Hitafundur í Downing stræti Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. nóvember 2018 19:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundar nú með ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Breska ríkisstjórnin fundar nú í Downing stræti 10 um drög að útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins en samninganefndir kláruðu drögin aðfaranótt þriðjudags. Á sjötta tímanum í dag var tilkynnt að Theresa May hafi hætt við fyrirhugaðan blaðamannafund sem átti að hefjast beint eftir ríkisstjórnarfundinn. Margir ráðherrar eru á mælendaskrá fundarins sem hefur valdið fyrrnefndum töfum enda um mikilvægt mál að ræða og margir sem vilja koma sínum skoðunum á framfæri. Stjórnmálaskýrendur í Bretlandi segja sumir hverjir að þetta sé til marks um að harðar rökræður eigi sér stað á fundinum. Heimildir The Guardian herma að hörðustu útgöngusinnarnir í Íhaldsflokknum íhugi að leggja fram vantrauststillögu á hendur May en þeir hafa í margar vikur hvatt hana til að breyta um stefnu í Brexit málum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Anton BrinkEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að verði sáttmálinn samþykktur í kvöld bíði Theresu May það erfiða verkefni að koma honum í gegn um breska þingið þar sem hún má reikna með mótstöðu úr öllum áttum. „Mér virðist þetta samkomulag ætla að sameina báðar fylkingarnar, með og á móti, gegn einmitt þessu sama samkomulagi,“ segir Eiríkur. „Útgöngusinnar eru á móti þessu samkomulagi á þeirri forsendu að það haldi Bretlandi inni í tollabandalaginu. Eitthvað sem var aðalforsendan fyrir útgöngunni.“ Þeir sem voru á móti útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu eru eðli málsins samkvæmt á móti úrgöngu. Þannig gætu fylkingarinar tvær leitt saman hesta sína og mögulega fellt samkomulagið. „Þá gerist annaðhvort af tvennu,“ segir Eiríkur. „Annaðhvort kemur fram frumvarp í þinginu um aðra atkvæðagreiðslu eða þá að Bretar fari einfaldlega út samningslausir í lok mars á næsta ári.“ Tengdar fréttir Fá mál sögð standa í vegi útgöngusamnings Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru stærsta málið sem enn er óleyst. 13. nóvember 2018 16:26 Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin 10. nóvember 2018 10:00 Drög að Brexit-samkomulagi í höfn: May mun funda einslega með ráðherrum í kvöld Er því haldið fram að ráðherrarnir þurfi að ákveða hvort þeir geti stutt samkomulagið, ef ekki þurfi þeir að segja af sér. 13. nóvember 2018 17:20 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Breska ríkisstjórnin fundar nú í Downing stræti 10 um drög að útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins en samninganefndir kláruðu drögin aðfaranótt þriðjudags. Á sjötta tímanum í dag var tilkynnt að Theresa May hafi hætt við fyrirhugaðan blaðamannafund sem átti að hefjast beint eftir ríkisstjórnarfundinn. Margir ráðherrar eru á mælendaskrá fundarins sem hefur valdið fyrrnefndum töfum enda um mikilvægt mál að ræða og margir sem vilja koma sínum skoðunum á framfæri. Stjórnmálaskýrendur í Bretlandi segja sumir hverjir að þetta sé til marks um að harðar rökræður eigi sér stað á fundinum. Heimildir The Guardian herma að hörðustu útgöngusinnarnir í Íhaldsflokknum íhugi að leggja fram vantrauststillögu á hendur May en þeir hafa í margar vikur hvatt hana til að breyta um stefnu í Brexit málum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Anton BrinkEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að verði sáttmálinn samþykktur í kvöld bíði Theresu May það erfiða verkefni að koma honum í gegn um breska þingið þar sem hún má reikna með mótstöðu úr öllum áttum. „Mér virðist þetta samkomulag ætla að sameina báðar fylkingarnar, með og á móti, gegn einmitt þessu sama samkomulagi,“ segir Eiríkur. „Útgöngusinnar eru á móti þessu samkomulagi á þeirri forsendu að það haldi Bretlandi inni í tollabandalaginu. Eitthvað sem var aðalforsendan fyrir útgöngunni.“ Þeir sem voru á móti útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu eru eðli málsins samkvæmt á móti úrgöngu. Þannig gætu fylkingarinar tvær leitt saman hesta sína og mögulega fellt samkomulagið. „Þá gerist annaðhvort af tvennu,“ segir Eiríkur. „Annaðhvort kemur fram frumvarp í þinginu um aðra atkvæðagreiðslu eða þá að Bretar fari einfaldlega út samningslausir í lok mars á næsta ári.“
Tengdar fréttir Fá mál sögð standa í vegi útgöngusamnings Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru stærsta málið sem enn er óleyst. 13. nóvember 2018 16:26 Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin 10. nóvember 2018 10:00 Drög að Brexit-samkomulagi í höfn: May mun funda einslega með ráðherrum í kvöld Er því haldið fram að ráðherrarnir þurfi að ákveða hvort þeir geti stutt samkomulagið, ef ekki þurfi þeir að segja af sér. 13. nóvember 2018 17:20 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Fá mál sögð standa í vegi útgöngusamnings Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru stærsta málið sem enn er óleyst. 13. nóvember 2018 16:26
Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin 10. nóvember 2018 10:00
Drög að Brexit-samkomulagi í höfn: May mun funda einslega með ráðherrum í kvöld Er því haldið fram að ráðherrarnir þurfi að ákveða hvort þeir geti stutt samkomulagið, ef ekki þurfi þeir að segja af sér. 13. nóvember 2018 17:20
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent