"Paradís er horfin“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2018 08:00 Það er ekki mikið eftir af þessu hverfi í Paradís í Kaliforníu. Getty/Justin Sullivan Rex Stewart, íbúi í bænum Paradís í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum, var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa.New York Times ræddi við Stewarten hann starfaði lengst af sem smiður þar sem hann vann við að byggja upp bæinn sem er við rætur Sierra Nevada fjallgarðsins.Stewart komst undan eldunum sem eru með þeim mannskæðustu í sögu ríkisins. Þegar blaðamaður Times ræddi við hann stóð hann fyrir utan neyðarskýli þar sem hann var klæddur aleigu sinni. Vetrarjakka og húfu.„Paradís er horfin,“ sagði Stewart. „Það er ekkert eftir.“Segja má að Kalifornía logi þar sem þrír skógareldar geisa í ríkinu, bæði í norður- og suðurhluta þess en hundruð þúsunda hafa þurft að flýja eldana. Í Paradís hefur Camp-eldurinn, eins og hann er kallaður, eyðilagt 6.700 íbúðar- og atvinnuhúsnæði í bænum. Gjörónýtir bílar í röðum eftir veginum frá Paradís.Getty/Justin SullivanEldurinn nálgaðist Paradís svo hratt að margir íbúanna 26.000 áttu fótum sínum fjör að launa eftir eina veginum sem liggur úr fjallabænum. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna þá skelfingu sem greip um sig er íbúar keyrðu eftir veginum með eldana báðum megin við veginn. Alls hafa 25 fundist látnir, þar af 23 í og við Paradís. Flestir þeirra hafa fundist í eða við bíla sína en auk þeirra sem hafa farist er tugi manna saknað. Í frétt New York Times sjá myndir af bráðnum bílum en í fréttinni er einnig rætt við séra Ron Zimmer sem tók á móti fjölmörgum af þeim sem náði að flýja eldana. „Við vorum að bíla þar sem plastið á ytra byrðinu var bráðnað og stuðararnir voru bara farnir,“ sagði Zimmer. Fæstir þeirra sem hann ræddi við gera ráð fyrir að eitthvað sé eftir af heimilum þeirra.Í frétt BBC segir að gert sé ráð fyrir að ekkert lát verði á eldunum þar sem veðuraðstæður, þurrt loft og hvassviðri, séu hagstæðar eldunum og þannig muni ástandið vera fram í vikuna sem var að hefjast. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05 Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11 Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt 10. nóvember 2018 19:30 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Rex Stewart, íbúi í bænum Paradís í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum, var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa.New York Times ræddi við Stewarten hann starfaði lengst af sem smiður þar sem hann vann við að byggja upp bæinn sem er við rætur Sierra Nevada fjallgarðsins.Stewart komst undan eldunum sem eru með þeim mannskæðustu í sögu ríkisins. Þegar blaðamaður Times ræddi við hann stóð hann fyrir utan neyðarskýli þar sem hann var klæddur aleigu sinni. Vetrarjakka og húfu.„Paradís er horfin,“ sagði Stewart. „Það er ekkert eftir.“Segja má að Kalifornía logi þar sem þrír skógareldar geisa í ríkinu, bæði í norður- og suðurhluta þess en hundruð þúsunda hafa þurft að flýja eldana. Í Paradís hefur Camp-eldurinn, eins og hann er kallaður, eyðilagt 6.700 íbúðar- og atvinnuhúsnæði í bænum. Gjörónýtir bílar í röðum eftir veginum frá Paradís.Getty/Justin SullivanEldurinn nálgaðist Paradís svo hratt að margir íbúanna 26.000 áttu fótum sínum fjör að launa eftir eina veginum sem liggur úr fjallabænum. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna þá skelfingu sem greip um sig er íbúar keyrðu eftir veginum með eldana báðum megin við veginn. Alls hafa 25 fundist látnir, þar af 23 í og við Paradís. Flestir þeirra hafa fundist í eða við bíla sína en auk þeirra sem hafa farist er tugi manna saknað. Í frétt New York Times sjá myndir af bráðnum bílum en í fréttinni er einnig rætt við séra Ron Zimmer sem tók á móti fjölmörgum af þeim sem náði að flýja eldana. „Við vorum að bíla þar sem plastið á ytra byrðinu var bráðnað og stuðararnir voru bara farnir,“ sagði Zimmer. Fæstir þeirra sem hann ræddi við gera ráð fyrir að eitthvað sé eftir af heimilum þeirra.Í frétt BBC segir að gert sé ráð fyrir að ekkert lát verði á eldunum þar sem veðuraðstæður, þurrt loft og hvassviðri, séu hagstæðar eldunum og þannig muni ástandið vera fram í vikuna sem var að hefjast.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05 Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11 Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt 10. nóvember 2018 19:30 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05
Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11
Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt 10. nóvember 2018 19:30
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent