Jimmy Butler hetja 76ers liðsins í annað skiptið á átta dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2018 07:30 Jimmy Butler. Vísir/Getty Jimmy Butler tryggði Philadelphia 76ers sigur á Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta og er heldur betur að reynast sínu nýja liði dýrmætur. Orlando Magic endaði þriggja leikja sigurgöngu Los Angeles Lakers og Toronto Raptors vann sinn fimmta leik í röð.Átta dögum eftir að hann skoraði sigurkörfu í framlengingu á móti Charlotte Hornets var Jimmy Butler aftur hetja sinna manna í nótt. Jimmy Butler tryggði Philadelphia 76ers 127-125 útisigur á Brooklyn Nets með þriggja stiga körfu 0,4 sekúndum fyrir leikslok. „Brett Brown þjálfari setti þetta upp og liðsfélagarnir mínir treysta mér til að taka þessi skot í lokin. Ég fór þangað sem ég vildi taka skotið og setti þetta niður. Ef ég segi alveg eins og er þá gat þetta verið hver sem er. Liðsfélagar minir hafa mikla trú á mér en ég hef miklu meiri trú á þeim,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. Þetta var fimmta sigurkarfa Jimmy Butler frá byrjun 2015-16 tímabilsins þegar innan við tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Aðeins Russell Westbrook (sjö) hefur skorað fleiri slíkar á þessum tíma. Það fylgir líka sögunni að núverandi liðsfélagar Butler hafa aðeins hitt úr 1 af 13 slíkum skotum á sama tíma. Jimmy Butler endaði leikinn með 34 stig, 12 fráköst og 4 stolna bolta en Joel Embiid var með 32 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar. D’Angelo Russell skoraði 38 stig fyrir Brooklyn og bætti við 8 fráköstum og 8 stoðsendingum.Orlando Magic hefur greinilega tak á Los Angeles Lakers eftir annan sigurinn á LeBron James og félögum á aðeins átta dögum. Nikola Vucevic var með 31 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar í 108-104 sigri Orlando Magic á Lakers í Staples Center í Los Angeles. Terrence Ross skoraði úrslitakörfuna í lokin en hann var með 16 stig. Orlando vann Lakers 130-117 á heimavelli 17. nóvember síðastliðinn. LeBron James skoraði 24 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Lakers-liðið sem var fyrir leikinn búið að við vinna þrjá leiki í röð og sex af síðustu sjö. Kyle Kuzma var með 21 stig og Brandon Ingram skoraði 17 stig. Los Angeles Lakers liðið skoraði ekki stig síðustu 2:24 í leiknum. Lakers menn tóku fjögur skot á lokakaflanum og allt þriggja stiga skot. LeBron James tók þó aðeins eitt þeirra en ískaldur Kentavious Caldwell-Pope reyndi tvö misheppnuð skot í lokin.Stórleikur Dwyane Wade af bekknum dugði ekki Miami Heat á móti Toronto Raptors. Kawhi Leonard skoraði 29 stig og tók 10 fráköst í 124-115 sigri Toronto Raptors á Miami og Kyle Lowry bætti við 12 stigum og 10 stoðsendingum. Þetta var fimmti sigur Toronto í röð en liðið er með besta árangurinn í deildinni. Dwyane Wade kom inn af bekknum og skoraði 35 stig sem er það mesta sem varamaður hefur skorað í einum leik fyrir Miami Heat. Enn eitt Miami Heat metið hjá Dwyane Wade. Josh Richardson skoraði 19 stig fyrir Heat liðið og Bam Adebayo var með 16 stig og 21 frákast.Enes Kanter tók 26 fráköst og skoraði 21 stig þegar New York Knicks vann 103-98 sigur á Memphis Grizzlies. Tim Hardaway yngri var með 22 stig og Emmanuel Mudiay skoraði 17 stig í þriðja sigri Knicks liðsins í röð. Marc Gasol var stighæstur hjá Memphis með 27 stig en Mike Conley skoraði 23 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 100-104 Sacramento Kings - Utah Jazz 112-133 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 124-123 Brooklyn Nets - Philadelphia 76ers 125-127 Memphis Grizzlies - New York Knicks 98-103 Toronto Raptors - Miami Heat 125-115 Detroit Pistons - Phoenix Suns 118-107 Los Angeles Lakers - Orlando Magic 104-108 NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Jimmy Butler tryggði Philadelphia 76ers sigur á Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta og er heldur betur að reynast sínu nýja liði dýrmætur. Orlando Magic endaði þriggja leikja sigurgöngu Los Angeles Lakers og Toronto Raptors vann sinn fimmta leik í röð.Átta dögum eftir að hann skoraði sigurkörfu í framlengingu á móti Charlotte Hornets var Jimmy Butler aftur hetja sinna manna í nótt. Jimmy Butler tryggði Philadelphia 76ers 127-125 útisigur á Brooklyn Nets með þriggja stiga körfu 0,4 sekúndum fyrir leikslok. „Brett Brown þjálfari setti þetta upp og liðsfélagarnir mínir treysta mér til að taka þessi skot í lokin. Ég fór þangað sem ég vildi taka skotið og setti þetta niður. Ef ég segi alveg eins og er þá gat þetta verið hver sem er. Liðsfélagar minir hafa mikla trú á mér en ég hef miklu meiri trú á þeim,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. Þetta var fimmta sigurkarfa Jimmy Butler frá byrjun 2015-16 tímabilsins þegar innan við tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Aðeins Russell Westbrook (sjö) hefur skorað fleiri slíkar á þessum tíma. Það fylgir líka sögunni að núverandi liðsfélagar Butler hafa aðeins hitt úr 1 af 13 slíkum skotum á sama tíma. Jimmy Butler endaði leikinn með 34 stig, 12 fráköst og 4 stolna bolta en Joel Embiid var með 32 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar. D’Angelo Russell skoraði 38 stig fyrir Brooklyn og bætti við 8 fráköstum og 8 stoðsendingum.Orlando Magic hefur greinilega tak á Los Angeles Lakers eftir annan sigurinn á LeBron James og félögum á aðeins átta dögum. Nikola Vucevic var með 31 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar í 108-104 sigri Orlando Magic á Lakers í Staples Center í Los Angeles. Terrence Ross skoraði úrslitakörfuna í lokin en hann var með 16 stig. Orlando vann Lakers 130-117 á heimavelli 17. nóvember síðastliðinn. LeBron James skoraði 24 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Lakers-liðið sem var fyrir leikinn búið að við vinna þrjá leiki í röð og sex af síðustu sjö. Kyle Kuzma var með 21 stig og Brandon Ingram skoraði 17 stig. Los Angeles Lakers liðið skoraði ekki stig síðustu 2:24 í leiknum. Lakers menn tóku fjögur skot á lokakaflanum og allt þriggja stiga skot. LeBron James tók þó aðeins eitt þeirra en ískaldur Kentavious Caldwell-Pope reyndi tvö misheppnuð skot í lokin.Stórleikur Dwyane Wade af bekknum dugði ekki Miami Heat á móti Toronto Raptors. Kawhi Leonard skoraði 29 stig og tók 10 fráköst í 124-115 sigri Toronto Raptors á Miami og Kyle Lowry bætti við 12 stigum og 10 stoðsendingum. Þetta var fimmti sigur Toronto í röð en liðið er með besta árangurinn í deildinni. Dwyane Wade kom inn af bekknum og skoraði 35 stig sem er það mesta sem varamaður hefur skorað í einum leik fyrir Miami Heat. Enn eitt Miami Heat metið hjá Dwyane Wade. Josh Richardson skoraði 19 stig fyrir Heat liðið og Bam Adebayo var með 16 stig og 21 frákast.Enes Kanter tók 26 fráköst og skoraði 21 stig þegar New York Knicks vann 103-98 sigur á Memphis Grizzlies. Tim Hardaway yngri var með 22 stig og Emmanuel Mudiay skoraði 17 stig í þriðja sigri Knicks liðsins í röð. Marc Gasol var stighæstur hjá Memphis með 27 stig en Mike Conley skoraði 23 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 100-104 Sacramento Kings - Utah Jazz 112-133 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 124-123 Brooklyn Nets - Philadelphia 76ers 125-127 Memphis Grizzlies - New York Knicks 98-103 Toronto Raptors - Miami Heat 125-115 Detroit Pistons - Phoenix Suns 118-107 Los Angeles Lakers - Orlando Magic 104-108
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira