Biskup fólksins Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Enginn verður óbarinn biskup. Það mátti segja um Jón biskup Vídalín sem fæddist að Görðum á Álftanesi 1666 og samdi mest lesnu bók landsins á 18. og 19. öld; Vídalínspostillu sem í ár er 300 ára. Vinsældir þessa rits stöfuðu af því að þar voru sett orð á lifaðan veruleika landsmanna um leið og afstaða var tekin með fátækum gegn gírugu yfirvaldi. Barnungur hafði Jón misst Þorkel föður sinn sem var prestur að Görðum og hrakist í fátækt ásamt Margréti móður sinni og systkinum. Fyrir dugnað og afburða gáfur komst hann í Skálholtsskóla og lauk þar námi á þremur árum. Vann svo við sjósókn og önnur störf til að komast til guðfræðináms í Kaupmannahöfn. Fjárvana endaði hann í danska hernum og átti þar erfiða daga uns móður hans tókst að fá hann leystan heim. Hann var prestur að Görðum þegar hann var kjörinn biskup í Skálholti þrítugur að aldri. Við upphaf 18. aldar gengu hörmungatímar yfir landið með frostavetrum auk þess sem stórabóla lagðist á landslýð og felldi fjórðung þjóðarinnar. Lést þá m.a. dóttir Jóns og Sigríðar konu hans, en þau eignuðust tvær dætur sem báðar létust í bernsku. Jón var ekki bara orðsins maður, heldur var hann stórtækur búmaður og úrræðagóður. Voru þau Sigríður samhent og þekkt fyrir gestrisni sína, einkum gagnvart munaðarlausum börnum og fátækum. Kjarni Vídalínspostillu er vonin og réttlætið. Vonarljósið sem ekkert myrkur getur kæft í sál þess sem afhendir vilja sinn Guði og krafan um að menn iðki réttlæti og notfæri sér ekki náungann í gróðaskyni. Saga Jóns Vídalíns er saga af áfallaþroska. Erfið æska, basl og barnamissir gerði hann ekki bitran heldur vitran og umhyggjusaman svo hugarþel hans nærði þjóðina um langan aldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Enginn verður óbarinn biskup. Það mátti segja um Jón biskup Vídalín sem fæddist að Görðum á Álftanesi 1666 og samdi mest lesnu bók landsins á 18. og 19. öld; Vídalínspostillu sem í ár er 300 ára. Vinsældir þessa rits stöfuðu af því að þar voru sett orð á lifaðan veruleika landsmanna um leið og afstaða var tekin með fátækum gegn gírugu yfirvaldi. Barnungur hafði Jón misst Þorkel föður sinn sem var prestur að Görðum og hrakist í fátækt ásamt Margréti móður sinni og systkinum. Fyrir dugnað og afburða gáfur komst hann í Skálholtsskóla og lauk þar námi á þremur árum. Vann svo við sjósókn og önnur störf til að komast til guðfræðináms í Kaupmannahöfn. Fjárvana endaði hann í danska hernum og átti þar erfiða daga uns móður hans tókst að fá hann leystan heim. Hann var prestur að Görðum þegar hann var kjörinn biskup í Skálholti þrítugur að aldri. Við upphaf 18. aldar gengu hörmungatímar yfir landið með frostavetrum auk þess sem stórabóla lagðist á landslýð og felldi fjórðung þjóðarinnar. Lést þá m.a. dóttir Jóns og Sigríðar konu hans, en þau eignuðust tvær dætur sem báðar létust í bernsku. Jón var ekki bara orðsins maður, heldur var hann stórtækur búmaður og úrræðagóður. Voru þau Sigríður samhent og þekkt fyrir gestrisni sína, einkum gagnvart munaðarlausum börnum og fátækum. Kjarni Vídalínspostillu er vonin og réttlætið. Vonarljósið sem ekkert myrkur getur kæft í sál þess sem afhendir vilja sinn Guði og krafan um að menn iðki réttlæti og notfæri sér ekki náungann í gróðaskyni. Saga Jóns Vídalíns er saga af áfallaþroska. Erfið æska, basl og barnamissir gerði hann ekki bitran heldur vitran og umhyggjusaman svo hugarþel hans nærði þjóðina um langan aldur.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun