ASÍ telur átakshóp um húsnæðismál fara of seint af stað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 20:00 Átakshópur ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka vinnumarkaðarins á að skila tillögum til úrbóta á húsnæðismarkaði í janúar. Fyrsti varaforseti ASÍ segir vinnuna fara of seint af stað þar sem kjarasamningar renni út um áramótin en forsætisráðherra er bjartsýn á að hópurinn skili af sér raunhæfum tillögum innan skamms. Forsætisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu sameiginlega tillögu að stofnun hópsins í ríkisstjórn í morgun. Átakshópurinn á að kynna heildstæða lausn eigi síðar en 20. janúar 2019. Formenn hópsins verða Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. „Við ákváðum í kjölfarið að setja á laggirnar þennan átakshóp sem er ekki að fara í það að kortleggja stöðuna, við vitum alveg mæta vel hver hún er, heldur að fara í það að koma með tillögur að aðgerðum innan þröngs tímaramma, hann hefur tíma fram í janúar til þess að skila af sér niðurstöðum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Á árunum 2013-2017 fjölgaði íbúðum hér á landi um 6.500 en samkvæmt mati Íbúðalánasjóðs hefði þeim þurft að fjölga um hátt í 16 þúsund til þess að mæta fullri þörf. Vilhjálmur Birgisson, fyrsti varaforseti ASÍ, fagnar því að vinna hópsins sé farin af stað en verkalýðshreyfingin leggur mikla áherslu á húsnæðismál í komandi kjaraviðræðum. „En ég harma það hins vegar að það sé verið að gera þetta núna fimm mínútum áður en að kjarasamningar renna út ef að þannig má að orði komast. Það eru einungis 25 virkir dagar þar til að kjarasamningar renna út og það eru líka fjölmörg önnur atriði sem stjórnvöld eiga eftir að svara okkur,“ segir Vilhjálmur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst nokkuð bjartsýn. „Ég vonast til þess og er bjartsýn á það að þessi hópur skili raunverulegum aðgerðum innan skamms,“ segir Katrín. Vilhjálmur óttast að tíminn sé að renna út en verkalýðshreyfingin hefur haft uppi stór orð um húsnæðismál í umræðunni um kjaraviðræður. „Ef þessi hópur á að skila 20. janúar þá verð ég að segja alveg eins og er að þá líst mér ekki á blikuna.“ Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Átakshópur ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka vinnumarkaðarins á að skila tillögum til úrbóta á húsnæðismarkaði í janúar. Fyrsti varaforseti ASÍ segir vinnuna fara of seint af stað þar sem kjarasamningar renni út um áramótin en forsætisráðherra er bjartsýn á að hópurinn skili af sér raunhæfum tillögum innan skamms. Forsætisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu sameiginlega tillögu að stofnun hópsins í ríkisstjórn í morgun. Átakshópurinn á að kynna heildstæða lausn eigi síðar en 20. janúar 2019. Formenn hópsins verða Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. „Við ákváðum í kjölfarið að setja á laggirnar þennan átakshóp sem er ekki að fara í það að kortleggja stöðuna, við vitum alveg mæta vel hver hún er, heldur að fara í það að koma með tillögur að aðgerðum innan þröngs tímaramma, hann hefur tíma fram í janúar til þess að skila af sér niðurstöðum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Á árunum 2013-2017 fjölgaði íbúðum hér á landi um 6.500 en samkvæmt mati Íbúðalánasjóðs hefði þeim þurft að fjölga um hátt í 16 þúsund til þess að mæta fullri þörf. Vilhjálmur Birgisson, fyrsti varaforseti ASÍ, fagnar því að vinna hópsins sé farin af stað en verkalýðshreyfingin leggur mikla áherslu á húsnæðismál í komandi kjaraviðræðum. „En ég harma það hins vegar að það sé verið að gera þetta núna fimm mínútum áður en að kjarasamningar renna út ef að þannig má að orði komast. Það eru einungis 25 virkir dagar þar til að kjarasamningar renna út og það eru líka fjölmörg önnur atriði sem stjórnvöld eiga eftir að svara okkur,“ segir Vilhjálmur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst nokkuð bjartsýn. „Ég vonast til þess og er bjartsýn á það að þessi hópur skili raunverulegum aðgerðum innan skamms,“ segir Katrín. Vilhjálmur óttast að tíminn sé að renna út en verkalýðshreyfingin hefur haft uppi stór orð um húsnæðismál í umræðunni um kjaraviðræður. „Ef þessi hópur á að skila 20. janúar þá verð ég að segja alveg eins og er að þá líst mér ekki á blikuna.“
Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira