Sænskir bræður þjónusta blinda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. nóvember 2018 19:45 Bræðurnir Leffe, Ludde og Lapan eru ný lentir á Íslandi þar sem þeir fóru strax í nokkra vikna einangrun en er nú á leiðinni til starfa hjá eigendum sínum. Um er að ræða þrjá nýja blindrahunda sem keyptir voru frá Svíþjóð. Bræðurnir eru einstaklega rólegir, yfirvegaðir og fjall myndarlegir eins og umsjónarmaður þeirra segir. Það eru þau Björk Arnardóttir og Ingimundur Magnússon sem búa í Þorlákshöfn sem eru umsjónarmenn hundanna og munu sjá um þjálfun þeirra hjá nýjum eigendum á Íslandi. Bræðurnir eru frá Svíþjóð, tveggja ára gamlir og hafa verið í þjálfun þar. Þeir eru ný komnir til landsins, fóru beint í einangrun í nýju einangrunarstöðinni Mósel í Holta og Landsveit og voru að útskrifast þaðan. „Þeir eru komnir hingað til að sinna sínu verkefni sem þeir eru þjálfaðir til sem er að vera leiðsöguhundar. Það eru þrír notendur hér á Íslandi sem eru að fara að nota þá“, segir Björk sem er hundaþjálfari. Björk og Ingimundur, umsjónarmenn hundanna sem munu sjá um þjálfun þeirra með nýjum eigendum á Íslandi sem eru blindir.Magnús Hlynur HreiðarssonÍ dag eru fimm leiðsöguhundar fyrir blinda á Íslandi og nú bætast bræðurnir við. En hvað gera hundarnir fyrir eigendur sína? „Þeir eru augun þeirra í umhverfinu, fara fram hjá hindrunum og eru að passa þann sem er að nota þá, t.d. að viðkomandi gangi ekki á, reki sig utan í hluti. Þeir geta líka fundið hurðar og þeir stoppa við þröskulda og gatnabrúnir og þá geta þeir líka fundið afgreiðsluborð, þannig að þeir eru til margra hluta nytsamlegir“, segir Björk enn fremur.Björk segir hundana fjallmyndarlega, rólega og yfirvegaða eftir þjálfun sem þeir hafa fengið í Svíþjóð á síðustu tveimur árum.Magnús Hlynur Dýr Ölfus Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Bræðurnir Leffe, Ludde og Lapan eru ný lentir á Íslandi þar sem þeir fóru strax í nokkra vikna einangrun en er nú á leiðinni til starfa hjá eigendum sínum. Um er að ræða þrjá nýja blindrahunda sem keyptir voru frá Svíþjóð. Bræðurnir eru einstaklega rólegir, yfirvegaðir og fjall myndarlegir eins og umsjónarmaður þeirra segir. Það eru þau Björk Arnardóttir og Ingimundur Magnússon sem búa í Þorlákshöfn sem eru umsjónarmenn hundanna og munu sjá um þjálfun þeirra hjá nýjum eigendum á Íslandi. Bræðurnir eru frá Svíþjóð, tveggja ára gamlir og hafa verið í þjálfun þar. Þeir eru ný komnir til landsins, fóru beint í einangrun í nýju einangrunarstöðinni Mósel í Holta og Landsveit og voru að útskrifast þaðan. „Þeir eru komnir hingað til að sinna sínu verkefni sem þeir eru þjálfaðir til sem er að vera leiðsöguhundar. Það eru þrír notendur hér á Íslandi sem eru að fara að nota þá“, segir Björk sem er hundaþjálfari. Björk og Ingimundur, umsjónarmenn hundanna sem munu sjá um þjálfun þeirra með nýjum eigendum á Íslandi sem eru blindir.Magnús Hlynur HreiðarssonÍ dag eru fimm leiðsöguhundar fyrir blinda á Íslandi og nú bætast bræðurnir við. En hvað gera hundarnir fyrir eigendur sína? „Þeir eru augun þeirra í umhverfinu, fara fram hjá hindrunum og eru að passa þann sem er að nota þá, t.d. að viðkomandi gangi ekki á, reki sig utan í hluti. Þeir geta líka fundið hurðar og þeir stoppa við þröskulda og gatnabrúnir og þá geta þeir líka fundið afgreiðsluborð, þannig að þeir eru til margra hluta nytsamlegir“, segir Björk enn fremur.Björk segir hundana fjallmyndarlega, rólega og yfirvegaða eftir þjálfun sem þeir hafa fengið í Svíþjóð á síðustu tveimur árum.Magnús Hlynur
Dýr Ölfus Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira