Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KA 30-32 | Vandræði ÍBV halda áfram Einar Kristinn Kárason skrifar 20. nóvember 2018 22:00 Sigurbergur Sveinsson, leikmaður ÍBV. vísir/daníel ÍBV og KA voru hnífjöfn í deildinni fyrir leik kvöldsins í Vestmannaeyjum. Bæði lið höfðu unnið 2, gert 2 jafntefli og tapað 4. Það var því mikið undir. KA menn settu tóninn strax í upphafi leiks og virtust grimmari og með skipulagið á hreinu á meðan Eyjamenn voru seinir úr blokkunum. KA skoraði fyrsta mark leiksins, ÍBV jafnaði á 2. mínútu en eftir það voru KA menn með yfirhöndina í leiknum og bjuggu sér til fínasta forskot snemma leiks. Einar Birgir Stefánsson og Tarik Kasumovic voru í góðum gír og fóru fyrir sínum mönnum. Jovan Kukobat var einnig í stuði milli stanganna og klukkaði hvern bolta á fætur öðrum. Leiðindaatvik varð um miðjan fyrri hálfleik þegar Allan Norðberg virtist fá hönd Hákons Daða Styrmissonar beint í andlitið og þurfti að gera hlé á leik meðan hlúið var að Allan. Hann var að lokum borinn af velli á börum og vonandi verður hann klár til leiks sem allra fyrst. Þrátt fyrir brotthvarf Allans héldu KA menn áfram að bæta í forskot sitt og þegar hálfleiksbjallan fór af stað leiddu þeir með 6 mörkum, 11-17. Það var ekki sjón að sjá lið ÍBV í fyrri hálfleiknum en þeir mættu grimmir til leiks og ljóst var að þeir ætluðu ekki að leyfa gestunum frá Akureyri fara auðveldlega út úr verkefninu. Sigurbergur Sveinsson fór í gang, ásamt Kristjáni Erni Kristjánssyni og Theodóri Sigurbjörnssyni og þeir herjuðu á lið KA. Þegar líða tók á seinni hálfleikinn söxuðu leikmenn ÍBV á forskot gestanna úr úr urðu hörku lokamínútur. Þegar 2. mínútur eftir lifðu leiks náðu Eyjamenn að minnka muninn niður í 1 mark. Í næstu sókn unnu þeir boltann aftur en klaufaskapur fram á við varð til þess að KA menn náðu boltanum og brunuðu í skyndisókn og munurinn aftur 2. mörk þegar innan við mínúta var eftir. Liðin skoruðu sitthvort markið en niðurstaðan tveggja marka sigur KA.Af hverju unnu KA? Einfaldlega rúlluðu yfir Eyjamenn fyrstu 30 mínútur leiksins og héldu takti í þeim síðari. Markvarsla til fyrirmyndar og vörnin góð. Það virkaði eilítið eins og það vanti hug og stemningu í Eyjaliðið, eitt af þeirra einkennismerkjum.Hvað gekk illa? Varnarleikur ÍBV var slakur í fyrri hálfleiknum. Batnaði í þeim síðari en mörkin mörg ódýr. Lykilmenn lengi, eða komust hreinlega ekki, í gang og langt frá sínu besta. Markvarsla einnig ábótavön.Hverjir stóðu uppúr? Í liði gestanna voru Tarik og Einar Birgir frábærir fram á við, með 7 mörk hvor. Einar með 100% nýtingu ásamt því að fiska 3 víti. Frábær leikur frá honum. Jovan í markinu var einnig öflugur en hann varði 17 skot í kvöld, þar af 2 víti. Í liði ÍBV skoraði Theodór 7 mörk líkt og kollegar hans, Kristján Örn 6 og Sigurbergur 5. Þess má geta að öll mörk Sigurbergs komu í síðari hálfleik.Hvað gerist næst? Eyjamenn mæta Haukum ytra en KA fá Val í heimsókn.Stefán: Fyrir ári síðan töpuðum við gegn ÍBV U „Við erum hrikalega ánægðir. Hvernig við komum í leikinn, hrikalega flott hugarfar strax frá byrjun. ÍBV reyndi ýmislegt í seinni hálfleik og skiptu um vörn eftir vörn en við hikstuðum aldrei. Héldum áfram og áfram, sýndum frábæran karakter,” sagði Stefán Árnason, þjálfari KA, í leikslok. „Jájá, að sjálfsögðu”, sagði Stefán spurður um stress í lok leiks. „ÍBV eru þekktir fyrir að bjóta leikinn upp og þeir gerðu það frábærlega þarna í 4-2 vörn og maður á mann. Þetta var smá basl um tíma en við fundum góðar lausnir. Ég er ánægður með hvað mínir menn eru stabílir og við létum aldrei slá okkur út af laginu.” Liðin voru hnífjöfn fyrir leik svo þetta var kærkominn sigur. „Virkilega kærkomið. Við erum virkilega ánægðir með það sem er í gangi hjá okkur. Við erum að berjast fyrir KA. Ég var að hugsa það fyrr í dag að fyrir sirka ári síðan komum við til Vestmannaeyja, spiluðum við ÍBV U og töpuðum. Það hefur mikið gerst á einu ári,” sagði Stefán.Kristinn: Menn verða að taka ábyrgð „Já, og líka bara hvernig þetta var,” sagði Kristinn Guðmundsson, einn þjálfara ÍBV, spurður hvort hann væri svekktur eftir leik kvöldsins. „Þetta var ljótt. Við lítum út eins og við séum á sama stað og í fyrri hálfleik á móti Gróttu sem var fyrsti leikur mótsins. Við virðumst ekki vera með á hreinu hvað við ætlum að gera, klukkum ekki varnarlega, lendum í bullandi vandræðum. Þeir skora þegar þeim sýnist. Maður hlýtur að spyrja sig að því hvað við erum að gera.” „Við erum bara að setja okkur í þessa stöðu, alltof oft. FH leikurinn var svolítið öðruvísi en heimaleikirnir okkar hafa verið svona. Við erum að bjóða fólkinu okkur upp á það að byrja þessa leiki virkilega illa.“ „Það er eins og við séum ennþá að bíða eftir að lenda úti í horni. Við erum komnir út í horn. Við erum að tapa trekk í trekk leikjum með þetta lið og við eigum bara að vera betri. Við þurfum bara að fara inn í klefa og og fara yfir það hvað það er sem vantar.” Eyjamenn hafa verið í mikilli lægð undanfarið. Kristinn hafði þetta að segja: „Menn verða bara að taka ábyrgð, þjálfarar og leikmenn. Við verðum að fara yfir það og taka góðan fund um það og komast að einhverjum lausnum. Það þýðir ekkert að fela sig núna.“ „Jafn gaman og það er að vinna leiki og jafn ömurlegt það er að tapa leikjum þá verða menn að vera menn í að rífa sig upp og koma til baka úr þessu. Þá á ég við þjálfarana og leikmenn og við þurfum að taka ábyrgð á því sem við erum að gera.” „Við eigum Haukana í næstu umferð og það er bara að öll verkefnin í þessari deild eru drulluerfið. Menn verða bara að selja sig dýrt fyrir því sem þeir eru að gera ef þeir ætla að fá eitthvað út úr þessum leikjum í þessari deild.“ „Við höfum greinilega ekki gert nóg af því. Við verðum bara að fara yfir okkur sjálfa og skoða hvað það er sem við þurfum að laga,” sagði Kristinn. Olís-deild karla
ÍBV og KA voru hnífjöfn í deildinni fyrir leik kvöldsins í Vestmannaeyjum. Bæði lið höfðu unnið 2, gert 2 jafntefli og tapað 4. Það var því mikið undir. KA menn settu tóninn strax í upphafi leiks og virtust grimmari og með skipulagið á hreinu á meðan Eyjamenn voru seinir úr blokkunum. KA skoraði fyrsta mark leiksins, ÍBV jafnaði á 2. mínútu en eftir það voru KA menn með yfirhöndina í leiknum og bjuggu sér til fínasta forskot snemma leiks. Einar Birgir Stefánsson og Tarik Kasumovic voru í góðum gír og fóru fyrir sínum mönnum. Jovan Kukobat var einnig í stuði milli stanganna og klukkaði hvern bolta á fætur öðrum. Leiðindaatvik varð um miðjan fyrri hálfleik þegar Allan Norðberg virtist fá hönd Hákons Daða Styrmissonar beint í andlitið og þurfti að gera hlé á leik meðan hlúið var að Allan. Hann var að lokum borinn af velli á börum og vonandi verður hann klár til leiks sem allra fyrst. Þrátt fyrir brotthvarf Allans héldu KA menn áfram að bæta í forskot sitt og þegar hálfleiksbjallan fór af stað leiddu þeir með 6 mörkum, 11-17. Það var ekki sjón að sjá lið ÍBV í fyrri hálfleiknum en þeir mættu grimmir til leiks og ljóst var að þeir ætluðu ekki að leyfa gestunum frá Akureyri fara auðveldlega út úr verkefninu. Sigurbergur Sveinsson fór í gang, ásamt Kristjáni Erni Kristjánssyni og Theodóri Sigurbjörnssyni og þeir herjuðu á lið KA. Þegar líða tók á seinni hálfleikinn söxuðu leikmenn ÍBV á forskot gestanna úr úr urðu hörku lokamínútur. Þegar 2. mínútur eftir lifðu leiks náðu Eyjamenn að minnka muninn niður í 1 mark. Í næstu sókn unnu þeir boltann aftur en klaufaskapur fram á við varð til þess að KA menn náðu boltanum og brunuðu í skyndisókn og munurinn aftur 2. mörk þegar innan við mínúta var eftir. Liðin skoruðu sitthvort markið en niðurstaðan tveggja marka sigur KA.Af hverju unnu KA? Einfaldlega rúlluðu yfir Eyjamenn fyrstu 30 mínútur leiksins og héldu takti í þeim síðari. Markvarsla til fyrirmyndar og vörnin góð. Það virkaði eilítið eins og það vanti hug og stemningu í Eyjaliðið, eitt af þeirra einkennismerkjum.Hvað gekk illa? Varnarleikur ÍBV var slakur í fyrri hálfleiknum. Batnaði í þeim síðari en mörkin mörg ódýr. Lykilmenn lengi, eða komust hreinlega ekki, í gang og langt frá sínu besta. Markvarsla einnig ábótavön.Hverjir stóðu uppúr? Í liði gestanna voru Tarik og Einar Birgir frábærir fram á við, með 7 mörk hvor. Einar með 100% nýtingu ásamt því að fiska 3 víti. Frábær leikur frá honum. Jovan í markinu var einnig öflugur en hann varði 17 skot í kvöld, þar af 2 víti. Í liði ÍBV skoraði Theodór 7 mörk líkt og kollegar hans, Kristján Örn 6 og Sigurbergur 5. Þess má geta að öll mörk Sigurbergs komu í síðari hálfleik.Hvað gerist næst? Eyjamenn mæta Haukum ytra en KA fá Val í heimsókn.Stefán: Fyrir ári síðan töpuðum við gegn ÍBV U „Við erum hrikalega ánægðir. Hvernig við komum í leikinn, hrikalega flott hugarfar strax frá byrjun. ÍBV reyndi ýmislegt í seinni hálfleik og skiptu um vörn eftir vörn en við hikstuðum aldrei. Héldum áfram og áfram, sýndum frábæran karakter,” sagði Stefán Árnason, þjálfari KA, í leikslok. „Jájá, að sjálfsögðu”, sagði Stefán spurður um stress í lok leiks. „ÍBV eru þekktir fyrir að bjóta leikinn upp og þeir gerðu það frábærlega þarna í 4-2 vörn og maður á mann. Þetta var smá basl um tíma en við fundum góðar lausnir. Ég er ánægður með hvað mínir menn eru stabílir og við létum aldrei slá okkur út af laginu.” Liðin voru hnífjöfn fyrir leik svo þetta var kærkominn sigur. „Virkilega kærkomið. Við erum virkilega ánægðir með það sem er í gangi hjá okkur. Við erum að berjast fyrir KA. Ég var að hugsa það fyrr í dag að fyrir sirka ári síðan komum við til Vestmannaeyja, spiluðum við ÍBV U og töpuðum. Það hefur mikið gerst á einu ári,” sagði Stefán.Kristinn: Menn verða að taka ábyrgð „Já, og líka bara hvernig þetta var,” sagði Kristinn Guðmundsson, einn þjálfara ÍBV, spurður hvort hann væri svekktur eftir leik kvöldsins. „Þetta var ljótt. Við lítum út eins og við séum á sama stað og í fyrri hálfleik á móti Gróttu sem var fyrsti leikur mótsins. Við virðumst ekki vera með á hreinu hvað við ætlum að gera, klukkum ekki varnarlega, lendum í bullandi vandræðum. Þeir skora þegar þeim sýnist. Maður hlýtur að spyrja sig að því hvað við erum að gera.” „Við erum bara að setja okkur í þessa stöðu, alltof oft. FH leikurinn var svolítið öðruvísi en heimaleikirnir okkar hafa verið svona. Við erum að bjóða fólkinu okkur upp á það að byrja þessa leiki virkilega illa.“ „Það er eins og við séum ennþá að bíða eftir að lenda úti í horni. Við erum komnir út í horn. Við erum að tapa trekk í trekk leikjum með þetta lið og við eigum bara að vera betri. Við þurfum bara að fara inn í klefa og og fara yfir það hvað það er sem vantar.” Eyjamenn hafa verið í mikilli lægð undanfarið. Kristinn hafði þetta að segja: „Menn verða bara að taka ábyrgð, þjálfarar og leikmenn. Við verðum að fara yfir það og taka góðan fund um það og komast að einhverjum lausnum. Það þýðir ekkert að fela sig núna.“ „Jafn gaman og það er að vinna leiki og jafn ömurlegt það er að tapa leikjum þá verða menn að vera menn í að rífa sig upp og koma til baka úr þessu. Þá á ég við þjálfarana og leikmenn og við þurfum að taka ábyrgð á því sem við erum að gera.” „Við eigum Haukana í næstu umferð og það er bara að öll verkefnin í þessari deild eru drulluerfið. Menn verða bara að selja sig dýrt fyrir því sem þeir eru að gera ef þeir ætla að fá eitthvað út úr þessum leikjum í þessari deild.“ „Við höfum greinilega ekki gert nóg af því. Við verðum bara að fara yfir okkur sjálfa og skoða hvað það er sem við þurfum að laga,” sagði Kristinn.