Sómölsk YouTube-stjarna á Íslandi veitir stúlkum um allan heim innblástur Heimsljós kynnir 19. nóvember 2018 09:00 Najmo var þvinguð í hjónaband í Sómalíu aðeins 11 ára. Hún flúði 13 ára og var þrjú ár á flótta en býr nú í Reykjavík. UNHCR/Max-Michel Kolijn Najmo var aðeins 11 ára þegar hún slapp úr skelfilegum aðstæðum og frá þvinguðu hjónabandi í Sómalíu. Í dag býr hún til myndbönd á samfélagsmiðlum til að hvetja stúlkur um allan heim til dáða. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur birt á vef sínum á fjölmörgum tungumálum, þar á meðal íslensku, grein um ævintýralegt lífshlaup Najmo. Hún er tvítug, býr í Reykjavík og fósturforeldrar hennar hafa liðsinnt henni við að gera myndbönd. Greinin fer hér á eftir: Najmo situr við arininn á heimili fjölskyldu sinnar í sveitinni. Rétt fyrir utan gluggann blasir við fjalllendi sem er í senn fallegt og kuldalegt, en innandyra er hlýtt og notalegt.Fósturfaðir Najmo, Finnbogi Björnsson, hjálpar henni að smíða endurkastara til að hún geti gert betri myndbönd. „Ég vil að Najmo láti drauma sína rætast og geri það besta úr lífinu,“ segir hann.Flóttamannastofnun SÞ/Max-Michel Kolijn„Ég vildi að heimurinn væri meira eins og foreldrar mínir og fjölskylda okkar,” segir Najmo. „Við erum ekki með sama litarhaft, við komum ekki frá sama landinu, við erum ekki einu sinni sömu trúar, en við erum samt fjölskylda, við hugsum hvert um annað og elskum hvert annað.“ Najmo var 11 ára þegar faðir hennar lést. Sómalía var þegar mjög hættulegur staður á þeim tíma og frændi hennar ákvað að Najmo ætti að giftast frænda sínum sem var þrisvar sinnum eldri en hún. Najmo neitaði, en fjölskylda hennar neyddi hana til að flytja inn til mannsins, sem var mun eldri en hún. Nótt eina ákvað hún að flýja og tók rútu til höfuðborgarinnar. „Ég var aðeins 11 ára, en ég vissi að þetta var rangt. Ég var bara barn. Svo ég flúði.” Najmo var 13 ára þegar hún fór frá Sómalíu. Hún var alein og hrædd en hún var ákveðin í að lifa af. „Fólk sagði: „Hvar eru foreldrar þínir? Af hverju leyfðu þau þér að fara?” Og ég sagði, „það voru ekki foreldrar mínir sem „leyfðu mér að fara.“ Ég leyfði sjálfri mér að fara.”Najmo ferðaðist með ókunnugum yfir Sahara-eyðimörkina í stórum vörubíl þar sem hún horfði upp á fólk kramið til dauða. Ferðin í gegnum eyðimörkina tók 28 daga. „Ég horfði bara á sandinn og vissi að það væri ekkert sem ég gæti gert. Ef bíllinn hefði bilað hefði ekkert okkar lifað af,” rifjar hún upp. Hún ferðaðist í gegnum Líbíu og því næst yfir Miðjarðarhafið á litlum bát. Eftir þriggja ára ferðalag sem einkenndist af stöðugum ótta fékk hún boð um aðstoð við að komast til Kanada, en íslensk yfirvöld stöðvuðu hana við millilendingu hér á landi og komu henni í hendur barnaverndaraðila. „Það fyrsta sem þau spurðu mig var hvað ég vildi gera og ég sagði strax að ég vildi læra,“ segir hún. „Ég var orðin 16 ára og hafði ekki verið í skóla síðan ég var 11 ára. Ég vissi að menntun væri fyrsta skrefið í átt til þess að hefja nýtt líf og auka möguleika mína í framtíðinni.” Najmo byrjaði að ganga í skóla og var strax komið fyrir hjá fósturfjölskyldu. Þegar hún var farin að fóta sig og búin að læra smá grunn í íslensku áttaði hún sig á því að hún byggi yfir mikilvægum skilaboðum sem hún vildi deila með heiminum sem fyrst. „Sómalskar stúlkur sem eru ekki í Sómalíu hafa fleiri tækifæri. Þær eiga betri möguleika á að verða konurnar sem þær geta orðið. Ég geri myndbönd til að hvetja ungt fólk til dáða, sérstaklega konur. Ég vil sýna stúlkum að þær geti gert meira við líf sitt.” Fósturforeldrar hennar hafa stutt við þennan draum með því að aðstoða hana við að eignast myndbandsupptökubúnað og nýi faðir hennar, Finnbogi, sem hefur áhuga á ljósmyndun, hjálpaði Najmo að setja upp lítið upptökuver í herberginu hennar með ljósum og endurkösturum sem þau smíðuðu saman. Facebook-síða og YouTube-rás Najmo urðu sífellt stærri og nú er hún með fleiri en 60 þúsund fylgjendur. „Samfélagsmiðlar hafa mikinn áhrifamátt og ég get komið skilaboðum mínum á framfæri alla leið út í sveit í Sómalíu. Einhver sem er að sinna úlföldum og kindum getur bara opnað Facebook, horft á mig og fengið hugmyndir. Ég vil hjálpa sómölskum konum og stúlkum. Ég vil hvetja þær til að mennta sig og berjast fyrir réttindum sínum.” Najmo talar um menntun, limlestingar á kynfærum kvenna, nauðungarhjónabönd og réttindi kvenna. Hún talar líka um samfélagsleg viðmið, trú, stjórnmál og ofbeldi gegn konum. Skoðanir hennar eru ekki alltaf vinsælar. „Margir eru reiðir við mig og skrifa andstyggilegar athugasemdir, af því að ég hyl ekki hárið mitt og er með sterkar skoðanir. En ef enginn segir neitt munu slæmir hlutir halda áfram að eiga sér stað. Við konur þurfum að bregðast við þessu. Fleiri konur þurfa að láta í sér heyra.” Najmo er nú 20 ára gömul og heldur áfram að berjast fyrir réttindum stúlkna. Hún ferðast um heiminn með ýmsum samtökum og æskulýðshreyfingum og fólk vill heyra það sem hún hefur að segja. Öryggið sem fylgir því að búa sem flóttamaður á Íslandi gerir henni kleift að tjá sig opinberlega án þess að stofna sér í hættu. Myndbönd hennar eru ætluð stúlkum og konum um allan heim, en vill einnig koma sérstökum skilaboðum á framfæri til sómalskra kvenna sem búa í Evrópu og öðrum heimshlutum. „Nú höfum við fleiri tækifæri. Við verðum að mennta okkur, vinna saman og láta í okkur heyra svo við konur getum einn daginn snúið aftur til friðsamrar Sómalíu og byggt landið upp saman.”Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent
Najmo var aðeins 11 ára þegar hún slapp úr skelfilegum aðstæðum og frá þvinguðu hjónabandi í Sómalíu. Í dag býr hún til myndbönd á samfélagsmiðlum til að hvetja stúlkur um allan heim til dáða. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur birt á vef sínum á fjölmörgum tungumálum, þar á meðal íslensku, grein um ævintýralegt lífshlaup Najmo. Hún er tvítug, býr í Reykjavík og fósturforeldrar hennar hafa liðsinnt henni við að gera myndbönd. Greinin fer hér á eftir: Najmo situr við arininn á heimili fjölskyldu sinnar í sveitinni. Rétt fyrir utan gluggann blasir við fjalllendi sem er í senn fallegt og kuldalegt, en innandyra er hlýtt og notalegt.Fósturfaðir Najmo, Finnbogi Björnsson, hjálpar henni að smíða endurkastara til að hún geti gert betri myndbönd. „Ég vil að Najmo láti drauma sína rætast og geri það besta úr lífinu,“ segir hann.Flóttamannastofnun SÞ/Max-Michel Kolijn„Ég vildi að heimurinn væri meira eins og foreldrar mínir og fjölskylda okkar,” segir Najmo. „Við erum ekki með sama litarhaft, við komum ekki frá sama landinu, við erum ekki einu sinni sömu trúar, en við erum samt fjölskylda, við hugsum hvert um annað og elskum hvert annað.“ Najmo var 11 ára þegar faðir hennar lést. Sómalía var þegar mjög hættulegur staður á þeim tíma og frændi hennar ákvað að Najmo ætti að giftast frænda sínum sem var þrisvar sinnum eldri en hún. Najmo neitaði, en fjölskylda hennar neyddi hana til að flytja inn til mannsins, sem var mun eldri en hún. Nótt eina ákvað hún að flýja og tók rútu til höfuðborgarinnar. „Ég var aðeins 11 ára, en ég vissi að þetta var rangt. Ég var bara barn. Svo ég flúði.” Najmo var 13 ára þegar hún fór frá Sómalíu. Hún var alein og hrædd en hún var ákveðin í að lifa af. „Fólk sagði: „Hvar eru foreldrar þínir? Af hverju leyfðu þau þér að fara?” Og ég sagði, „það voru ekki foreldrar mínir sem „leyfðu mér að fara.“ Ég leyfði sjálfri mér að fara.”Najmo ferðaðist með ókunnugum yfir Sahara-eyðimörkina í stórum vörubíl þar sem hún horfði upp á fólk kramið til dauða. Ferðin í gegnum eyðimörkina tók 28 daga. „Ég horfði bara á sandinn og vissi að það væri ekkert sem ég gæti gert. Ef bíllinn hefði bilað hefði ekkert okkar lifað af,” rifjar hún upp. Hún ferðaðist í gegnum Líbíu og því næst yfir Miðjarðarhafið á litlum bát. Eftir þriggja ára ferðalag sem einkenndist af stöðugum ótta fékk hún boð um aðstoð við að komast til Kanada, en íslensk yfirvöld stöðvuðu hana við millilendingu hér á landi og komu henni í hendur barnaverndaraðila. „Það fyrsta sem þau spurðu mig var hvað ég vildi gera og ég sagði strax að ég vildi læra,“ segir hún. „Ég var orðin 16 ára og hafði ekki verið í skóla síðan ég var 11 ára. Ég vissi að menntun væri fyrsta skrefið í átt til þess að hefja nýtt líf og auka möguleika mína í framtíðinni.” Najmo byrjaði að ganga í skóla og var strax komið fyrir hjá fósturfjölskyldu. Þegar hún var farin að fóta sig og búin að læra smá grunn í íslensku áttaði hún sig á því að hún byggi yfir mikilvægum skilaboðum sem hún vildi deila með heiminum sem fyrst. „Sómalskar stúlkur sem eru ekki í Sómalíu hafa fleiri tækifæri. Þær eiga betri möguleika á að verða konurnar sem þær geta orðið. Ég geri myndbönd til að hvetja ungt fólk til dáða, sérstaklega konur. Ég vil sýna stúlkum að þær geti gert meira við líf sitt.” Fósturforeldrar hennar hafa stutt við þennan draum með því að aðstoða hana við að eignast myndbandsupptökubúnað og nýi faðir hennar, Finnbogi, sem hefur áhuga á ljósmyndun, hjálpaði Najmo að setja upp lítið upptökuver í herberginu hennar með ljósum og endurkösturum sem þau smíðuðu saman. Facebook-síða og YouTube-rás Najmo urðu sífellt stærri og nú er hún með fleiri en 60 þúsund fylgjendur. „Samfélagsmiðlar hafa mikinn áhrifamátt og ég get komið skilaboðum mínum á framfæri alla leið út í sveit í Sómalíu. Einhver sem er að sinna úlföldum og kindum getur bara opnað Facebook, horft á mig og fengið hugmyndir. Ég vil hjálpa sómölskum konum og stúlkum. Ég vil hvetja þær til að mennta sig og berjast fyrir réttindum sínum.” Najmo talar um menntun, limlestingar á kynfærum kvenna, nauðungarhjónabönd og réttindi kvenna. Hún talar líka um samfélagsleg viðmið, trú, stjórnmál og ofbeldi gegn konum. Skoðanir hennar eru ekki alltaf vinsælar. „Margir eru reiðir við mig og skrifa andstyggilegar athugasemdir, af því að ég hyl ekki hárið mitt og er með sterkar skoðanir. En ef enginn segir neitt munu slæmir hlutir halda áfram að eiga sér stað. Við konur þurfum að bregðast við þessu. Fleiri konur þurfa að láta í sér heyra.” Najmo er nú 20 ára gömul og heldur áfram að berjast fyrir réttindum stúlkna. Hún ferðast um heiminn með ýmsum samtökum og æskulýðshreyfingum og fólk vill heyra það sem hún hefur að segja. Öryggið sem fylgir því að búa sem flóttamaður á Íslandi gerir henni kleift að tjá sig opinberlega án þess að stofna sér í hættu. Myndbönd hennar eru ætluð stúlkum og konum um allan heim, en vill einnig koma sérstökum skilaboðum á framfæri til sómalskra kvenna sem búa í Evrópu og öðrum heimshlutum. „Nú höfum við fleiri tækifæri. Við verðum að mennta okkur, vinna saman og láta í okkur heyra svo við konur getum einn daginn snúið aftur til friðsamrar Sómalíu og byggt landið upp saman.”Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent