Norðmenn mótmæla fyrirhuguðum breytingum á fóstureyðingalöggjöf Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2018 16:30 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Vísir/AP Fjölmenn mótmæli hafa verið í stærstu borgum Noregs í dag. Ástæða mótmælanna eru fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnar Ernu Solberg á fóstureyðingalöggjöf landsins. Eins og stendur eru fóstureyðingar frjálsar fram að 12. viku meðgöngu. Þá eru þær heimilaðar fram að 18. viku að undangengnu umsóknarferli þar sem forsendurnar fyrir fóstureyðingu eru metnar. Loks er hægt að fá leyfi fyrir þungunarrofi fram að 22. viku sé um að ræða sérstök tilfelli, svo sem þar sem meðgangan ógnar heilsu móðurinnar. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti á dögunum að hún væri opin fyrir því að endurskoða löggjöf Noregs um fóstureyðingar. Sú ákvörðun kemur í kjölfar gagnrýni Kristilega þjóðarflokksins á fóstureyðingalöggjöf Noregs en flokkurinn vill láta afnema grein 2c í lögum um fóstureyðingar. Það myndi verða þess valdandi að fóstureyðingar yrðu með öllu óheimilar eftir 12. viku meðgöngunnar. Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur hingað til varið ríkisstjórn Solberg falli. Nú vill flokkurinn þó inn í ríkisstjórn og telja margir þetta útspil Solberg vera tilraun til þess að friðþægja flokkinn. Þessi ákvörðun Solberg hefur vakið hörð viðbrögð um allan Noreg og efnt var til fjöldamótmæla víða um landið í dag, meðal annars í Ósló, Bergen, Þrándheimi og Tromsø. Alls voru skipulögð mótmæli í 33 borgum og bæjum í landinu. Yfir átta þúsund manns söfnuðust saman fyrir framan Stortinget, þinghús Noregs, í Ósló í dag. Meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælunum var Marianne Borgen, borgarstjóri Ósló. Hún sagði mótmælin vera afar mikilvæg. „Það er mér mjög mikilvægt að vera hér í dag. Ég hef barist fyrir góðri fóstureyðingalöggjöf í Noregi í nær 50 ár. Það er frábært að sjá svo marga saman komna hér í dag, konur og karla. Í dag sendum við skýr skilaboð til Ernu Solberg um að það sem er að gerast er algjörlega óásættanlegt.“ Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Fjölmenn mótmæli hafa verið í stærstu borgum Noregs í dag. Ástæða mótmælanna eru fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnar Ernu Solberg á fóstureyðingalöggjöf landsins. Eins og stendur eru fóstureyðingar frjálsar fram að 12. viku meðgöngu. Þá eru þær heimilaðar fram að 18. viku að undangengnu umsóknarferli þar sem forsendurnar fyrir fóstureyðingu eru metnar. Loks er hægt að fá leyfi fyrir þungunarrofi fram að 22. viku sé um að ræða sérstök tilfelli, svo sem þar sem meðgangan ógnar heilsu móðurinnar. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti á dögunum að hún væri opin fyrir því að endurskoða löggjöf Noregs um fóstureyðingar. Sú ákvörðun kemur í kjölfar gagnrýni Kristilega þjóðarflokksins á fóstureyðingalöggjöf Noregs en flokkurinn vill láta afnema grein 2c í lögum um fóstureyðingar. Það myndi verða þess valdandi að fóstureyðingar yrðu með öllu óheimilar eftir 12. viku meðgöngunnar. Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur hingað til varið ríkisstjórn Solberg falli. Nú vill flokkurinn þó inn í ríkisstjórn og telja margir þetta útspil Solberg vera tilraun til þess að friðþægja flokkinn. Þessi ákvörðun Solberg hefur vakið hörð viðbrögð um allan Noreg og efnt var til fjöldamótmæla víða um landið í dag, meðal annars í Ósló, Bergen, Þrándheimi og Tromsø. Alls voru skipulögð mótmæli í 33 borgum og bæjum í landinu. Yfir átta þúsund manns söfnuðust saman fyrir framan Stortinget, þinghús Noregs, í Ósló í dag. Meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælunum var Marianne Borgen, borgarstjóri Ósló. Hún sagði mótmælin vera afar mikilvæg. „Það er mér mjög mikilvægt að vera hér í dag. Ég hef barist fyrir góðri fóstureyðingalöggjöf í Noregi í nær 50 ár. Það er frábært að sjá svo marga saman komna hér í dag, konur og karla. Í dag sendum við skýr skilaboð til Ernu Solberg um að það sem er að gerast er algjörlega óásættanlegt.“
Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04