Segja Boeing hafa þagað um gallann Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. nóvember 2018 11:49 Icelandair tók í notkun Boeing 737 Max 8-vélar fyrr á þessu ári. VÍSIR/JÓHANN K. Flugvélaframleiðandi Boeing er sagður hafa setið á upplýsingum um gallann sem talinn er hafa valdið því að 737 Max-vél Lion Air fórst í lok síðasta mánaðar. Þetta er haft eftir flugöryggisérfræðingum sem rannsaka hrap vélarinnar, starfsmönnum flugumferðarstjórnar Bandaríkjanna og flugmönnum á vef Wall Street Journal. Boeing 737 Max 8 og Max 9-vélarnar eru búnar nemum sem greina hvort flugmenn slysist til að hækka flugið óeðlilega hratt. Vélin grípur þá sjálf inn í og lækkar flugið en fyrrnefndur galli leiðir til þess að það sé gert með slíku offorsi að flugmennirnir eiga í mestu vandræðum með að rétta vélina af aftur.Sjá einnig: Skýrt í handbókum hvernig bregðast skuli við bili mælar Fram kom í leiðbeiningum sem Boeing sendi notendum Max-vélanna, til að mynda Icelandair eins og Vísir greindi frá í liðinni viku, að hin sjálfvirka lækkun geti því orsakað snarpa dýfu og jafnvel brotlendingu - meira að segja þegar flugmennirnir fara sjálfir með stjórn vélarinnar og búast ekki við því að sjálfstýring hennar grípi í taumana. Þessi viðvörun er sögð hafa komið flatt upp á marga flugmenn sem flogið hafa nýjustu Max-vélunum. Flugöryggissérfræðingarnir sem rannsaka hrap fyrrnefndrar Lion Air-vélar segja að Boeing hafi þannig ekki tjáð flugfélögum, flugumferðarstjórnum eða flugfélögum að þessum eiginleika hafi verið bætt í Max-vélarnar. Því hafi fáir verið í stakk búnir til að takast á við hina mögulegu hættu sem af þessari sjálfvirku íhlutun gæti skapast.Rannsakendur greina brot úr vél Lion Air, sem fórst með 189 manns innanborðs.Getty/Bay IsmoyoÁ vef Wall Street Journal er Boeing sagt hafa drepið á því í kynningarefni sínu fyrir nýju vélarnar að flugmenn, sem flogið hefðu eldri útgáfum vélanna, þyrftu ekki að setjast aftur á skólabekk til að mega fljúga Max 8 og 9. Haft er eftir einum háttsettum starfsmanni Boeing að ákveðið hafi verið að sitja á ýmsum tæknilegum - og að þeirra mati óþarfa - smáatriðum um nýju vélarnar, því fyrirtækið óttaðist að of mikið af upplýsingum myndu aðeins rugla hinn venjulega flugmann í ríminu. Í fyrri útgáfum 737-vélanna er þó einnig að finna búnað sem grípur inn í þegar flugið hækkar of mikið. Ólíkt nýju Max 8 og 9 lækka hins vegar eldri vélarnar ekki flugið þegar slökkt er á öðrum eiginleikum sjálfstýringarinnar. Í handbókum með eldri vélunum má að sama skapi finna leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast við mögulegum vandamálum sem upp geta komið vegna þessarar íhlutunar og var flugmönnum gert að leggja þær á minnið. Kröfur um slíkan páfagaukalærdóm eru þó sagðar hvergi sjáanlegar í handbókum Max 8-vélanna. Viðmælendur Wall Street Journal, eins og forseti flugmannasamtaka Southwest Airlines, eru æfir og segja óboðlegt að Boeing hafi gert lítið úr þessari viðbót nýju vélanna. Nú skipti öllu máli að sjá til þess að flugvélaframleiðandinn sitji ekki á fleiri, mikilvægum upplýsingum. Í samtali við fréttastofu fyrir helgi sagði þjálfunarstjóri Icelandair að það væri þó óþarfi að óttast. Skýrar verklagsreglur séu til um vinnuferla komi bilun upp í búnaðinum sem um ræðir. Væri um alvarlega bilun að ræða væru flugmálayfirvöld þar að auki búin að kyrrsetja vélarnar um allan heim, en alls eru rúmlega 200 Boeing 737 Max 8 og 9-vélar í notkun. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Skýrt í handbókum hvernig bregðast skuli við bili mælar Ef um alvarlega bilun væri að ræða væri búið að kyrrsetja vélarnar um allan heim. 7. nóvember 2018 20:45 Hafa fundið annan flugrita flugvélarinnar Um er að ræða flugritann sem heldur utan um gögn eins og hæð, hraða og stefnu flugvélarinnar og á eftir að finna flugritann sem tekur upp samtöl áhafnarinnar. 1. nóvember 2018 08:03 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Flugvélaframleiðandi Boeing er sagður hafa setið á upplýsingum um gallann sem talinn er hafa valdið því að 737 Max-vél Lion Air fórst í lok síðasta mánaðar. Þetta er haft eftir flugöryggisérfræðingum sem rannsaka hrap vélarinnar, starfsmönnum flugumferðarstjórnar Bandaríkjanna og flugmönnum á vef Wall Street Journal. Boeing 737 Max 8 og Max 9-vélarnar eru búnar nemum sem greina hvort flugmenn slysist til að hækka flugið óeðlilega hratt. Vélin grípur þá sjálf inn í og lækkar flugið en fyrrnefndur galli leiðir til þess að það sé gert með slíku offorsi að flugmennirnir eiga í mestu vandræðum með að rétta vélina af aftur.Sjá einnig: Skýrt í handbókum hvernig bregðast skuli við bili mælar Fram kom í leiðbeiningum sem Boeing sendi notendum Max-vélanna, til að mynda Icelandair eins og Vísir greindi frá í liðinni viku, að hin sjálfvirka lækkun geti því orsakað snarpa dýfu og jafnvel brotlendingu - meira að segja þegar flugmennirnir fara sjálfir með stjórn vélarinnar og búast ekki við því að sjálfstýring hennar grípi í taumana. Þessi viðvörun er sögð hafa komið flatt upp á marga flugmenn sem flogið hafa nýjustu Max-vélunum. Flugöryggissérfræðingarnir sem rannsaka hrap fyrrnefndrar Lion Air-vélar segja að Boeing hafi þannig ekki tjáð flugfélögum, flugumferðarstjórnum eða flugfélögum að þessum eiginleika hafi verið bætt í Max-vélarnar. Því hafi fáir verið í stakk búnir til að takast á við hina mögulegu hættu sem af þessari sjálfvirku íhlutun gæti skapast.Rannsakendur greina brot úr vél Lion Air, sem fórst með 189 manns innanborðs.Getty/Bay IsmoyoÁ vef Wall Street Journal er Boeing sagt hafa drepið á því í kynningarefni sínu fyrir nýju vélarnar að flugmenn, sem flogið hefðu eldri útgáfum vélanna, þyrftu ekki að setjast aftur á skólabekk til að mega fljúga Max 8 og 9. Haft er eftir einum háttsettum starfsmanni Boeing að ákveðið hafi verið að sitja á ýmsum tæknilegum - og að þeirra mati óþarfa - smáatriðum um nýju vélarnar, því fyrirtækið óttaðist að of mikið af upplýsingum myndu aðeins rugla hinn venjulega flugmann í ríminu. Í fyrri útgáfum 737-vélanna er þó einnig að finna búnað sem grípur inn í þegar flugið hækkar of mikið. Ólíkt nýju Max 8 og 9 lækka hins vegar eldri vélarnar ekki flugið þegar slökkt er á öðrum eiginleikum sjálfstýringarinnar. Í handbókum með eldri vélunum má að sama skapi finna leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast við mögulegum vandamálum sem upp geta komið vegna þessarar íhlutunar og var flugmönnum gert að leggja þær á minnið. Kröfur um slíkan páfagaukalærdóm eru þó sagðar hvergi sjáanlegar í handbókum Max 8-vélanna. Viðmælendur Wall Street Journal, eins og forseti flugmannasamtaka Southwest Airlines, eru æfir og segja óboðlegt að Boeing hafi gert lítið úr þessari viðbót nýju vélanna. Nú skipti öllu máli að sjá til þess að flugvélaframleiðandinn sitji ekki á fleiri, mikilvægum upplýsingum. Í samtali við fréttastofu fyrir helgi sagði þjálfunarstjóri Icelandair að það væri þó óþarfi að óttast. Skýrar verklagsreglur séu til um vinnuferla komi bilun upp í búnaðinum sem um ræðir. Væri um alvarlega bilun að ræða væru flugmálayfirvöld þar að auki búin að kyrrsetja vélarnar um allan heim, en alls eru rúmlega 200 Boeing 737 Max 8 og 9-vélar í notkun.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Skýrt í handbókum hvernig bregðast skuli við bili mælar Ef um alvarlega bilun væri að ræða væri búið að kyrrsetja vélarnar um allan heim. 7. nóvember 2018 20:45 Hafa fundið annan flugrita flugvélarinnar Um er að ræða flugritann sem heldur utan um gögn eins og hæð, hraða og stefnu flugvélarinnar og á eftir að finna flugritann sem tekur upp samtöl áhafnarinnar. 1. nóvember 2018 08:03 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Skýrt í handbókum hvernig bregðast skuli við bili mælar Ef um alvarlega bilun væri að ræða væri búið að kyrrsetja vélarnar um allan heim. 7. nóvember 2018 20:45
Hafa fundið annan flugrita flugvélarinnar Um er að ræða flugritann sem heldur utan um gögn eins og hæð, hraða og stefnu flugvélarinnar og á eftir að finna flugritann sem tekur upp samtöl áhafnarinnar. 1. nóvember 2018 08:03