Tala látinna hækkar og yfir 200 manns saknað í Kaliforníu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 07:41 Brunarústir í grennd við Malibu í Kaliforníu, þar sem Woolsey-eldurinn geisar. EPA/MIKE NELSON Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. Þetta sagði Kory Honea, lögreglustjóri í Butte-sýslu í norðurhluta Kaliforníu, á blaðamannafundi seint í gærkvöldi að bandarískum tíma.Sjá einnig: Draumur Íslendings í Paradís lifir enn Sex til viðbótar hafa fundist látnir af völdum Camp-eldsins í norðurhluta ríkisins, sem lagt hefur bæinn Paradise í rúst. Samtals hafa því 29 látist vegna eldanna í og við bæinn. Jafnmargir hafa nú farist í Camp-eldinum og í mannskæðasta eldsvoða ríkisins frá upphafi, Griffith Park-eldinum árið 1933. Tveir eru auk þess látnir vegna Woolsey-eldsins sem logar í grennd við Los Angeles. Samkvæmt frétt BBC hafa um 250 þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Kaliforníu vegna eldanna. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur hvatt Donald Trump Bandaríkjaforseta til að lýsa yfir hamfaraástandi í ríkinu, sem myndi tryggja viðbragðsaðilum frekara fjármagn frá alríkinu. Trump hefur þó kennt yfirvöldum í Kaliforníu um umfang eldanna. Hann lýsti því yfir um helgina að stjórnun á skóglendinu væri ábótavant og því hefðu eldarnir breiðst svo hratt út. Þá hefur hann hótað að stöðva fjárútlát til ríkisins í baráttu við eldana. Bandaríkin Donald Trump Skógareldar Tengdar fréttir Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05 Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30 Bachelor-höllin brennur Meðal þess sem hefur orðið miklum skógareldum sem geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna að bráð er Bachelor-höllin svokallaða þar sem hinir vinsælu Bachelor raunveruleikaþættir eru teknir upp að hluta. 10. nóvember 2018 09:04 Draumur Íslendings í Paradís lifir enn Anton Axelsson, Íslendingur sem rekur veitingastað í Paradís í Kaliforníu þar sem gríðarlegir skógareldar geysa, segist aldrei hafa séð annað eins. 11. nóvember 2018 23:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. Þetta sagði Kory Honea, lögreglustjóri í Butte-sýslu í norðurhluta Kaliforníu, á blaðamannafundi seint í gærkvöldi að bandarískum tíma.Sjá einnig: Draumur Íslendings í Paradís lifir enn Sex til viðbótar hafa fundist látnir af völdum Camp-eldsins í norðurhluta ríkisins, sem lagt hefur bæinn Paradise í rúst. Samtals hafa því 29 látist vegna eldanna í og við bæinn. Jafnmargir hafa nú farist í Camp-eldinum og í mannskæðasta eldsvoða ríkisins frá upphafi, Griffith Park-eldinum árið 1933. Tveir eru auk þess látnir vegna Woolsey-eldsins sem logar í grennd við Los Angeles. Samkvæmt frétt BBC hafa um 250 þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Kaliforníu vegna eldanna. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur hvatt Donald Trump Bandaríkjaforseta til að lýsa yfir hamfaraástandi í ríkinu, sem myndi tryggja viðbragðsaðilum frekara fjármagn frá alríkinu. Trump hefur þó kennt yfirvöldum í Kaliforníu um umfang eldanna. Hann lýsti því yfir um helgina að stjórnun á skóglendinu væri ábótavant og því hefðu eldarnir breiðst svo hratt út. Þá hefur hann hótað að stöðva fjárútlát til ríkisins í baráttu við eldana.
Bandaríkin Donald Trump Skógareldar Tengdar fréttir Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05 Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30 Bachelor-höllin brennur Meðal þess sem hefur orðið miklum skógareldum sem geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna að bráð er Bachelor-höllin svokallaða þar sem hinir vinsælu Bachelor raunveruleikaþættir eru teknir upp að hluta. 10. nóvember 2018 09:04 Draumur Íslendings í Paradís lifir enn Anton Axelsson, Íslendingur sem rekur veitingastað í Paradís í Kaliforníu þar sem gríðarlegir skógareldar geysa, segist aldrei hafa séð annað eins. 11. nóvember 2018 23:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05
Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30
Bachelor-höllin brennur Meðal þess sem hefur orðið miklum skógareldum sem geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna að bráð er Bachelor-höllin svokallaða þar sem hinir vinsælu Bachelor raunveruleikaþættir eru teknir upp að hluta. 10. nóvember 2018 09:04
Draumur Íslendings í Paradís lifir enn Anton Axelsson, Íslendingur sem rekur veitingastað í Paradís í Kaliforníu þar sem gríðarlegir skógareldar geysa, segist aldrei hafa séð annað eins. 11. nóvember 2018 23:00