Forseti Úkraínu vill koma á herlögum í landinu Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2018 23:39 Petro Poroshenko, forseti Úkraínu. Vísir/EPA Forseti Úkraínu, Petro Poroshenko, segist ætla að leggja til við úkraínska þingið á morgun að herlög verði sett eftir að rússneski herinn réðist á og tók yfir þrjú skip á vegum úkraínska hersins nærri Svartahafinu í dag. Herlögin yrðu sett vegna hernaðarástands en með þeim yrðu ákvæði venjulegra laga og stjórnarskrár, einkum um persónu- og eignaréttindi, afnumin um stundarsakir á hættutímum. Um var að ræða tvö lítil herskip og dráttarbát á vegum úkraínska sjóhersins sem ætluðu sér til Asovshafsins í gegnum Kerch-sundið þegar för þeirra var stöðvuð af rússneska hernum. Talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, Maria Zakharova, sagði Úkraínumenn hafa hegðað sér eins og stigamenn í Kerch-sundinu. Segir hún Úkraínumenn hafa ögrað Rússum fyrst með því að sigla nærri þeirra hafsvæði, síðar hótað valdbeitingu og því næst sakað Rússa um yfirgang. Blaðamaður BBC í Úkraínu, Jonah Fisher, segir forseta Úkraínu styðja að herlög verði sett í landinu en það veki upp spurningar um kosningar í landinu í mars næstkomandi og hvort þeim verði mögulega seinkað.As Ukraine considers introducing martial law a reminder that Presidential elections are due in 4 months time and the current President Poroshenko is doing miserably in the polls.— Jonah Fisher (@JonahFisherBBC) November 25, 2018 Hann bendir á að það hafi ekki verið gert þegar spennan var sem mest á milli ríkjanna árið 2014 og 2015. Martial law was not introduced at height of eastern conflict in 2014-15. https://t.co/EGoMyO3uxq— Jonah Fisher (@JonahFisherBBC) November 25, 2018 Poroshenko sagði á fundi herráðs Úkraínu í kvöld að aðgerðir Rússa hefðu verið tilefnislausar og óðar. Blaðamaðurinn Christopher Miller sagði það mikið högg fyrir úkraínska sjóherinn að missa þessi skip, um væri að ræða þriðjung af vopnuðum flota hersins.This is a huge blow to Ukraine's ailing navy. The loss of three vessels, including two armed ones, accounts for about a third of its entire armed fleet. Russia seized several Ukrainian naval vessels when it annexed Crimea in 2014.— Christopher Miller (@ChristopherJM) November 25, 2018 Spenna undan ströndum Krímskaga hafa stigmagnast undanfarna mánuði. Samkvæmt milliríkjasamnings þjóðanna tveggja frá árinu 2003 þá deila þær yfirráðum yfir Kerch-sundinu og Asovshafinu. Rússar hófu nýverið að þó eftirlit með öllum skipum sem sigla til eða frá úkraínskum höfnum nærri svæðinu. Það að Rússar hafi tekið yfir skipin þrjú og að menn hafi særst í átökum er talin mikil stigmögnun á spennu milli landanna. Úkraínumenn segja sex hafa særst í átökum en Rússar vilja meina að þrír hafi særst. Rússar hertóku Krímskaga árið 2014 og hefur mikil spenna verið á milli ríkjanna vegna þeirrar aðgerðar. Rússland Úkraína Tengdar fréttir Saka Rússa um að hafa siglt á úkraínskan bát við Krímskaga Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. 25. nóvember 2018 14:01 Saka Rússa um að hafa hertekið þrjú skip Ásakanir ganga á milli Rússa og Úkraínumanna um ógnandi hegðun. 25. nóvember 2018 19:56 Rússar loka fyrir Asovshaf Rússar hafa brugðist við ásökunum Úkraínu með því að loka fyrir umferð um Kerchsund 25. nóvember 2018 16:50 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Forseti Úkraínu, Petro Poroshenko, segist ætla að leggja til við úkraínska þingið á morgun að herlög verði sett eftir að rússneski herinn réðist á og tók yfir þrjú skip á vegum úkraínska hersins nærri Svartahafinu í dag. Herlögin yrðu sett vegna hernaðarástands en með þeim yrðu ákvæði venjulegra laga og stjórnarskrár, einkum um persónu- og eignaréttindi, afnumin um stundarsakir á hættutímum. Um var að ræða tvö lítil herskip og dráttarbát á vegum úkraínska sjóhersins sem ætluðu sér til Asovshafsins í gegnum Kerch-sundið þegar för þeirra var stöðvuð af rússneska hernum. Talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, Maria Zakharova, sagði Úkraínumenn hafa hegðað sér eins og stigamenn í Kerch-sundinu. Segir hún Úkraínumenn hafa ögrað Rússum fyrst með því að sigla nærri þeirra hafsvæði, síðar hótað valdbeitingu og því næst sakað Rússa um yfirgang. Blaðamaður BBC í Úkraínu, Jonah Fisher, segir forseta Úkraínu styðja að herlög verði sett í landinu en það veki upp spurningar um kosningar í landinu í mars næstkomandi og hvort þeim verði mögulega seinkað.As Ukraine considers introducing martial law a reminder that Presidential elections are due in 4 months time and the current President Poroshenko is doing miserably in the polls.— Jonah Fisher (@JonahFisherBBC) November 25, 2018 Hann bendir á að það hafi ekki verið gert þegar spennan var sem mest á milli ríkjanna árið 2014 og 2015. Martial law was not introduced at height of eastern conflict in 2014-15. https://t.co/EGoMyO3uxq— Jonah Fisher (@JonahFisherBBC) November 25, 2018 Poroshenko sagði á fundi herráðs Úkraínu í kvöld að aðgerðir Rússa hefðu verið tilefnislausar og óðar. Blaðamaðurinn Christopher Miller sagði það mikið högg fyrir úkraínska sjóherinn að missa þessi skip, um væri að ræða þriðjung af vopnuðum flota hersins.This is a huge blow to Ukraine's ailing navy. The loss of three vessels, including two armed ones, accounts for about a third of its entire armed fleet. Russia seized several Ukrainian naval vessels when it annexed Crimea in 2014.— Christopher Miller (@ChristopherJM) November 25, 2018 Spenna undan ströndum Krímskaga hafa stigmagnast undanfarna mánuði. Samkvæmt milliríkjasamnings þjóðanna tveggja frá árinu 2003 þá deila þær yfirráðum yfir Kerch-sundinu og Asovshafinu. Rússar hófu nýverið að þó eftirlit með öllum skipum sem sigla til eða frá úkraínskum höfnum nærri svæðinu. Það að Rússar hafi tekið yfir skipin þrjú og að menn hafi særst í átökum er talin mikil stigmögnun á spennu milli landanna. Úkraínumenn segja sex hafa særst í átökum en Rússar vilja meina að þrír hafi særst. Rússar hertóku Krímskaga árið 2014 og hefur mikil spenna verið á milli ríkjanna vegna þeirrar aðgerðar.
Rússland Úkraína Tengdar fréttir Saka Rússa um að hafa siglt á úkraínskan bát við Krímskaga Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. 25. nóvember 2018 14:01 Saka Rússa um að hafa hertekið þrjú skip Ásakanir ganga á milli Rússa og Úkraínumanna um ógnandi hegðun. 25. nóvember 2018 19:56 Rússar loka fyrir Asovshaf Rússar hafa brugðist við ásökunum Úkraínu með því að loka fyrir umferð um Kerchsund 25. nóvember 2018 16:50 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Saka Rússa um að hafa siglt á úkraínskan bát við Krímskaga Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. 25. nóvember 2018 14:01
Saka Rússa um að hafa hertekið þrjú skip Ásakanir ganga á milli Rússa og Úkraínumanna um ógnandi hegðun. 25. nóvember 2018 19:56
Rússar loka fyrir Asovshaf Rússar hafa brugðist við ásökunum Úkraínu með því að loka fyrir umferð um Kerchsund 25. nóvember 2018 16:50