Óæskilegir jarðeigendur Gunnlaugur Stefánsson skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Jarðakaup útlendinga, ekki síst erlendra auðrisa, hafa farið fyrir brjóstið á mörgum sem sjá þeim flest til foráttu og telja óæskilega jarðeigendur. Þetta er athyglisvert, því Íslendingum hefur þótt sjálfsagt, sérstaklega hin síðari ár, að kaupa fasteignir í útlöndum. Enga umræðu hef ég orðið var við að banna það vegna þjóðernis okkar eða umhyggju vegna yfirgangs í garð þarlendra. Lífeyrissjóðir ávaxta umtalsverða fjármuni í útlöndum og eignast fasteignir þar. Íslenskir auðrisar fóru hamförum í alls konar fasteignakaupum í útlöndum fyrir hrun, og þjóðin dáðist að útrásinni samkvæmt frásögnum fjölmiðla. Nú flykkist íslenskur almenningur til að kaupa fasteignir í útlöndum, sérstaklega þar sem sólin skín og verðlag á nauðsynjavörum er lágt. Þá eru Íslendingar víða stórtækir í atvinnurekstri erlendis. Stafar ógn af íslenskum fasteignaviðskiptum í útlöndum? En gildir annað um útlendinga á Íslandi og kannski enn frekar ef einstaklingur er öðruvísi, t.d. svartur, skáeygður eða gyðingur sem þótti óæskilegt fólk til búsetu í landinu fyrr á árum? Nú er verst, ef útlendingur er auðrisi og þykir stórhættulegt. Hvað liggur að baki, minnimáttarkennd, öfund, ótti, fordómar eða söguleg reynsla? Hvaða munur er á íslenskum eða útlenskum auðrisa? Ég hef búið á jörð í 32 ár í nágrenni við Íslendinga og útlendinga. Aldrei hef ég orðið var við mun í samskiptum með fólki í ljósi þjóðernis. Sömuleiðis þekki ég ágætlega til í mörgum sveitum landsins þar sem eignarhald á jörðum er hvort tveggja í höndum Íslendinga og útlendinga og virðist mér þjóðerni eignarhaldsins engu ráða um það hvernig nýtingu og umgengni er háttað. Þá flytur jarðeigandi tæpast jörðina með sér á milli staða og ekki heldur úr landinu. Sama gildir um árnar, vötnin og fiskinn í þeim. Hvorki fiskur eða vatn spyr um eignarhaldið á sér, heldur að njóta sjálfbærni og verndar með skynsamlegri nýtingu. Skiptir þá máli hvernig eigandinn lítur út eða þjóðernið, ef vel er að verki staðið? Nú eru stærstu jarðeigendur landsins Ríkið, Þjóðkirkjan og bankarnir,- og með lögheimili í Reykjavík. Landsbankinn hefur t.d. fylgt þeirri stefnu að hafa jarðir sínar frekar í eyði en að leigja til búskapar. Hér skiptir mestu hvernig staðið er að ráðstöfun og umhirðu eignanna. Gildir ekki sama um útlendinga? Í sjókvíaeldinu blasir annar veruleiki við. Þar eru útlenskir auðrisar að fjárfesta ókeypis í íslenskum sjó og stefna umhverfi og villtum laxastofnum í voða, auk þess er einfalt að flytja kvíarnar, tækin og tólin bótalaust úr landinu á svipstundu. Eftir standa byggðirnar með opin sár. Frelsið er Íslendingum kært og nýtum vel. Við ferðumst mest allra þjóða og finnst sjálfsagt að vera velkomin í öllum heimsins byggðum og fá að njóta þess sem þar er í boði. Auk þess ráðast lífskjör okkar af viðskiptum við útlönd. Víst erum við fámenn þjóð á eyju með viðkvæmt náttúrufar og verðum að vernda fyrir ágengni. En merkir það, að við gerum öðruvísi kröfur til útlendinga en við gerum til okkar sjálfra eða viljum að þeir geri til okkar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Skoðun Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Jarðakaup útlendinga, ekki síst erlendra auðrisa, hafa farið fyrir brjóstið á mörgum sem sjá þeim flest til foráttu og telja óæskilega jarðeigendur. Þetta er athyglisvert, því Íslendingum hefur þótt sjálfsagt, sérstaklega hin síðari ár, að kaupa fasteignir í útlöndum. Enga umræðu hef ég orðið var við að banna það vegna þjóðernis okkar eða umhyggju vegna yfirgangs í garð þarlendra. Lífeyrissjóðir ávaxta umtalsverða fjármuni í útlöndum og eignast fasteignir þar. Íslenskir auðrisar fóru hamförum í alls konar fasteignakaupum í útlöndum fyrir hrun, og þjóðin dáðist að útrásinni samkvæmt frásögnum fjölmiðla. Nú flykkist íslenskur almenningur til að kaupa fasteignir í útlöndum, sérstaklega þar sem sólin skín og verðlag á nauðsynjavörum er lágt. Þá eru Íslendingar víða stórtækir í atvinnurekstri erlendis. Stafar ógn af íslenskum fasteignaviðskiptum í útlöndum? En gildir annað um útlendinga á Íslandi og kannski enn frekar ef einstaklingur er öðruvísi, t.d. svartur, skáeygður eða gyðingur sem þótti óæskilegt fólk til búsetu í landinu fyrr á árum? Nú er verst, ef útlendingur er auðrisi og þykir stórhættulegt. Hvað liggur að baki, minnimáttarkennd, öfund, ótti, fordómar eða söguleg reynsla? Hvaða munur er á íslenskum eða útlenskum auðrisa? Ég hef búið á jörð í 32 ár í nágrenni við Íslendinga og útlendinga. Aldrei hef ég orðið var við mun í samskiptum með fólki í ljósi þjóðernis. Sömuleiðis þekki ég ágætlega til í mörgum sveitum landsins þar sem eignarhald á jörðum er hvort tveggja í höndum Íslendinga og útlendinga og virðist mér þjóðerni eignarhaldsins engu ráða um það hvernig nýtingu og umgengni er háttað. Þá flytur jarðeigandi tæpast jörðina með sér á milli staða og ekki heldur úr landinu. Sama gildir um árnar, vötnin og fiskinn í þeim. Hvorki fiskur eða vatn spyr um eignarhaldið á sér, heldur að njóta sjálfbærni og verndar með skynsamlegri nýtingu. Skiptir þá máli hvernig eigandinn lítur út eða þjóðernið, ef vel er að verki staðið? Nú eru stærstu jarðeigendur landsins Ríkið, Þjóðkirkjan og bankarnir,- og með lögheimili í Reykjavík. Landsbankinn hefur t.d. fylgt þeirri stefnu að hafa jarðir sínar frekar í eyði en að leigja til búskapar. Hér skiptir mestu hvernig staðið er að ráðstöfun og umhirðu eignanna. Gildir ekki sama um útlendinga? Í sjókvíaeldinu blasir annar veruleiki við. Þar eru útlenskir auðrisar að fjárfesta ókeypis í íslenskum sjó og stefna umhverfi og villtum laxastofnum í voða, auk þess er einfalt að flytja kvíarnar, tækin og tólin bótalaust úr landinu á svipstundu. Eftir standa byggðirnar með opin sár. Frelsið er Íslendingum kært og nýtum vel. Við ferðumst mest allra þjóða og finnst sjálfsagt að vera velkomin í öllum heimsins byggðum og fá að njóta þess sem þar er í boði. Auk þess ráðast lífskjör okkar af viðskiptum við útlönd. Víst erum við fámenn þjóð á eyju með viðkvæmt náttúrufar og verðum að vernda fyrir ágengni. En merkir það, að við gerum öðruvísi kröfur til útlendinga en við gerum til okkar sjálfra eða viljum að þeir geri til okkar?
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun