Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2025 07:52 Vel gekk að bjarga fólkinu af seinni bílnum og upp úr hálf sex í morgun voru allir þrír komnir í sjúkrabíl til aðhlynningar. Landsbjörg Björgunarsveitir í Borgarfirði voru kallaðar út vegna tilkynningar frá ferðamönnum í vandræðum við Kattarhryggi, á leið upp á Holtavörðuheiði, á fimmta tímanum í nótt. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að þar hafði ræsi undir veginn stíflast svo flæddi yfir hann á stórum kafla. Ferðafólk á tveimur bílum hafði lent í vatninu og komst það út úr bílunum og upp á þak þeirra, en þeir voru nánast á kafi í vatninu þegar björgunarsveitir komu á vettvang. Landsbjörg Þorsteinn Þorsteinsson formaður Björgunarsveitarinnar Heiðars á Varmalandi segir að þegar þá bar að garði hafi þeir séð bíl sem var um tuttugu til þrjátíu metra fyrir utan veginn. Þar voru tveir menn uppi á þaki en bíllinn var við það að fara í kaf. Þriðja farþeganum hafði tekist að komast á þurrt af sjálfsdáðum að sögn Þorsteins og sömu sögu er að segja af öðrum bíl sem einnig lenti í vatnselgnum. Mennirnir tveir sem voru á þakinu komust hinsvegar hvergi. „Þá förum við bara í það að fara í línu og ég skellti mér til sunds. Þetta var það djúpt að ég botnaði aldrei á leiðinni út í bílinn,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu og bætir við að hann sé 190 sentimetrar á hæð. Hann kom svo böndum á mennina tvo sem voru dregnir í land. Landsbjörg Þorsteinn segir að aðgerðin hafi öll heppnast vel og upp úr hálf sex í morgun voru allir 3 komnir í sjúkrabíl til aðhlynningar en að sögn Þorsteins voru mennirnir tveir á toppnum orðnir mjög stressaðir og kaldir þegar komið var að þeim. Björgunarfólk hafði þá jafnframt lýst vel upp nágrennið til að tryggja að engir aðrir væru þar ásamt því að veiða upp hluti sem flotið höfðu úr bílunum. Í kjölfarið var Holtavörðuheiði lokað vegna vatnavaxta,“ segir í tilkynningunni. Landsbjörg Holtavörðuheiði 15/1/2025 tveir bílar út í vatni bjargað tveim af öðrum þeirra.Landsbjörg Landsbjörg Björgunarsveitir Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að þar hafði ræsi undir veginn stíflast svo flæddi yfir hann á stórum kafla. Ferðafólk á tveimur bílum hafði lent í vatninu og komst það út úr bílunum og upp á þak þeirra, en þeir voru nánast á kafi í vatninu þegar björgunarsveitir komu á vettvang. Landsbjörg Þorsteinn Þorsteinsson formaður Björgunarsveitarinnar Heiðars á Varmalandi segir að þegar þá bar að garði hafi þeir séð bíl sem var um tuttugu til þrjátíu metra fyrir utan veginn. Þar voru tveir menn uppi á þaki en bíllinn var við það að fara í kaf. Þriðja farþeganum hafði tekist að komast á þurrt af sjálfsdáðum að sögn Þorsteins og sömu sögu er að segja af öðrum bíl sem einnig lenti í vatnselgnum. Mennirnir tveir sem voru á þakinu komust hinsvegar hvergi. „Þá förum við bara í það að fara í línu og ég skellti mér til sunds. Þetta var það djúpt að ég botnaði aldrei á leiðinni út í bílinn,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu og bætir við að hann sé 190 sentimetrar á hæð. Hann kom svo böndum á mennina tvo sem voru dregnir í land. Landsbjörg Þorsteinn segir að aðgerðin hafi öll heppnast vel og upp úr hálf sex í morgun voru allir 3 komnir í sjúkrabíl til aðhlynningar en að sögn Þorsteins voru mennirnir tveir á toppnum orðnir mjög stressaðir og kaldir þegar komið var að þeim. Björgunarfólk hafði þá jafnframt lýst vel upp nágrennið til að tryggja að engir aðrir væru þar ásamt því að veiða upp hluti sem flotið höfðu úr bílunum. Í kjölfarið var Holtavörðuheiði lokað vegna vatnavaxta,“ segir í tilkynningunni. Landsbjörg Holtavörðuheiði 15/1/2025 tveir bílar út í vatni bjargað tveim af öðrum þeirra.Landsbjörg Landsbjörg
Björgunarsveitir Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira