Segir dæmi um að læknanemar fái að handfjatla líffæri að sjúklingum forspurðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 16:45 Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir segir hugmyndina að greininni hafa kviknað eftir samtöl við konur í gegnum tíðina. Þær hafi margar ekki haft stjórn á því hverjir væru viðstaddir skoðun á þeim eða aðgerð. Vísir/vilhelm Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, meistaranemi í þjónustustjórnun og B.A. í sálfræði, ber Landspítalann þungum sökum í grein sem birtist á vefritinu Rómur.is á föstudag. Ragnhildur segir að oft sé ekki farið eftir lögum um rétt sjúklinga þegar nemar á heilbrigðisvísindasviði eru viðstaddir aðgerðir eða skoðanir á spítalanum. Þá segir hún dæmi um að vísvitandi sé villt um fyrir sjúklingum í þessu samhengi. Framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum segir grein Ragnhildar áminningu um að gera þurfi enn betur í utanumhaldi um nemendur á spítalanum.„Óþolandi þegar nema er troðið inn“ Ragnhildur segir í samtali við Vísi að hugmyndin að greininni, sem ber heitið Litla ljóta leyndarmál Landspítalans, hafi kviknaði eftir samtöl við aðrar konur í gegnum tíðina, einkum þær sem fætt hafa börn, farið í fóstureyðingu eða misst fóstur. Margar hafi þær lent í því að hafa ekki stjórn á því hverjir væru viðstaddir skoðun eða aðgerð, og ekki endilega gert sér grein fyrir því að svoleiðis ætti málum ekki að vera háttað. „Það var rauður þráður hjá okkur stelpunum að það væri óþolandi þegar nema er troðið inn án þess að við hefðum nokkuð um það að segja. En ég sjálf vissi í raun ekki að það væri lögbrot.“ Í grein sinni vísar Ragnhildur í lög um réttindi sjúklinga. Í 11. grein laganna segir til að mynda að skýra beri sjúklingi frá því ef fyrirhugað er að nemendur á heilbrigðissviði verði viðstaddir meðferð á honum vegna þjálfunar og kennslu þeirra. Sjúklingurinn getur neitað að taka þátt í slíkri þjálfun og kennslu.Á vefsíðu Landspítalans er að finna yfirgripsmiklar leiðbeiningar sem ætlaðar eru nemendum á Landspítala í læknisfræði, hjúkrunarfræði og sjúkraliðanámi. Þar er til dæmis vísað í lög um réttindi sjúklinga, og einkum í áðurnefnda 11. grein, sem nemum og ábyrgðarmönnum þeirra ber að fara eftir. Fari ýmsar leiðir til að sneiða hjá reglum Ragnhildur ræddi málið bæði við læknanema og sjúklinga í aðdraganda greinarskrifanna. Í þessum samtölum hafi henni til að mynda verið tjáð að læknar reyndu með ýmsum leiðum að komast hjá því að biðja sjúklinga um leyfi fyrir viðveru læknanemanna. „Það var almennt viðhorf hjá nemunum að þeir þyrftu að læra, og sjúklingarnir hleypi þeim ekki að, og þeir þurfi að finna leiðir til að komast fram hjá því. Mér fannst þetta ekki góð afstaða.“ Hún segir að oft sé neminn til dæmis kynntur en sjúklingurinn ekki spurður hvort hann megi vera viðstaddur. Þá séu dæmi um að farið sé með nemann fyrst inn til sjúklingsins og spurningin borin upp eftir á eða að nemarnir séu kynntir sem aðstoðarmenn en ekki læknanemar. Við skurðaðgerðir sé jafnframt stuðst við „ætlað samþykki“, þ.e. gert er ráð fyrir samþykki sjúklinga nema annað sé tekið fram, og læknanemar fái að handfjatla líffæri á meðan sjúklingarnir eru meðvitundarlausir. Aðspurð segir Ragnhildur að hún hafi ekki fengið viðbrögð frá Landspítalanum vegna greinarinnar. Almenn viðbrögð við greininni hafi þó að mestu leyti verið góð. „Ég veit til þess að fólk fór í vörn og var ekki ánægt með þetta en margir voru hins vegar á því að þetta væri mikilvæg umræða.“Ragnhildur lýsir fæðingu barns síns í greininni og segist ekki hafa gefið leyfi fyrir því að læknanemi yrði viðstaddur fæðinguna. Þrátt fyrir það hafi nemar fylgst með því þegar hún var saumuð strax eftir að hún átti son sinn.Vísir/Vilhelm„Litla ljóta leyndarmál Landspítalans“ Ragnhildur ber spítalann nokkuð þungum sökum í grein sinni, sem eins og áður segir ber heitið Litla ljóta leyndarmál Landspítalans. Í upphafsorðum greinarinnar dregur hún upp nokkuð nöturlega mynd af stöðu sjúklinga í tengslum við viðveru læknanema. „Ef þú hefur farið í skurðaðgerð eru allar líkur á því að nemi hafi verið viðstaddur. Neminn hafi handfjatlað líffæri þín eða jafnvel framkvæmt skoðun á þér í gegnum endaþarm eða leggöng. Það getur farið eftir sjúkdómsatvikum og verið þér óafvitandi. Enda eru flestir sjúklingar svæfðir á meðan þetta á sér stað. Vonandi gafstu leyfi til þess að nemendur væru viðstaddir en eflaust ekki því þú varst ekki spurður, og líklega var enginn sem útskýrði sérstaklega fyrir þér hvernig viðvera eða jafnvel þátttaka nemanna færi fram.“ Lá glennt fyrir framan hóp af ókunnugum strákum Ragnhildur lýsir jafnframt fæðingu sonar síns í greininni. Hún segist ekki hafa gefið leyfi fyrir því að læknanemi yrði viðstaddur fæðinguna en leyft ljósmóðurnema. Eftir fæðinguna var henni gefið kæruleysislyf og henni rúllað inn á skurðstofu, þar sem sauma þurfti í hana örfá spor. Þar hafi hins vegar verið viðstaddir karlkyns læknanemar, þvert á afstöðu Ragnhildar. „[…] þar lá ég glennt fyrir framan hóp af ókunnugum strákum á minni allra viðkvæmustu stundu nýorðin tvítug, út úr dópuð á meðan mjög fær kona saumaði mig saman. Ég var ekki spurð fyrir fram hvort þeir mættu vera viðstaddir, og ég var svo sannarlega í engu ástandi til að veita upplýst samþykki en þessi reynsla situr enn þá í mér. Svo mikið eiginlega að ég hef aldrei síðar og mun líklega aldrei nokkurn tíma leyfa nema að vera viðstöddum þegar ég fer til læknis.“ Fraus og þorði ekki að neita Þá skrifar Ragnhildur að margar konur, sem farið hafi í skoðun á kvensjúkdómadeild, átti sig ekki á því þegar þær eru spurðar að læknirinn hyggist láta nemann framkvæma skoðun líka. „Þannig sagði ein kona frá því þegar hún var unglingur og gaf leyfi fyrir viðveru nemanna, sem byrjuðu því næst allir að troða puttunum upp í leggöngin á henni til að framkvæma skoðun. Hún auðvitað vissi ekki að þetta væri innifalið í viðverunni, fraus og þorði ekki að neita.“ Í greininni nefnir Ragnhildur að læknanemarnir sem hún ræddi við hafi þó allir sammælst um að áðurnefnt tilvik sé gróft. Slíkt myndi jafnframt ekki koma fyrir í dag þar sem tekið hafi verið á málum er varða nemendur á spítalanum. „Þegar spurðir hvort þeir hafi lent í aðstæðum þar sem augljóst er að sjúklingnum líði mjög óþægilega segja flestir viðmælendur mínir já, og jafnvel viðurkenna að ekki hafi alltaf verið útskýrt nákvæmlega hvað fælist í skoðun, og fyrir vikið líður nemunum líka mjög illa.