Stórbruni í Hafnarfirði: „Við verðum þarna í allan dag“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 09:55 Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. Vísir/Einar Árnason Fimmtán slökkviliðsmenn eru enn að störfum við að ráða niðurlögum eldsins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði. Enn logar í glæðum á jarðhæð hússins þar sem vélaverkstæði var áður. „Við verðum þarna í allan dag,“ segir Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum í dag. Eyþór vill ítreka þau fyrirmæli viðbragðsaðila að almenningur haldi sig frá vettvangi af öryggisástæðum. Svæðið í kringum vettvang eldsvoðans hefur verið girt af en lokanir munu standa yfir þangað til slökkviliðið hefur ráðið niðurlögum eldsins en það gæti jafnvel orðið síðdegis. Ekki er hægt að slá því föstu hvenær svæðið verður opið fyrir umferð að nýju. Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. Útlit er fyrir að slökkviliðsmenn verði að fram eftir degi segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum klukkan sjö í morgun. Hvassviðri torveldaði slökkviliðsmönnum verkið og þá sprungu einnig gaskútar. Slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn breiddist út í nærliggjandi hús en vinnuvél og bíll skemmdust í brunanum.Útlit er fyrir að slökkvistarf standi yfir fram eftir degi.Vísir/Einar ÁrnasonÚtlit er fyrir að slökkvistarf standi yfir fram eftir degi. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsvoðans í Glugga-og hurðasmiðju SB á ellefta tímnum í gærkvöld. Slökkviliðið fékk vinnuvél með krabba á vettvang til aðstoðar við að rífa efri hæðina til að auðvelda slökkvistarf að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Óljóst er um eldsupptök en rannsóknardeild og tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsaka vettvang.Fréttin var uppfærð með nýjustu upplýsingum klukkan 11:45. Tengdar fréttir Stórbruni í Hafnarfirði: Búið að rífa efri hæð hússins Allt tiltækt slökkvilið á vettvangi. 16. nóvember 2018 22:27 Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. 17. nóvember 2018 09:04 Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann Segir gaskúta, bensín á bílum og olíefni á verkstæðinu. 17. nóvember 2018 00:15 Þurftu að sækja vatn til Garðabæjar vegna slökkvistarfs í Hafnarfirði Strax í upphaf var ljóst að um mikinn bruna var að ræða og þurfti ansi mikið magn af vatni til að ráða niðurlögum eldsins. 17. nóvember 2018 00:53 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fimmtán slökkviliðsmenn eru enn að störfum við að ráða niðurlögum eldsins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði. Enn logar í glæðum á jarðhæð hússins þar sem vélaverkstæði var áður. „Við verðum þarna í allan dag,“ segir Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum í dag. Eyþór vill ítreka þau fyrirmæli viðbragðsaðila að almenningur haldi sig frá vettvangi af öryggisástæðum. Svæðið í kringum vettvang eldsvoðans hefur verið girt af en lokanir munu standa yfir þangað til slökkviliðið hefur ráðið niðurlögum eldsins en það gæti jafnvel orðið síðdegis. Ekki er hægt að slá því föstu hvenær svæðið verður opið fyrir umferð að nýju. Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. Útlit er fyrir að slökkviliðsmenn verði að fram eftir degi segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum klukkan sjö í morgun. Hvassviðri torveldaði slökkviliðsmönnum verkið og þá sprungu einnig gaskútar. Slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn breiddist út í nærliggjandi hús en vinnuvél og bíll skemmdust í brunanum.Útlit er fyrir að slökkvistarf standi yfir fram eftir degi.Vísir/Einar ÁrnasonÚtlit er fyrir að slökkvistarf standi yfir fram eftir degi. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsvoðans í Glugga-og hurðasmiðju SB á ellefta tímnum í gærkvöld. Slökkviliðið fékk vinnuvél með krabba á vettvang til aðstoðar við að rífa efri hæðina til að auðvelda slökkvistarf að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Óljóst er um eldsupptök en rannsóknardeild og tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsaka vettvang.Fréttin var uppfærð með nýjustu upplýsingum klukkan 11:45.
Tengdar fréttir Stórbruni í Hafnarfirði: Búið að rífa efri hæð hússins Allt tiltækt slökkvilið á vettvangi. 16. nóvember 2018 22:27 Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. 17. nóvember 2018 09:04 Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann Segir gaskúta, bensín á bílum og olíefni á verkstæðinu. 17. nóvember 2018 00:15 Þurftu að sækja vatn til Garðabæjar vegna slökkvistarfs í Hafnarfirði Strax í upphaf var ljóst að um mikinn bruna var að ræða og þurfti ansi mikið magn af vatni til að ráða niðurlögum eldsins. 17. nóvember 2018 00:53 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Stórbruni í Hafnarfirði: Búið að rífa efri hæð hússins Allt tiltækt slökkvilið á vettvangi. 16. nóvember 2018 22:27
Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. 17. nóvember 2018 09:04
Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann Segir gaskúta, bensín á bílum og olíefni á verkstæðinu. 17. nóvember 2018 00:15
Þurftu að sækja vatn til Garðabæjar vegna slökkvistarfs í Hafnarfirði Strax í upphaf var ljóst að um mikinn bruna var að ræða og þurfti ansi mikið magn af vatni til að ráða niðurlögum eldsins. 17. nóvember 2018 00:53