Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. nóvember 2018 09:01 Fyrirhuguð kaup Icelandair á WOW verða tekin fyrir á hluthafafundi Icelandair Group á föstudag. Vísir/Vilhelm „Við erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum og klárum hana til enda eins og var lagt upp með, hver svo sem niðurstaðan verður,“ segir Úlfar Steindórsson, formaður stjórnar Icelandair group, spurður út í tölvupóst sem Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, sendi til starfsmanna WOW í gær.Í tölvupóstinum sagði Skúli að aðrir fjárfestar hefðu sýnt WOW Air áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW Air.Morgunblaðið fullyrðir í dag að tölvupóstur Skúla hafi valdið miklum titringi innan Icelandair og í raun komið forsvarsmönnum félagsins í opna skjöldu. Er því haldið fram að ummæli Skúla gætu komið til skoðunar Samkeppniseftirlitsins því stofnunin vilji kanna alla möguleika umfram þann að heimila kaup Icelandair á WOW.Hluthafar verða að leggja blessun sína á kaupin Úlfar vildi lítið tjá sig um það hvort að þessi tölvupóstur Skúla hefði valdið titringi innan Icelandair. Í samtali við Vísi minnti hann á boðað hefði verið til hluthafafundar félagsins næstkomandi föstudag, þar sem ræða á hin fyrirhuguðu kaup Icelandair á WOW Air, á sínum tíma þegar fyrstu fregnir bárust af málinu í upphafi mánaðar.Úlfar Steindórsson.„Sem er partur af þessu þar sem hluthafarnir þurfa að staðfesta það ef þessi viðskipti eiga að fara fram. Það er svo sem ekkert nýtt í því, hann var boðaður eftir að menn fóru af stað í verkið,“ segir Úlfar. Hann segir Icelandair vinna enn að þessum fyrirhuguðu kaupum. „Og sú vinna heldur bara áfram,“ segir Úlfar.Viðskipti stöðvuð í gær Icelandair sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að ólíklegt væri að allir fyrirvarar í kaupsamningi félagsins á öllu hlutafé WOW Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins á föstudag þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. Viðskipti með bréf Icelandair Group voru stöðvuð í Kauphöllinni í gærmorgun. Var það gert að beiðni Fjármálaeftirlitsins til að tryggja jafnræði fjárfesta. Icelandair WOW Air Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
„Við erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum og klárum hana til enda eins og var lagt upp með, hver svo sem niðurstaðan verður,“ segir Úlfar Steindórsson, formaður stjórnar Icelandair group, spurður út í tölvupóst sem Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, sendi til starfsmanna WOW í gær.Í tölvupóstinum sagði Skúli að aðrir fjárfestar hefðu sýnt WOW Air áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW Air.Morgunblaðið fullyrðir í dag að tölvupóstur Skúla hafi valdið miklum titringi innan Icelandair og í raun komið forsvarsmönnum félagsins í opna skjöldu. Er því haldið fram að ummæli Skúla gætu komið til skoðunar Samkeppniseftirlitsins því stofnunin vilji kanna alla möguleika umfram þann að heimila kaup Icelandair á WOW.Hluthafar verða að leggja blessun sína á kaupin Úlfar vildi lítið tjá sig um það hvort að þessi tölvupóstur Skúla hefði valdið titringi innan Icelandair. Í samtali við Vísi minnti hann á boðað hefði verið til hluthafafundar félagsins næstkomandi föstudag, þar sem ræða á hin fyrirhuguðu kaup Icelandair á WOW Air, á sínum tíma þegar fyrstu fregnir bárust af málinu í upphafi mánaðar.Úlfar Steindórsson.„Sem er partur af þessu þar sem hluthafarnir þurfa að staðfesta það ef þessi viðskipti eiga að fara fram. Það er svo sem ekkert nýtt í því, hann var boðaður eftir að menn fóru af stað í verkið,“ segir Úlfar. Hann segir Icelandair vinna enn að þessum fyrirhuguðu kaupum. „Og sú vinna heldur bara áfram,“ segir Úlfar.Viðskipti stöðvuð í gær Icelandair sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að ólíklegt væri að allir fyrirvarar í kaupsamningi félagsins á öllu hlutafé WOW Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins á föstudag þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. Viðskipti með bréf Icelandair Group voru stöðvuð í Kauphöllinni í gærmorgun. Var það gert að beiðni Fjármálaeftirlitsins til að tryggja jafnræði fjárfesta.
Icelandair WOW Air Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira