Innanlandsflug og strætóferðir á landsbyggðinni í lamasessi vegna veðurs Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 09:56 Lokað var fyrir umferð um Kjalarnes í morgun. Vísir/vilhelm Innanlandsflug liggur nú niðri vegna veðurs og ferðir Strætó á landsbyggðinni falla einnig niður í dag. Gular og appelsínugular viðvaranir eru enn í gildi á landinu öllu en gert er ráð fyrir að veður gangi að nokkru leyti niður á Vestur- og Suðausturlandi eftir hádegi. Elín Björk Jónasdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að í fljótu bragði virðist sem veðurspár hafi gengið eftir. Hún gerir ráð fyrir að vind lægi með deginum en veður verður þó áfram mjög vont vestan- og suðaustantil á landinu fram til klukkan 14. Veður á Norðurlandi verður hins vegar áfram slæmt. „En veðrið á Norðurlandi er komið til að vera alveg næsta sólarhringinn og líklega frameftir degi á morgun.“ Í tilkynningu frá Strætó segir að veðrið í dag muni hafa töluverð áhrif á ferðir á landsbyggðinni. Áætlunarferðir úti á landi í dag verða með þessum hætti:Allar ferðir milli Hvolsvallar og Hafnar í Hornafirði falla niður í dag.Allar ferðir með leið 57 milli Reykjavíkur og Akureyrar falla niður í dag.Allar morgunferðir með leiðum 78 og 79 í Eyþingi falla niður.Leiðir 51 og 52 aka samkvæmt áætlun á milli Reykjavíkur og Hvolsvallar í dag.Leið 55 ekur samkvæmt áætlun á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Þá liggur allt innanlandsflug nú niðri vegna veðurs. Öllu flugi til Ísafjarðar hefur verið aflýst en öðru hefur verið seinkað. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Air Iceland Connect munu frekari upplýsingar um innanlandsflug liggja fyrir um klukkan 13:30 í dag Eftirfarandi vegir eru jafnframt lokaðir, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni: Þjóðvegur 1 frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni og frá Hvolsvelli að Vik. Á Kjalarnes og á Snæfellsnes við Hraunsmúla, Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Hófaskarði Einnig á Fjarðarheiði, Breiðdalsheiði og Öxi. Hornafjörður Strætó Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. 29. nóvember 2018 07:08 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
Innanlandsflug liggur nú niðri vegna veðurs og ferðir Strætó á landsbyggðinni falla einnig niður í dag. Gular og appelsínugular viðvaranir eru enn í gildi á landinu öllu en gert er ráð fyrir að veður gangi að nokkru leyti niður á Vestur- og Suðausturlandi eftir hádegi. Elín Björk Jónasdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að í fljótu bragði virðist sem veðurspár hafi gengið eftir. Hún gerir ráð fyrir að vind lægi með deginum en veður verður þó áfram mjög vont vestan- og suðaustantil á landinu fram til klukkan 14. Veður á Norðurlandi verður hins vegar áfram slæmt. „En veðrið á Norðurlandi er komið til að vera alveg næsta sólarhringinn og líklega frameftir degi á morgun.“ Í tilkynningu frá Strætó segir að veðrið í dag muni hafa töluverð áhrif á ferðir á landsbyggðinni. Áætlunarferðir úti á landi í dag verða með þessum hætti:Allar ferðir milli Hvolsvallar og Hafnar í Hornafirði falla niður í dag.Allar ferðir með leið 57 milli Reykjavíkur og Akureyrar falla niður í dag.Allar morgunferðir með leiðum 78 og 79 í Eyþingi falla niður.Leiðir 51 og 52 aka samkvæmt áætlun á milli Reykjavíkur og Hvolsvallar í dag.Leið 55 ekur samkvæmt áætlun á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Þá liggur allt innanlandsflug nú niðri vegna veðurs. Öllu flugi til Ísafjarðar hefur verið aflýst en öðru hefur verið seinkað. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Air Iceland Connect munu frekari upplýsingar um innanlandsflug liggja fyrir um klukkan 13:30 í dag Eftirfarandi vegir eru jafnframt lokaðir, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni: Þjóðvegur 1 frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni og frá Hvolsvelli að Vik. Á Kjalarnes og á Snæfellsnes við Hraunsmúla, Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Hófaskarði Einnig á Fjarðarheiði, Breiðdalsheiði og Öxi.
Hornafjörður Strætó Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. 29. nóvember 2018 07:08 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. 29. nóvember 2018 07:08