“ Þá finni nemarnir sjálfir fyrir vantrausti í garð læknanema og myndu ekki heimila viðveru inni í aðgerð þar sem þeir væru í hlutverki sjúklings. „Ég spurði nokkra læknanema hvort þeir myndu leyfa nema inni hjá sér í aðgerð, merkilega nokk sögðu flestir nei eða voru mjög tvístiga. Það færi eftir því hvaða aðgerð um væri að ræða. Þeir virðast finna fyrir sama vantrausti og við hin, ef til vill af sömu ástæðum, þrátt fyrir að skilja best mikilvægi þess að samnemendur þeirra mennti sig.“Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum.VÍSIR/ERNIRÁminning um að gera enn betur Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um málið að grein Ragnhildar sé þörf áminning. „Okkur þykir leitt að heyra af þeim atvikum sem farið er yfir í greininni, sem er áminning til okkar um að gera enn betur í utanumhaldi um nemendur á spítalanum og huga betur að samskiptum í því sambandi,“ segir Ólafur. „Það verkefni, að kenna og þjálfa verðandi heilbrigðisstarfsfólk er afar mikilvægt enda er sá hópur á hverjum tíma í raun framtíð heilbrigðisþjónustunnar allrar. Almannarómur hefur á undanförnum mánuðum ítrekað fjallað um skort á mannafla í heilbrigðiskerfinu, og það ætti því ekki að koma neinum á óvart sem fylgist örlítið með umræðunni hversu mikilvægt þetta verkefni er.“ Á ári hverju stunda um 1800 nemendur nám í ýmsum greinum heilbrigðisvísinda á spítalanum. Ólafur segir að skipulag verklegrar kennslu og þjálfunar hafi batnað mikið á síðastliðnum 5-10 árum en menntadeild spítalans rekur til að mynda svokallað hermisetur sem þjálfar nemendur í ýmsum verkefnum. „Nemendur geta þó ekki náð fullri færni með hermináminu eingöngu, þó gott sé. Ekkert kemur í stað raunverulegrar reynslu. Við bjóðum þess vegna nemendur velkomna til okkar í margvíslegt starfsnám og þjálfun.“ Heilbrigðismál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, meistaranemi í þjónustustjórnun og B.A. í sálfræði, ber Landspítalann þungum sökum í grein sem birtist á vefritinu Rómur.is á föstudag. Ragnhildur segir að oft sé ekki farið eftir lögum um rétt sjúklinga þegar nemar á heilbrigðisvísindasviði eru viðstaddir aðgerðir eða skoðanir á spítalanum. Þá segir hún dæmi um að vísvitandi sé villt um fyrir sjúklingum í þessu samhengi. Framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum segir grein Ragnhildar áminningu um að gera þurfi enn betur í utanumhaldi um nemendur á spítalanum.„Óþolandi þegar nema er troðið inn“ Ragnhildur segir í samtali við Vísi að hugmyndin að greininni, sem ber heitið Litla ljóta leyndarmál Landspítalans, hafi kviknaði eftir samtöl við aðrar konur í gegnum tíðina, einkum þær sem fætt hafa börn, farið í fóstureyðingu eða misst fóstur. Margar hafi þær lent í því að hafa ekki stjórn á því hverjir væru viðstaddir skoðun eða aðgerð, og ekki endilega gert sér grein fyrir því að svoleiðis ætti málum ekki að vera háttað. „Það var rauður þráður hjá okkur stelpunum að það væri óþolandi þegar nema er troðið inn án þess að við hefðum nokkuð um það að segja. En ég sjálf vissi í raun ekki að það væri lögbrot.“ Í grein sinni vísar Ragnhildur í lög um réttindi sjúklinga. Í 11. grein laganna segir til að mynda að skýra beri sjúklingi frá því ef fyrirhugað er að nemendur á heilbrigðissviði verði viðstaddir meðferð á honum vegna þjálfunar og kennslu þeirra. Sjúklingurinn getur neitað að taka þátt í slíkri þjálfun og kennslu.Á vefsíðu Landspítalans er að finna yfirgripsmiklar leiðbeiningar sem ætlaðar eru nemendum á Landspítala í læknisfræði, hjúkrunarfræði og sjúkraliðanámi. Þar er til dæmis vísað í lög um réttindi sjúklinga, og einkum í áðurnefnda 11. grein, sem nemum og ábyrgðarmönnum þeirra ber að fara eftir. Fari ýmsar leiðir til að sneiða hjá reglum Ragnhildur ræddi málið bæði við læknanema og sjúklinga í aðdraganda greinarskrifanna. Í þessum samtölum hafi henni til að mynda verið tjáð að læknar reyndu með ýmsum leiðum að komast hjá því að biðja sjúklinga um leyfi fyrir viðveru læknanemanna. „Það var almennt viðhorf hjá nemunum að þeir þyrftu að læra, og sjúklingarnir hleypi þeim ekki að, og þeir þurfi að finna leiðir til að komast fram hjá því. Mér fannst þetta ekki góð afstaða.“ Hún segir að oft sé neminn til dæmis kynntur en sjúklingurinn ekki spurður hvort hann megi vera viðstaddur. Þá séu dæmi um að farið sé með nemann fyrst inn til sjúklingsins og spurningin borin upp eftir á eða að nemarnir séu kynntir sem aðstoðarmenn en ekki læknanemar. Við skurðaðgerðir sé jafnframt stuðst við „ætlað samþykki“, þ.e. gert er ráð fyrir samþykki sjúklinga nema annað sé tekið fram, og læknanemar fái að handfjatla líffæri á meðan sjúklingarnir eru meðvitundarlausir. Aðspurð segir Ragnhildur að hún hafi ekki fengið viðbrögð frá Landspítalanum vegna greinarinnar. Almenn viðbrögð við greininni hafi þó að mestu leyti verið góð. „Ég veit til þess að fólk fór í vörn og var ekki ánægt með þetta en margir voru hins vegar á því að þetta væri mikilvæg umræða.“Ragnhildur lýsir fæðingu barns síns í greininni og segist ekki hafa gefið leyfi fyrir því að læknanemi yrði viðstaddur fæðinguna. Þrátt fyrir það hafi nemar fylgst með því þegar hún var saumuð strax eftir að hún átti son sinn.Vísir/Vilhelm„Litla ljóta leyndarmál Landspítalans“ Ragnhildur ber spítalann nokkuð þungum sökum í grein sinni, sem eins og áður segir ber heitið Litla ljóta leyndarmál Landspítalans. Í upphafsorðum greinarinnar dregur hún upp nokkuð nöturlega mynd af stöðu sjúklinga í tengslum við viðveru læknanema. „Ef þú hefur farið í skurðaðgerð eru allar líkur á því að nemi hafi verið viðstaddur. Neminn hafi handfjatlað líffæri þín eða jafnvel framkvæmt skoðun á þér í gegnum endaþarm eða leggöng. Það getur farið eftir sjúkdómsatvikum og verið þér óafvitandi. Enda eru flestir sjúklingar svæfðir á meðan þetta á sér stað. Vonandi gafstu leyfi til þess að nemendur væru viðstaddir en eflaust ekki því þú varst ekki spurður, og líklega var enginn sem útskýrði sérstaklega fyrir þér hvernig viðvera eða jafnvel þátttaka nemanna færi fram.“ Lá glennt fyrir framan hóp af ókunnugum strákum Ragnhildur lýsir jafnframt fæðingu sonar síns í greininni. Hún segist ekki hafa gefið leyfi fyrir því að læknanemi yrði viðstaddur fæðinguna en leyft ljósmóðurnema. Eftir fæðinguna var henni gefið kæruleysislyf og henni rúllað inn á skurðstofu, þar sem sauma þurfti í hana örfá spor. Þar hafi hins vegar verið viðstaddir karlkyns læknanemar, þvert á afstöðu Ragnhildar. „[…] þar lá ég glennt fyrir framan hóp af ókunnugum strákum á minni allra viðkvæmustu stundu nýorðin tvítug, út úr dópuð á meðan mjög fær kona saumaði mig saman. Ég var ekki spurð fyrir fram hvort þeir mættu vera viðstaddir, og ég var svo sannarlega í engu ástandi til að veita upplýst samþykki en þessi reynsla situr enn þá í mér. Svo mikið eiginlega að ég hef aldrei síðar og mun líklega aldrei nokkurn tíma leyfa nema að vera viðstöddum þegar ég fer til læknis.“ Fraus og þorði ekki að neita Þá skrifar Ragnhildur að margar konur, sem farið hafi í skoðun á kvensjúkdómadeild, átti sig ekki á því þegar þær eru spurðar að læknirinn hyggist láta nemann framkvæma skoðun líka. „Þannig sagði ein kona frá því þegar hún var unglingur og gaf leyfi fyrir viðveru nemanna, sem byrjuðu því næst allir að troða puttunum upp í leggöngin á henni til að framkvæma skoðun. Hún auðvitað vissi ekki að þetta væri innifalið í viðverunni, fraus og þorði ekki að neita.“ Í greininni nefnir Ragnhildur að læknanemarnir sem hún ræddi við hafi þó allir sammælst um að áðurnefnt tilvik sé gróft. Slíkt myndi jafnframt ekki koma fyrir í dag þar sem tekið hafi verið á málum er varða nemendur á spítalanum. „Þegar spurðir hvort þeir hafi lent í aðstæðum þar sem augljóst er að sjúklingnum líði mjög óþægilega segja flestir viðmælendur mínir já, og jafnvel viðurkenna að ekki hafi alltaf verið útskýrt nákvæmlega hvað fælist í skoðun, og fyrir vikið líður nemunum líka mjög illa.“ Þá finni nemarnir sjálfir fyrir vantrausti í garð læknanema og myndu ekki heimila viðveru inni í aðgerð þar sem þeir væru í hlutverki sjúklings. „Ég spurði nokkra læknanema hvort þeir myndu leyfa nema inni hjá sér í aðgerð, merkilega nokk sögðu flestir nei eða voru mjög tvístiga. Það færi eftir því hvaða aðgerð um væri að ræða. Þeir virðast finna fyrir sama vantrausti og við hin, ef til vill af sömu ástæðum, þrátt fyrir að skilja best mikilvægi þess að samnemendur þeirra mennti sig.“Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum.VÍSIR/ERNIRÁminning um að gera enn betur Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um málið að grein Ragnhildar sé þörf áminning. „Okkur þykir leitt að heyra af þeim atvikum sem farið er yfir í greininni, sem er áminning til okkar um að gera enn betur í utanumhaldi um nemendur á spítalanum og huga betur að samskiptum í því sambandi,“ segir Ólafur. „Það verkefni, að kenna og þjálfa verðandi heilbrigðisstarfsfólk er afar mikilvægt enda er sá hópur á hverjum tíma í raun framtíð heilbrigðisþjónustunnar allrar. Almannarómur hefur á undanförnum mánuðum ítrekað fjallað um skort á mannafla í heilbrigðiskerfinu, og það ætti því ekki að koma neinum á óvart sem fylgist örlítið með umræðunni hversu mikilvægt þetta verkefni er.“ Á ári hverju stunda um 1800 nemendur nám í ýmsum greinum heilbrigðisvísinda á spítalanum. Ólafur segir að skipulag verklegrar kennslu og þjálfunar hafi batnað mikið á síðastliðnum 5-10 árum en menntadeild spítalans rekur til að mynda svokallað hermisetur sem þjálfar nemendur í ýmsum verkefnum. „Nemendur geta þó ekki náð fullri færni með hermináminu eingöngu, þó gott sé. Ekkert kemur í stað raunverulegrar reynslu. Við bjóðum þess vegna nemendur velkomna til okkar í margvíslegt starfsnám og þjálfun.“
Heilbrigðismál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira