Ámundi: Þetta er helber lygi hjá Ara Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2018 14:00 Ámundi á hliðarlínunni í Borgarnesi þar sem hann er alla jafna á leikjum liðsins. Mynd/facebooksíða skallagríms Ámundi Sigurðsson, fyrrum formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Skallagrími, segir fyrrum þjálfara liðsins, Ara Gunnarsson, ljúga því að hann stýri enn öllu hjá félaginu. Ari sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að Ámundi stýri öllu á bak við tjöldin. Afskiptasemi og starfshættir Ámunda séu líka ástæðan fyrir því að leikmenn vilji ekki ganga í raðir félagsins.Þessar ásakanir koma mér á óvart Ari var rekinn frá félaginu á dögunum en liðinu hefur ekki gengið vel í Dominos-deild kvenna. „Ég réð Ara til félagsins í fyrra en er hættur núna,“ segir Ámundi en er það rétt að hann stýri samt öllu enn þann dag í dag? „Ég vildi að svo væri. Ég hætti í vor og hef ekki skipt mér af málum eftir það. Þetta er helber lygi. Þetta kemur mér á óvart og ég er hissa á þessu. Við erum ekki eina félagið sem hefur sagt honum upp á hans þjálfaraferli.“Aldrei skipt mér af þjálfaranum á bekknum Ari sakaði Ámunda um mikla afskiptasemi. Meðal annars að skipta sér af því hvað þjálfarinn væri að gera á bekknum. „Ég hef aldrei minnst orði á slíkt við hann. Ég hef aldrei talað um það við hann hvernig hann eigi að stýra liðinu. Ekki eitt einasta orð. Aldrei. Þetta er helber lygi hjá honum. Annars kann það ekki góðri lukku að stýra að þjálfarinn sé með hugann við stúkuna. Hans einbeiting á að vera á leiknum,“ segir Ámundi ákveðinn. „Hann ætti að spyrja sig sjálfur út í gengi liðsins. Hann hefur verið með frjálsar hendur að koma með leikmenn en ég veit ekki um einn leikmann sem hann hefur komið með til liðsins,“ bætir Ámundi við en Ara vildi meina að ástæðan fyrir því væri sú að enginn vildi koma í það umhverfi sem Ámundi hefði búið til hjá félaginu. „Það þykir mér slæmt að heyra. Ari sagði þessa hluti aldrei við mig. Það hefði verið gott ef hann hefði sagt þetta við mig sjálfur.“Tek þetta ekki alvarlega Þjálfarinn brottrekni sakaði Ámunda einnig um að baktala sig um allan bæ. „Ég hef ekkert talað illa um Ara. Ég held að hann ætti ekki að vera að kasta grjótum úr glerhúsi. Ef þetta er hans mat á mér þá verður hann að lifa með því. Ég tek þetta ekki alvarlega því mér finnst ég ekki eiga þetta skilið,“ segir körfuboltapabbinn úr Borgarnesi en hvernig er að sitja undir svona ásökunum? „Ég þekki Ara Gunnarsson sem persónu og þess vegna tek ég þetta ekki alvarlega. Það er það eina sem ég segi við því.“ Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Segist hafa fengið skipanir úr stúkunni frá fyrrum formanni Ari Gunnarsson, fyrrum þjálfari kvennaliðs Skallagríms, segir farir sínar í Borgarnesi ekki sléttar og segir fyrrum formann meistaraflokksráðs stýra öllu. Hann hafi reynt að skipa þjálfaranum fyrir á vellinum og minnt reglulega á hver það væri sem réði. 28. nóvember 2018 12:58 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru allt Keflvíkingar“ „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Sjá meira
Ámundi Sigurðsson, fyrrum formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Skallagrími, segir fyrrum þjálfara liðsins, Ara Gunnarsson, ljúga því að hann stýri enn öllu hjá félaginu. Ari sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að Ámundi stýri öllu á bak við tjöldin. Afskiptasemi og starfshættir Ámunda séu líka ástæðan fyrir því að leikmenn vilji ekki ganga í raðir félagsins.Þessar ásakanir koma mér á óvart Ari var rekinn frá félaginu á dögunum en liðinu hefur ekki gengið vel í Dominos-deild kvenna. „Ég réð Ara til félagsins í fyrra en er hættur núna,“ segir Ámundi en er það rétt að hann stýri samt öllu enn þann dag í dag? „Ég vildi að svo væri. Ég hætti í vor og hef ekki skipt mér af málum eftir það. Þetta er helber lygi. Þetta kemur mér á óvart og ég er hissa á þessu. Við erum ekki eina félagið sem hefur sagt honum upp á hans þjálfaraferli.“Aldrei skipt mér af þjálfaranum á bekknum Ari sakaði Ámunda um mikla afskiptasemi. Meðal annars að skipta sér af því hvað þjálfarinn væri að gera á bekknum. „Ég hef aldrei minnst orði á slíkt við hann. Ég hef aldrei talað um það við hann hvernig hann eigi að stýra liðinu. Ekki eitt einasta orð. Aldrei. Þetta er helber lygi hjá honum. Annars kann það ekki góðri lukku að stýra að þjálfarinn sé með hugann við stúkuna. Hans einbeiting á að vera á leiknum,“ segir Ámundi ákveðinn. „Hann ætti að spyrja sig sjálfur út í gengi liðsins. Hann hefur verið með frjálsar hendur að koma með leikmenn en ég veit ekki um einn leikmann sem hann hefur komið með til liðsins,“ bætir Ámundi við en Ara vildi meina að ástæðan fyrir því væri sú að enginn vildi koma í það umhverfi sem Ámundi hefði búið til hjá félaginu. „Það þykir mér slæmt að heyra. Ari sagði þessa hluti aldrei við mig. Það hefði verið gott ef hann hefði sagt þetta við mig sjálfur.“Tek þetta ekki alvarlega Þjálfarinn brottrekni sakaði Ámunda einnig um að baktala sig um allan bæ. „Ég hef ekkert talað illa um Ara. Ég held að hann ætti ekki að vera að kasta grjótum úr glerhúsi. Ef þetta er hans mat á mér þá verður hann að lifa með því. Ég tek þetta ekki alvarlega því mér finnst ég ekki eiga þetta skilið,“ segir körfuboltapabbinn úr Borgarnesi en hvernig er að sitja undir svona ásökunum? „Ég þekki Ara Gunnarsson sem persónu og þess vegna tek ég þetta ekki alvarlega. Það er það eina sem ég segi við því.“
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Segist hafa fengið skipanir úr stúkunni frá fyrrum formanni Ari Gunnarsson, fyrrum þjálfari kvennaliðs Skallagríms, segir farir sínar í Borgarnesi ekki sléttar og segir fyrrum formann meistaraflokksráðs stýra öllu. Hann hafi reynt að skipa þjálfaranum fyrir á vellinum og minnt reglulega á hver það væri sem réði. 28. nóvember 2018 12:58 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru allt Keflvíkingar“ „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Sjá meira
Segist hafa fengið skipanir úr stúkunni frá fyrrum formanni Ari Gunnarsson, fyrrum þjálfari kvennaliðs Skallagríms, segir farir sínar í Borgarnesi ekki sléttar og segir fyrrum formann meistaraflokksráðs stýra öllu. Hann hafi reynt að skipa þjálfaranum fyrir á vellinum og minnt reglulega á hver það væri sem réði. 28. nóvember 2018 12:58
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti