Innherjar víða Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 08:00 Fréttablaðið greindi í október frá skipan starfshóps með fulltrúum forsætis- og fjármálaráðuneytis og Seðlabankans. Starfshópurinn vann svokallaða sviðsmyndagreiningu vegna mögulegra áfalla í rekstri Wow Air. Á mannamáli voru stjórnvöld að skoða hvaða afleiðingar gjaldþrot Wow hefði á þjóðarbúið. Niðurstöðurnar voru að gjaldþrot félagsins gæti leitt til að landsframleiðsla drægist saman um tæp þrjú prósent og gengi krónunnar gæti veikst um allt að 13 prósent á næsta ári. Til samanburðar gerði spá Hagstofunnar og Seðlabankans ráð fyrir 2,7 prósenta hagvexti og að gengi krónunnar héldist stöðugt. Fram kom að fall Wow gæti orðið til þess að útflutningur drægist saman um tíu prósent, verðbólga hækkaði um þrjú prósent – færi hátt í sex prósent – og að um 1.400 manns bættust á atvinnuleysisskrá. Þetta væri grafalvarleg staða. Erfiðleikar Wow hafa verið til umræðu. Framangreindar upplýsingar lýsa hversu mikil áhrif áföll stórra fyrirtækja hafa á okkar litla hagkerfi. Vonandi tekst að koma rekstri íslenskra flugfélaga í skjól og verja þau mikilvægu störf sem þar eru unnin, og þau fjölmörgu afleiddu störf sem þau skapa. Fjölmörgum spurningum er þó ósvarað þegar litið er yfir atburðarásina. Icelandair, sem hefur keypt Wow, er skráð félag í Kauphöllinni. Eigendur þess eru lífeyrissjóðir, fagfjárfestar og almenningur. Hjá skráðum félögum er gert ráð fyrir að allir sem hlut eiga að máli fái sömu upplýsingar á sama tíma. Var það svo? Fréttablaðið greindi nýlega frá fundarhöldum um vanda flugfélaga, sem stjórnmálamenn og embættismenn tóku þátt í. Hvaða upplýsingar voru veittar á þeim fundum? Og hvaða upplýsingar hafði starfshópurinn sem vann sviðsmyndagreininguna? Forsætisráðherra ræddi kaup Icelandair á Wow í viðtali í vikunni og sagðist ekki geta sagt að þetta hefði komið sér á óvart og auðvitað „höfum við fylgst grannt með þessum málum um nokkurt skeið“. Forsætisráðherra verður að upplýsa hvaða upplýsingar hún hafði. Kaupin komu almennum fjárfestum á óvart, en ekki forsætisráðherra. Hlutabréf Icelandair hækkuðu um tæplega 40% á dagsparti. Hverju hafði forsætisráðherra fylgst svona grannt með? Hafði ríkisstjórnin meiri upplýsingar en eigendur fyrirtækisins? Forsætisráðherra segir „við“. Hverjir eru við? Getur verið að innherjaupplýsingar hafi verið meðal fólks sem ekki var skráð sem innherjar? Af fréttum er ljóst að ekki ber öllum saman um aðdraganda og tímalínu kaupanna. Það er umhugsunarefni. Hluthafar Iclandair hljóta að spyrja af hverju opið var fyrir viðskipti með bréf félagsins að morgni 5. nóvember í ljósi þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir. Seðlabankinn tók þátt í sviðsmyndagreiningunni. Bankinn hafði gert ráð fyrir stöðugu gengi íslensku krónunnar í náinni framtíð. Íslenska krónan hefur hins vegar fallið eins og steinn samfara vinnunni við úrlausn vanda flugfélaganna. Því er eðlilegt að spyrja: Var veiking íslensku krónunnar hluti af björgunaraðgerðum stjórnvalda? Frá ágústbyrjun hefur gengi krónunnar fallið yfir 10%. Var það ákvörðun stjórnvalda að fella gengi íslensku krónunnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi í október frá skipan starfshóps með fulltrúum forsætis- og fjármálaráðuneytis og Seðlabankans. Starfshópurinn vann svokallaða sviðsmyndagreiningu vegna mögulegra áfalla í rekstri Wow Air. Á mannamáli voru stjórnvöld að skoða hvaða afleiðingar gjaldþrot Wow hefði á þjóðarbúið. Niðurstöðurnar voru að gjaldþrot félagsins gæti leitt til að landsframleiðsla drægist saman um tæp þrjú prósent og gengi krónunnar gæti veikst um allt að 13 prósent á næsta ári. Til samanburðar gerði spá Hagstofunnar og Seðlabankans ráð fyrir 2,7 prósenta hagvexti og að gengi krónunnar héldist stöðugt. Fram kom að fall Wow gæti orðið til þess að útflutningur drægist saman um tíu prósent, verðbólga hækkaði um þrjú prósent – færi hátt í sex prósent – og að um 1.400 manns bættust á atvinnuleysisskrá. Þetta væri grafalvarleg staða. Erfiðleikar Wow hafa verið til umræðu. Framangreindar upplýsingar lýsa hversu mikil áhrif áföll stórra fyrirtækja hafa á okkar litla hagkerfi. Vonandi tekst að koma rekstri íslenskra flugfélaga í skjól og verja þau mikilvægu störf sem þar eru unnin, og þau fjölmörgu afleiddu störf sem þau skapa. Fjölmörgum spurningum er þó ósvarað þegar litið er yfir atburðarásina. Icelandair, sem hefur keypt Wow, er skráð félag í Kauphöllinni. Eigendur þess eru lífeyrissjóðir, fagfjárfestar og almenningur. Hjá skráðum félögum er gert ráð fyrir að allir sem hlut eiga að máli fái sömu upplýsingar á sama tíma. Var það svo? Fréttablaðið greindi nýlega frá fundarhöldum um vanda flugfélaga, sem stjórnmálamenn og embættismenn tóku þátt í. Hvaða upplýsingar voru veittar á þeim fundum? Og hvaða upplýsingar hafði starfshópurinn sem vann sviðsmyndagreininguna? Forsætisráðherra ræddi kaup Icelandair á Wow í viðtali í vikunni og sagðist ekki geta sagt að þetta hefði komið sér á óvart og auðvitað „höfum við fylgst grannt með þessum málum um nokkurt skeið“. Forsætisráðherra verður að upplýsa hvaða upplýsingar hún hafði. Kaupin komu almennum fjárfestum á óvart, en ekki forsætisráðherra. Hlutabréf Icelandair hækkuðu um tæplega 40% á dagsparti. Hverju hafði forsætisráðherra fylgst svona grannt með? Hafði ríkisstjórnin meiri upplýsingar en eigendur fyrirtækisins? Forsætisráðherra segir „við“. Hverjir eru við? Getur verið að innherjaupplýsingar hafi verið meðal fólks sem ekki var skráð sem innherjar? Af fréttum er ljóst að ekki ber öllum saman um aðdraganda og tímalínu kaupanna. Það er umhugsunarefni. Hluthafar Iclandair hljóta að spyrja af hverju opið var fyrir viðskipti með bréf félagsins að morgni 5. nóvember í ljósi þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir. Seðlabankinn tók þátt í sviðsmyndagreiningunni. Bankinn hafði gert ráð fyrir stöðugu gengi íslensku krónunnar í náinni framtíð. Íslenska krónan hefur hins vegar fallið eins og steinn samfara vinnunni við úrlausn vanda flugfélaganna. Því er eðlilegt að spyrja: Var veiking íslensku krónunnar hluti af björgunaraðgerðum stjórnvalda? Frá ágústbyrjun hefur gengi krónunnar fallið yfir 10%. Var það ákvörðun stjórnvalda að fella gengi íslensku krónunnar?
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun