Hitafundur í Downing stræti Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. nóvember 2018 19:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundar nú með ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Breska ríkisstjórnin fundar nú í Downing stræti 10 um drög að útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins en samninganefndir kláruðu drögin aðfaranótt þriðjudags. Á sjötta tímanum í dag var tilkynnt að Theresa May hafi hætt við fyrirhugaðan blaðamannafund sem átti að hefjast beint eftir ríkisstjórnarfundinn. Margir ráðherrar eru á mælendaskrá fundarins sem hefur valdið fyrrnefndum töfum enda um mikilvægt mál að ræða og margir sem vilja koma sínum skoðunum á framfæri. Stjórnmálaskýrendur í Bretlandi segja sumir hverjir að þetta sé til marks um að harðar rökræður eigi sér stað á fundinum. Heimildir The Guardian herma að hörðustu útgöngusinnarnir í Íhaldsflokknum íhugi að leggja fram vantrauststillögu á hendur May en þeir hafa í margar vikur hvatt hana til að breyta um stefnu í Brexit málum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Anton BrinkEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að verði sáttmálinn samþykktur í kvöld bíði Theresu May það erfiða verkefni að koma honum í gegn um breska þingið þar sem hún má reikna með mótstöðu úr öllum áttum. „Mér virðist þetta samkomulag ætla að sameina báðar fylkingarnar, með og á móti, gegn einmitt þessu sama samkomulagi,“ segir Eiríkur. „Útgöngusinnar eru á móti þessu samkomulagi á þeirri forsendu að það haldi Bretlandi inni í tollabandalaginu. Eitthvað sem var aðalforsendan fyrir útgöngunni.“ Þeir sem voru á móti útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu eru eðli málsins samkvæmt á móti úrgöngu. Þannig gætu fylkingarinar tvær leitt saman hesta sína og mögulega fellt samkomulagið. „Þá gerist annaðhvort af tvennu,“ segir Eiríkur. „Annaðhvort kemur fram frumvarp í þinginu um aðra atkvæðagreiðslu eða þá að Bretar fari einfaldlega út samningslausir í lok mars á næsta ári.“ Tengdar fréttir Fá mál sögð standa í vegi útgöngusamnings Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru stærsta málið sem enn er óleyst. 13. nóvember 2018 16:26 Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin 10. nóvember 2018 10:00 Drög að Brexit-samkomulagi í höfn: May mun funda einslega með ráðherrum í kvöld Er því haldið fram að ráðherrarnir þurfi að ákveða hvort þeir geti stutt samkomulagið, ef ekki þurfi þeir að segja af sér. 13. nóvember 2018 17:20 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Breska ríkisstjórnin fundar nú í Downing stræti 10 um drög að útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins en samninganefndir kláruðu drögin aðfaranótt þriðjudags. Á sjötta tímanum í dag var tilkynnt að Theresa May hafi hætt við fyrirhugaðan blaðamannafund sem átti að hefjast beint eftir ríkisstjórnarfundinn. Margir ráðherrar eru á mælendaskrá fundarins sem hefur valdið fyrrnefndum töfum enda um mikilvægt mál að ræða og margir sem vilja koma sínum skoðunum á framfæri. Stjórnmálaskýrendur í Bretlandi segja sumir hverjir að þetta sé til marks um að harðar rökræður eigi sér stað á fundinum. Heimildir The Guardian herma að hörðustu útgöngusinnarnir í Íhaldsflokknum íhugi að leggja fram vantrauststillögu á hendur May en þeir hafa í margar vikur hvatt hana til að breyta um stefnu í Brexit málum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Anton BrinkEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að verði sáttmálinn samþykktur í kvöld bíði Theresu May það erfiða verkefni að koma honum í gegn um breska þingið þar sem hún má reikna með mótstöðu úr öllum áttum. „Mér virðist þetta samkomulag ætla að sameina báðar fylkingarnar, með og á móti, gegn einmitt þessu sama samkomulagi,“ segir Eiríkur. „Útgöngusinnar eru á móti þessu samkomulagi á þeirri forsendu að það haldi Bretlandi inni í tollabandalaginu. Eitthvað sem var aðalforsendan fyrir útgöngunni.“ Þeir sem voru á móti útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu eru eðli málsins samkvæmt á móti úrgöngu. Þannig gætu fylkingarinar tvær leitt saman hesta sína og mögulega fellt samkomulagið. „Þá gerist annaðhvort af tvennu,“ segir Eiríkur. „Annaðhvort kemur fram frumvarp í þinginu um aðra atkvæðagreiðslu eða þá að Bretar fari einfaldlega út samningslausir í lok mars á næsta ári.“
Tengdar fréttir Fá mál sögð standa í vegi útgöngusamnings Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru stærsta málið sem enn er óleyst. 13. nóvember 2018 16:26 Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin 10. nóvember 2018 10:00 Drög að Brexit-samkomulagi í höfn: May mun funda einslega með ráðherrum í kvöld Er því haldið fram að ráðherrarnir þurfi að ákveða hvort þeir geti stutt samkomulagið, ef ekki þurfi þeir að segja af sér. 13. nóvember 2018 17:20 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Fá mál sögð standa í vegi útgöngusamnings Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru stærsta málið sem enn er óleyst. 13. nóvember 2018 16:26
Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin 10. nóvember 2018 10:00
Drög að Brexit-samkomulagi í höfn: May mun funda einslega með ráðherrum í kvöld Er því haldið fram að ráðherrarnir þurfi að ákveða hvort þeir geti stutt samkomulagið, ef ekki þurfi þeir að segja af sér. 13. nóvember 2018 17:20