Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir hins vegar að brjóti Acosta reglur forsetabústaðarins, sem voru einnig kynntar nú í kvöld, verði passinn tekinn af honum aftur.
Þessar nýju reglur Hvíta hússins eru á þann veg að blaðamenn megi einungis spyrja einnar spurningar og er þeim einnig meinað að fylgja þeim spurningum eftir, nema fengið sé leyfi fyrir viðbótarspurningu. Brjóti blaðamenn gegn reglunum gæti þeim verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi.
Per pool, White House lays out rules for reporters to abide by during press conferences or risk having hard passes revoked - pic.twitter.com/Fllc7PGTvj
— Eliana Johnson (@elianayjohnson) November 19, 2018
Vilja einhliða velsæmi
Trump sjálfur og starfsmenn hans hafa að undanförnu kallað eftir auknu velsæmi í Hvíta húsinu og hafa blaðamenn verið sakaðir um að sýna ekki nægjanlegt velsæmi.„Við verðum að hafa velsæmi í Hvíta húsinu,“ sagði Sanders í kjölfar úrskurðar dómarans í síðustu viku.
„Velsæmi. Þú getur ekki bara spurt þriggja og fjögurra spurninga, staðið uppi og ekki setið niður. Þú verður að hafa velsæmi,“ sagði Trump sjálfur á föstudaginn.
Hann virðist þó hafa litlar áhyggjur af eigin velsæmi og þá sérstaklega með tilliti til tísti hans frá því í gær þar sem hann virtist kalla Adam Schiff, þingmann Demókrataflokksins, skít. Í tístinu breytti Trump nafni Schiff í Schitt en hann hefur lengi haft gaman af því að gefa fólki dónaleg viðurnefni.
So funny to see little Adam Schitt (D-CA) talking about the fact that Acting Attorney General Matt Whitaker was not approved by the Senate, but not mentioning the fact that Bob Mueller (who is highly conflicted) was not approved by the Senate!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 18, 2018
„Mikið rosalega er þetta heimskuleg spurning. Mjög heimskuleg spurning,“ sagði Trump við fréttakonuna Abby Philip. „Ég horfi þó mikið á þig og þú spyrð margra heimskulegra spurninga,“ sagði forsetinn svo og gekk frá Philip.