Jólamúffur Svandísar: Lærði að baka á Instagram Vera Einarsdóttir skrifar 7. desember 2018 12:00 Svandís fór að spreyta sig á kökubakstri þegar hún var í fæðingarorlofi í fyrra. Hún á nú von á sínu öðru barni. MYNDIR/ERNIR Svandís Nanna Pétursdóttir treysti sér ekki til að baka skírnartertu fyrir frumburð sinn í fyrra en gerir nú hverja listakökuna á fætur annarri. Hún hefur nær alfarið lært af myndböndum sem hún finnur á Instagram og þar fékk hún líka hugmynd að jólamúffum. Svandís Nanna Pétursdóttir, flugfreyja hjá WOW, hafði varla bakað annað en Betty Crocker kökur um þetta leyti árs í fyrra. Hún var í fæðingarorlofi í fyrra með dreng sem svaf mikið og í desember datt henni í hug að fara að spreyta sig á kökubakstri. Svandís segir auðvelt að læra sprautækninga með því að skoða myndbönd á Youtube og Instagram. „Ég hafði oft séð kökugerðarmyndbönd á Instagram og fékk allt í einu þá flugu í höfuðið að prófa. Það kom fólki verulega á óvart því ég er ekki einu sinni sérlega listræn í mér,“ segir Svandís og hlær. Hún keypti ýmsar nauðsynjar til kökugerðar á netinu og hófst handa. „Þetta var ótrúlega fljótt að koma en ég hermdi bara nákvæmlega eftir þeim myndböndum sem mér leist á,“ segir Svandís og fullyrðir að allir geti bakað og skreytt kökur fyrst hún geti það. „Það eina sem þarf er vilji og þolinmæði.“ Svandís segist stundum hugsa til þess að hún fékk vinkonu sína úr fluginu til að baka skírnarköku fyrir sig síðastliðið haust enda treysti hún sér alls ekki í það. „Örfáum mánuðum seinna var ég farin að baka fyrir aðra ef ég var beðin um það og miklaði það alls ekki fyrir mér.“ Aðspurð hefur Svandís ekki farið á nein námskeið ef frá er talið námskeið í gerð franskra makkaróna hjá Salt eldhúsi. Á netinu má finna myndbönd sem sýna hvernig á að gera jólatré úr kreminu. „Mér fannst ég ekki ná nógu góðum tökum á þeim hér heima og ákvað því að skella mér á námskeið. Annað hef ég lært af netinu.“ Svandís á nú von á sínu öðru barni og er hætt að fljúga í bili. Hún tók því vel í að baka jólalegar múffur sem lesendur gætu spreytt sig á að gera án mikillar fyrirhafnar. „Ég fékk hugmyndina að kransinum á Instagram, eins og að flestu öðru sem ég geri en þá eru múffurnar skreyttar með einföldu rósamunstri og raðað í tvöfaldan hring sem er svo skreyttur með slaufu,“ útskýrir Svandís en hún segir skemmtilegt að bera þær þannig á borð í stað þess að raða þeim á hefðbundinn bakka. Svandís gerði líka jólatrésmúffur og segir hægt að nota til þess sama kremstút. „Eini munurinn er að ég nota örlítið meira krem á hverja köku og beiti stútnum öðruvísi.“ Jólamúffur Svandísar 24-28 stykki 1 bolli smjör eða 200 g við stofuhita 1 bolli púðursykur eða 175 g 1 bolli síróp eða 340 g 2 egg 1 bolli mjólk eða 240 ml 2 og ⅔ bolli hveiti eða 230 g 1 tsk. matarsódi 1 tsk. lyftiduft ½ tsk. salt 1 tsk. múskat 2 tsk. kanill 2 tsk. engifer 2 tsk. vanilludropar Kremið má skreyta að vild. Þeytið smjörið og púðursykurinn saman í nokkrar mínútur, gott að skafa niður hliðarnar á milli svo allt blandist vel saman. Þegar blandan er orðin ljós og kremuð er einu eggi í einu bætt við og hrært vel saman. Því næst er sírópinu, mjólkinni og vanilludropunum bætt við og hrært í um það bil fjórar mínútur. Ekki hafa áhyggjur þó blandan sé svolítið kekkjótt, það er alveg eðlilegt. Blandið svo öllum þurrefnum saman í skál og hrærið. Þeim er svo bætt hægt og rólega saman við í tveimur til þremur skömmtum. Deigið er klárt þegar allt er blandað fullkomlega saman. Setjið deigið í múffuform. Gott er að miða við að fylla þau rétt rúmlega til hálfs. Bakið við 180 gráður í 17-19 mínútur. Stingið tannstöngli í miðjuna á einni köku. Ef hann kemur þurr út eru kökurnar tilbúnar. Hægt er að skoða kökurnar Svandísar undir leitarorðinu Tækifærisbakstur Svandísar á Facebook og Thebakingswan á Instagram. Rjómaostakrem með kanilbragði 400 g rjómaostur við stofuhita 200 g smjör við stofuhita 3 tsk. vanilludropar 1 kg flórsykur – má alveg bæta hægt og rólega meira við þegar kremið er nánast tilbúið ef vilji er til að hafa það stífara, en þá er oft þægilegra að vinna með það. Þegar kremið er nánast tilbúið er kanilnum bætt við. Magnið er smekksatriði en ég setti fjórar teskeiðar. Svo er ekkert mál að lita kremið með matarlit. Það eina sem þarf er vilji og þolinmæði, segir Svandís. Skreytingaraðferð Svandís mælir með því að lesendur skoði myndbönd á YouTube og Instagram til þess að læra spraututæknina. „Það er ekkert mál, en bæði rósamunstrið og jólatréð er hrikalega auðvelt að gera og eitthvað sem foreldrar og börn geta þess vegna gert saman.“ Svandís litaði kremið með grænum matarlit. „Ég notaði svo stút frá Wilton sem heitir 2D til þess að skreyta jólakransinn, en 1M frá Wilton til þess að gera jólatrén. Það er hins vegar ekkert mál að nota 1M stútinn til að gera hvort tveggja, en hann hentar bæði í rósamunstur og jólatrésaðferðina. Svo er hægt að skreyta kremið á hvaða hátt sem er með skemmtilegu skrauti. Stútar og kökuskraut fást til dæmis í Allt í köku á Smiðjuveginum.“ Krans úr múffum með rósakremi fer vel á jólaveisluborði. Birtist í Fréttablaðinu Bollakökur Jólamatur Kökur og tertur Ostakökur Uppskriftir Mest lesið Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Helvítis jólakokkurinn: Djúsi kofareykt hangilæri með uppstúf, kartöflum og bökuðum lauk Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Svandís Nanna Pétursdóttir treysti sér ekki til að baka skírnartertu fyrir frumburð sinn í fyrra en gerir nú hverja listakökuna á fætur annarri. Hún hefur nær alfarið lært af myndböndum sem hún finnur á Instagram og þar fékk hún líka hugmynd að jólamúffum. Svandís Nanna Pétursdóttir, flugfreyja hjá WOW, hafði varla bakað annað en Betty Crocker kökur um þetta leyti árs í fyrra. Hún var í fæðingarorlofi í fyrra með dreng sem svaf mikið og í desember datt henni í hug að fara að spreyta sig á kökubakstri. Svandís segir auðvelt að læra sprautækninga með því að skoða myndbönd á Youtube og Instagram. „Ég hafði oft séð kökugerðarmyndbönd á Instagram og fékk allt í einu þá flugu í höfuðið að prófa. Það kom fólki verulega á óvart því ég er ekki einu sinni sérlega listræn í mér,“ segir Svandís og hlær. Hún keypti ýmsar nauðsynjar til kökugerðar á netinu og hófst handa. „Þetta var ótrúlega fljótt að koma en ég hermdi bara nákvæmlega eftir þeim myndböndum sem mér leist á,“ segir Svandís og fullyrðir að allir geti bakað og skreytt kökur fyrst hún geti það. „Það eina sem þarf er vilji og þolinmæði.“ Svandís segist stundum hugsa til þess að hún fékk vinkonu sína úr fluginu til að baka skírnarköku fyrir sig síðastliðið haust enda treysti hún sér alls ekki í það. „Örfáum mánuðum seinna var ég farin að baka fyrir aðra ef ég var beðin um það og miklaði það alls ekki fyrir mér.“ Aðspurð hefur Svandís ekki farið á nein námskeið ef frá er talið námskeið í gerð franskra makkaróna hjá Salt eldhúsi. Á netinu má finna myndbönd sem sýna hvernig á að gera jólatré úr kreminu. „Mér fannst ég ekki ná nógu góðum tökum á þeim hér heima og ákvað því að skella mér á námskeið. Annað hef ég lært af netinu.“ Svandís á nú von á sínu öðru barni og er hætt að fljúga í bili. Hún tók því vel í að baka jólalegar múffur sem lesendur gætu spreytt sig á að gera án mikillar fyrirhafnar. „Ég fékk hugmyndina að kransinum á Instagram, eins og að flestu öðru sem ég geri en þá eru múffurnar skreyttar með einföldu rósamunstri og raðað í tvöfaldan hring sem er svo skreyttur með slaufu,“ útskýrir Svandís en hún segir skemmtilegt að bera þær þannig á borð í stað þess að raða þeim á hefðbundinn bakka. Svandís gerði líka jólatrésmúffur og segir hægt að nota til þess sama kremstút. „Eini munurinn er að ég nota örlítið meira krem á hverja köku og beiti stútnum öðruvísi.“ Jólamúffur Svandísar 24-28 stykki 1 bolli smjör eða 200 g við stofuhita 1 bolli púðursykur eða 175 g 1 bolli síróp eða 340 g 2 egg 1 bolli mjólk eða 240 ml 2 og ⅔ bolli hveiti eða 230 g 1 tsk. matarsódi 1 tsk. lyftiduft ½ tsk. salt 1 tsk. múskat 2 tsk. kanill 2 tsk. engifer 2 tsk. vanilludropar Kremið má skreyta að vild. Þeytið smjörið og púðursykurinn saman í nokkrar mínútur, gott að skafa niður hliðarnar á milli svo allt blandist vel saman. Þegar blandan er orðin ljós og kremuð er einu eggi í einu bætt við og hrært vel saman. Því næst er sírópinu, mjólkinni og vanilludropunum bætt við og hrært í um það bil fjórar mínútur. Ekki hafa áhyggjur þó blandan sé svolítið kekkjótt, það er alveg eðlilegt. Blandið svo öllum þurrefnum saman í skál og hrærið. Þeim er svo bætt hægt og rólega saman við í tveimur til þremur skömmtum. Deigið er klárt þegar allt er blandað fullkomlega saman. Setjið deigið í múffuform. Gott er að miða við að fylla þau rétt rúmlega til hálfs. Bakið við 180 gráður í 17-19 mínútur. Stingið tannstöngli í miðjuna á einni köku. Ef hann kemur þurr út eru kökurnar tilbúnar. Hægt er að skoða kökurnar Svandísar undir leitarorðinu Tækifærisbakstur Svandísar á Facebook og Thebakingswan á Instagram. Rjómaostakrem með kanilbragði 400 g rjómaostur við stofuhita 200 g smjör við stofuhita 3 tsk. vanilludropar 1 kg flórsykur – má alveg bæta hægt og rólega meira við þegar kremið er nánast tilbúið ef vilji er til að hafa það stífara, en þá er oft þægilegra að vinna með það. Þegar kremið er nánast tilbúið er kanilnum bætt við. Magnið er smekksatriði en ég setti fjórar teskeiðar. Svo er ekkert mál að lita kremið með matarlit. Það eina sem þarf er vilji og þolinmæði, segir Svandís. Skreytingaraðferð Svandís mælir með því að lesendur skoði myndbönd á YouTube og Instagram til þess að læra spraututæknina. „Það er ekkert mál, en bæði rósamunstrið og jólatréð er hrikalega auðvelt að gera og eitthvað sem foreldrar og börn geta þess vegna gert saman.“ Svandís litaði kremið með grænum matarlit. „Ég notaði svo stút frá Wilton sem heitir 2D til þess að skreyta jólakransinn, en 1M frá Wilton til þess að gera jólatrén. Það er hins vegar ekkert mál að nota 1M stútinn til að gera hvort tveggja, en hann hentar bæði í rósamunstur og jólatrésaðferðina. Svo er hægt að skreyta kremið á hvaða hátt sem er með skemmtilegu skrauti. Stútar og kökuskraut fást til dæmis í Allt í köku á Smiðjuveginum.“ Krans úr múffum með rósakremi fer vel á jólaveisluborði.
Birtist í Fréttablaðinu Bollakökur Jólamatur Kökur og tertur Ostakökur Uppskriftir Mest lesið Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Helvítis jólakokkurinn: Djúsi kofareykt hangilæri með uppstúf, kartöflum og bökuðum lauk Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira