sem eru afleiðing aukinnar einstaklingshyggju og einstaklingsvæðingar stjórnmálanna.“Misnotkun bankaleyndar Stóru bankarnir þrír voru í reyndinni flokksbankar, tveir þeirra jafnvel fram yfir einkavæðingu 1998-2003 og a.m.k. annar þeirra alveg fram að hruni. Stjórnmálamenn og flokkar misnotuðu bankana miskunnarlaust frá fyrstu tíð til að hygla sér og sínum, ýmist með sjálfvirkum lánveitingum eða afskriftum sem haldið var leyndum fyrir almenningi. Gömlu ríkisbankarnir voru að heita má sjálfsafgreiðslustofnanir handa forgangsatvinnuvegunum og öðrum velunnurum. Útvegsbankinn var á endanum keyrður út á yztu nöf 1985, en það ár tapaði bankinn meira en 80% af eigin fé sínu á viðskiptum við eitt fyrirtæki og sátu virðingarmenn Sjálfstæðisflokksins báðum megin við borðið. Var einum þeirra svo seldur Landsbankinn nokkrum árum síðar og var sá banki þá einnig keyrður í kaf og bankakerfið allt eins og það lagði sig 2008. Alþingi samþykkti eftir dúk og disk 7. nóvember 2012 að láta rannsaka einkavæðingu bankanna. Aðeins einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi ályktuninni atkvæði sitt, dr. Pétur H. Blöndal sem nú er látinn, og enginn þingmaður Framsóknarflokksins. Þingið hefur ekki enn látið þessa rannsókn fara fram og hefur með því móti tryggt að meintar sakir í tengslum við einkavæðinguna eru fyrndar. Með líku lagi hafa sumar meintar sakir bankastjórnenda og annarra fyrir og eftir hrun ekki sætt rannsókn og hafa verið látnar fyrnast, þar á meðal vísbendingar um innherjaviðskipti í miðju hruni. Innherjaviðskipti eru saknæm vegna þeirrar mismununar sem í þeim felst. Grunur leikur einnig á mismunun við afskriftir bankanna eftir hrun þar eð afskriftum er haldið leyndum með vafasamri skírskotun til bankaleyndar. Leynilegar afskriftir bjóða hættunni heim. Bankaleynd var aldrei ætlað að auðvelda bankarán innan frá. Til að girða fyrir misnotkun og efla traust þarf að birta upplýsingar um afskriftir og önnur bankamál sem fólkið í landinu varðar um.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun