Opna neyðarskýli fyrir fimmtán unga fíkla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 19:30 Pláss verður fyrir fimmtán unga vímuefnaneytendur í nýju neyðarskýli við Grandagarð sem Reykjavíkurborg hyggst opna á næsta ári. Þá stendur til að opna athvarf fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknisjúkdóma. Borgarráð samþykkti kaup á húsnæði undir neyðarskýlið í dag. „Þetta er hugsað fyrir unga karla. Það eru fleiri í þeim hóp, ungir vímuefnaneytendur eru fleiri karlar en við höfum einnig samþykkt núna í fjárhagsáætlun að opna á næsta ári heimili fyrir tvígreindar konur sem eru þá konur á öllum aldri,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Ekki stendur til að gera breytingar á starfsemi gistiskýlisins við Lindargötu við opnun nýja gistiskýlisins að sögn Heiðu Bjargar en stefnt er að því að hægt verði að taka það í notkun um mánaðamótin mars, apríl. „Fram að þessari opnun þá ætlum við að reyna að sjá til þess að gistihúsið á Lindargötu anni þeirri eftirspurn sem er þannig að það standist að enginn þurfi að sofa hér utan dyra. En við vonumst til þess að þetta nýja neyðarskýli í rauninni bara létti aðeins á starfseminni þar.“ Ætlar hún að kostnaður vegna nýja skýlisins verði vel á annað hundrað milljónir og rekstrarkostnaður yfir hundrað milljónir á ári. Þá stendur yfir útboð í uppbyggingu smáhýsa fyrir heimilislausa sem koma á fyrir á nokkrum stöðum í borginni og verða tilboð opnuð um miðjan desember. „Við erum að festa lóðir, það verður kynnt sem sagt fyrir íbúum í kring þar sem að fyrirhugað verður að koma þeim fyrir fljótlega og við vonumst til þess að vera búin að koma þeim fyrir í mars, apríl á næsta ári,“ segir Heiða Björg. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Pláss verður fyrir fimmtán unga vímuefnaneytendur í nýju neyðarskýli við Grandagarð sem Reykjavíkurborg hyggst opna á næsta ári. Þá stendur til að opna athvarf fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknisjúkdóma. Borgarráð samþykkti kaup á húsnæði undir neyðarskýlið í dag. „Þetta er hugsað fyrir unga karla. Það eru fleiri í þeim hóp, ungir vímuefnaneytendur eru fleiri karlar en við höfum einnig samþykkt núna í fjárhagsáætlun að opna á næsta ári heimili fyrir tvígreindar konur sem eru þá konur á öllum aldri,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Ekki stendur til að gera breytingar á starfsemi gistiskýlisins við Lindargötu við opnun nýja gistiskýlisins að sögn Heiðu Bjargar en stefnt er að því að hægt verði að taka það í notkun um mánaðamótin mars, apríl. „Fram að þessari opnun þá ætlum við að reyna að sjá til þess að gistihúsið á Lindargötu anni þeirri eftirspurn sem er þannig að það standist að enginn þurfi að sofa hér utan dyra. En við vonumst til þess að þetta nýja neyðarskýli í rauninni bara létti aðeins á starfseminni þar.“ Ætlar hún að kostnaður vegna nýja skýlisins verði vel á annað hundrað milljónir og rekstrarkostnaður yfir hundrað milljónir á ári. Þá stendur yfir útboð í uppbyggingu smáhýsa fyrir heimilislausa sem koma á fyrir á nokkrum stöðum í borginni og verða tilboð opnuð um miðjan desember. „Við erum að festa lóðir, það verður kynnt sem sagt fyrir íbúum í kring þar sem að fyrirhugað verður að koma þeim fyrir fljótlega og við vonumst til þess að vera búin að koma þeim fyrir í mars, apríl á næsta ári,“ segir Heiða Björg.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira