Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 14:28 Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs. EPA/STIAN LYSBERG SOLUM Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. Ludvigsen er sakaður um að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir. Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang kemur fram að meint brot hafi verið framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014. Þá er hann sagður hafa brotið á mönnunum í sumarbústað, á heimili sínu, á hótelum í Ósló og í fylkisstjórnarhúsinu í Tromsö.Notfærði sér þroskaskerðingu hælisleitanda Ludvigsen er sakaður um að hafa herjað á mennina vegna bágrar stöðu þeirra sem hælisleitendur, og þá er einn þeirra jafnframt þroskaskertur. Haft er eftir lögmanni mannsins að Ludvigsen hafi notfært sér þroskaskerðingu skjólstæðings síns til að brjóta á honum kynferðislega á hótelherbergi í Ósló sumarið 2014. Þá hafi Ludvigsen einnig talið manninum trú um að sem fylkisstjóri Troms hefði hann vald til að veita honum norskan ríkisborgararétt, og enn fremur vald til að koma í veg fyrir að maðurinn öðlaðist ríkisborgararétt yfir höfuð. Brotin á hinum mönnunum tveimur eru sögð hafa átt sér stað á sex ára tímabili frá árinu 2011 fram til ársins 2017. Ludvigsen var handtekinn í janúar síðastliðnum í tengslum við viðamikla rannsókn á kynferðisbrotum embættismanna á árunum 2000-2017, en var sleppt úr haldi lögreglu mánuði síðar. „Það fyrirfinnst ekki grófara brot á trausti“ Ludvigsen settist í helgan stein árið 2014 eftir langan og farsælan feril í stjórnmálum fyrir norska Íhaldsflokkinn. Hann gegndi embætti sjávarútvegsráðherra í fyrri ríkisstjórn Kjell Magne Bondevik og var fylkisstjóri Troms frá 2006 til 2014. Hann hefur síðan setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og nefnda. Ludvigsen heimsótti Ísland árið 2012 til að kynna sér reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum í kjölfar jarðhræringa. Viðtal fréttamanns Stöðvar 2 við Ludvigsen má horfa á í í spilaranum hér að neðan.Málið hefur vakið mikinn óhug í Noregi. Leiðarahöfundur VG, Ander Giæver, segir í pistli á vef blaðsins í dag að um sé að ræða grófasta mál sinnar tegundar í manna minnum. Hann segir meint brot Ludvigsen viðbjóðsleg og nefnir einnig hversu vel honum tókst að vinna sér inn traust almennings á ferlinum. „Hvernig hefur fylkisstjóri aðgang að ungum hælisleitendum á þennan hátt?“ spyr Giæver. „Líklega er það mögulegt vegna þess að það er varla hægt að öðlast meira stjórnmálalegt traust í Noregi en Svein Ludvigsen hefur gert á löngum ferli í opinberu embætti. […] Það fyrirfinnst ekki grófara brot á trausti en það sem um ræðir í þessum ásökunum.“ Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Aðstoða Norðmenn vegna hættuástands Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð. 10. mars 2012 11:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. Ludvigsen er sakaður um að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir. Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang kemur fram að meint brot hafi verið framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014. Þá er hann sagður hafa brotið á mönnunum í sumarbústað, á heimili sínu, á hótelum í Ósló og í fylkisstjórnarhúsinu í Tromsö.Notfærði sér þroskaskerðingu hælisleitanda Ludvigsen er sakaður um að hafa herjað á mennina vegna bágrar stöðu þeirra sem hælisleitendur, og þá er einn þeirra jafnframt þroskaskertur. Haft er eftir lögmanni mannsins að Ludvigsen hafi notfært sér þroskaskerðingu skjólstæðings síns til að brjóta á honum kynferðislega á hótelherbergi í Ósló sumarið 2014. Þá hafi Ludvigsen einnig talið manninum trú um að sem fylkisstjóri Troms hefði hann vald til að veita honum norskan ríkisborgararétt, og enn fremur vald til að koma í veg fyrir að maðurinn öðlaðist ríkisborgararétt yfir höfuð. Brotin á hinum mönnunum tveimur eru sögð hafa átt sér stað á sex ára tímabili frá árinu 2011 fram til ársins 2017. Ludvigsen var handtekinn í janúar síðastliðnum í tengslum við viðamikla rannsókn á kynferðisbrotum embættismanna á árunum 2000-2017, en var sleppt úr haldi lögreglu mánuði síðar. „Það fyrirfinnst ekki grófara brot á trausti“ Ludvigsen settist í helgan stein árið 2014 eftir langan og farsælan feril í stjórnmálum fyrir norska Íhaldsflokkinn. Hann gegndi embætti sjávarútvegsráðherra í fyrri ríkisstjórn Kjell Magne Bondevik og var fylkisstjóri Troms frá 2006 til 2014. Hann hefur síðan setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og nefnda. Ludvigsen heimsótti Ísland árið 2012 til að kynna sér reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum í kjölfar jarðhræringa. Viðtal fréttamanns Stöðvar 2 við Ludvigsen má horfa á í í spilaranum hér að neðan.Málið hefur vakið mikinn óhug í Noregi. Leiðarahöfundur VG, Ander Giæver, segir í pistli á vef blaðsins í dag að um sé að ræða grófasta mál sinnar tegundar í manna minnum. Hann segir meint brot Ludvigsen viðbjóðsleg og nefnir einnig hversu vel honum tókst að vinna sér inn traust almennings á ferlinum. „Hvernig hefur fylkisstjóri aðgang að ungum hælisleitendum á þennan hátt?“ spyr Giæver. „Líklega er það mögulegt vegna þess að það er varla hægt að öðlast meira stjórnmálalegt traust í Noregi en Svein Ludvigsen hefur gert á löngum ferli í opinberu embætti. […] Það fyrirfinnst ekki grófara brot á trausti en það sem um ræðir í þessum ásökunum.“
Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Aðstoða Norðmenn vegna hættuástands Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð. 10. mars 2012 11:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Aðstoða Norðmenn vegna hættuástands Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð. 10. mars 2012 11:00