Innlent

Orkupakki og breytingar á fjárlögum í Víglínunni

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.
Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.
Fjárlagafrumvarpið og þriðji orkupakki evrópska efnahagssvæðisins verða áberandi í Víglínunni í hádeginu á Stöð 2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar mæta til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál.

Það var ákveðið í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs að þriðji orkupakkinn skyldi vera hluti af EES samningnum en í dag fullyrða hann og flokksmenn hans að innleiðing pakkans skerði fullveldi þjóðarinnar.

Það eru líka efasemdaraddir um orkupakkann innan stjórnarflokkanna sem hafa ákveðið að fresta því að leggja pakkann fyrir Alþingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir einnig í Víglínuna til að ræða þau mál, breytingar á fjárlagafrumvarpinu og fleira.

En hún átti sinn þriðja eða fjórða fund með Angelu Merkel kanslara Þýskalands og einum öflugasta leiðtoga Evrópusambandsins í vikunni.

Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×