Körfubolti

Körfuboltakvöld: Sverrir Þór brjálast

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Sverrir var ekkert alltof sáttur með varnarleik sinna manna.
Sverrir var ekkert alltof sáttur með varnarleik sinna manna.
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur var alls ekki sáttur með varnarleik sinna manna gegn Breiðablik í Dominos-deild karla á fimmtudaginn síðastliðinn.



Vörn Keflavíkur var ekki góð í fyrri hálfleik og var Sverrir duglegur að láta sína menn heyra það.



„Mér fannst menn bara hreinlega latir. Ég hefði getað farið þarna inn á og gert helmingi betur. Það væri sorglegt en ég hefði allavega nennt þessu,“ sagði Sverrir t.a.m. eftir leikinn.



Á einu augnabliki í leiknum varð Sverrir hreinlega öskurreiður út í varnarleik sinna manna og öskraði hann vel á þá, ásamt því að sparka í stólinn sinn.



Sérfræðingar Körfuboltakvölds sýndu þegar Sverrir brjálaðist og upp kom stutt og skemmtileg saga frá Jóni Halldóri um Kristin Friðriksson þegar hann brjálaðist.



„Þetta var þannig að Kiddi snéri sig á æfingu og húsvörðurinn í íþróttahúsinu í Keflavík var beðinn um að sækja kælipoka, og hann náði í kælipoka og kemur með hann. Þetta var svona poki sem þú þurfti að kýla í til að sprengja þá. Kiddi segir við hann að hann þurfi að sprengja pokann. Þá tók gamli karlinn upp vasahníf og stakk í hann. Ég var að horfa á æfingu og hann missti það. Hann gjörsamlega froðufellti,“ sagði Jón Halldór.



„Þetta er mögulega besta atvikið á ferlinum,"“ sagði Kristinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×