Forseti Úkraínu vill koma á herlögum í landinu Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2018 23:39 Petro Poroshenko, forseti Úkraínu. Vísir/EPA Forseti Úkraínu, Petro Poroshenko, segist ætla að leggja til við úkraínska þingið á morgun að herlög verði sett eftir að rússneski herinn réðist á og tók yfir þrjú skip á vegum úkraínska hersins nærri Svartahafinu í dag. Herlögin yrðu sett vegna hernaðarástands en með þeim yrðu ákvæði venjulegra laga og stjórnarskrár, einkum um persónu- og eignaréttindi, afnumin um stundarsakir á hættutímum. Um var að ræða tvö lítil herskip og dráttarbát á vegum úkraínska sjóhersins sem ætluðu sér til Asovshafsins í gegnum Kerch-sundið þegar för þeirra var stöðvuð af rússneska hernum. Talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, Maria Zakharova, sagði Úkraínumenn hafa hegðað sér eins og stigamenn í Kerch-sundinu. Segir hún Úkraínumenn hafa ögrað Rússum fyrst með því að sigla nærri þeirra hafsvæði, síðar hótað valdbeitingu og því næst sakað Rússa um yfirgang. Blaðamaður BBC í Úkraínu, Jonah Fisher, segir forseta Úkraínu styðja að herlög verði sett í landinu en það veki upp spurningar um kosningar í landinu í mars næstkomandi og hvort þeim verði mögulega seinkað.As Ukraine considers introducing martial law a reminder that Presidential elections are due in 4 months time and the current President Poroshenko is doing miserably in the polls.— Jonah Fisher (@JonahFisherBBC) November 25, 2018 Hann bendir á að það hafi ekki verið gert þegar spennan var sem mest á milli ríkjanna árið 2014 og 2015. Martial law was not introduced at height of eastern conflict in 2014-15. https://t.co/EGoMyO3uxq— Jonah Fisher (@JonahFisherBBC) November 25, 2018 Poroshenko sagði á fundi herráðs Úkraínu í kvöld að aðgerðir Rússa hefðu verið tilefnislausar og óðar. Blaðamaðurinn Christopher Miller sagði það mikið högg fyrir úkraínska sjóherinn að missa þessi skip, um væri að ræða þriðjung af vopnuðum flota hersins.This is a huge blow to Ukraine's ailing navy. The loss of three vessels, including two armed ones, accounts for about a third of its entire armed fleet. Russia seized several Ukrainian naval vessels when it annexed Crimea in 2014.— Christopher Miller (@ChristopherJM) November 25, 2018 Spenna undan ströndum Krímskaga hafa stigmagnast undanfarna mánuði. Samkvæmt milliríkjasamnings þjóðanna tveggja frá árinu 2003 þá deila þær yfirráðum yfir Kerch-sundinu og Asovshafinu. Rússar hófu nýverið að þó eftirlit með öllum skipum sem sigla til eða frá úkraínskum höfnum nærri svæðinu. Það að Rússar hafi tekið yfir skipin þrjú og að menn hafi særst í átökum er talin mikil stigmögnun á spennu milli landanna. Úkraínumenn segja sex hafa særst í átökum en Rússar vilja meina að þrír hafi særst. Rússar hertóku Krímskaga árið 2014 og hefur mikil spenna verið á milli ríkjanna vegna þeirrar aðgerðar. Rússland Úkraína Tengdar fréttir Saka Rússa um að hafa siglt á úkraínskan bát við Krímskaga Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. 25. nóvember 2018 14:01 Saka Rússa um að hafa hertekið þrjú skip Ásakanir ganga á milli Rússa og Úkraínumanna um ógnandi hegðun. 25. nóvember 2018 19:56 Rússar loka fyrir Asovshaf Rússar hafa brugðist við ásökunum Úkraínu með því að loka fyrir umferð um Kerchsund 25. nóvember 2018 16:50 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Forseti Úkraínu, Petro Poroshenko, segist ætla að leggja til við úkraínska þingið á morgun að herlög verði sett eftir að rússneski herinn réðist á og tók yfir þrjú skip á vegum úkraínska hersins nærri Svartahafinu í dag. Herlögin yrðu sett vegna hernaðarástands en með þeim yrðu ákvæði venjulegra laga og stjórnarskrár, einkum um persónu- og eignaréttindi, afnumin um stundarsakir á hættutímum. Um var að ræða tvö lítil herskip og dráttarbát á vegum úkraínska sjóhersins sem ætluðu sér til Asovshafsins í gegnum Kerch-sundið þegar för þeirra var stöðvuð af rússneska hernum. Talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, Maria Zakharova, sagði Úkraínumenn hafa hegðað sér eins og stigamenn í Kerch-sundinu. Segir hún Úkraínumenn hafa ögrað Rússum fyrst með því að sigla nærri þeirra hafsvæði, síðar hótað valdbeitingu og því næst sakað Rússa um yfirgang. Blaðamaður BBC í Úkraínu, Jonah Fisher, segir forseta Úkraínu styðja að herlög verði sett í landinu en það veki upp spurningar um kosningar í landinu í mars næstkomandi og hvort þeim verði mögulega seinkað.As Ukraine considers introducing martial law a reminder that Presidential elections are due in 4 months time and the current President Poroshenko is doing miserably in the polls.— Jonah Fisher (@JonahFisherBBC) November 25, 2018 Hann bendir á að það hafi ekki verið gert þegar spennan var sem mest á milli ríkjanna árið 2014 og 2015. Martial law was not introduced at height of eastern conflict in 2014-15. https://t.co/EGoMyO3uxq— Jonah Fisher (@JonahFisherBBC) November 25, 2018 Poroshenko sagði á fundi herráðs Úkraínu í kvöld að aðgerðir Rússa hefðu verið tilefnislausar og óðar. Blaðamaðurinn Christopher Miller sagði það mikið högg fyrir úkraínska sjóherinn að missa þessi skip, um væri að ræða þriðjung af vopnuðum flota hersins.This is a huge blow to Ukraine's ailing navy. The loss of three vessels, including two armed ones, accounts for about a third of its entire armed fleet. Russia seized several Ukrainian naval vessels when it annexed Crimea in 2014.— Christopher Miller (@ChristopherJM) November 25, 2018 Spenna undan ströndum Krímskaga hafa stigmagnast undanfarna mánuði. Samkvæmt milliríkjasamnings þjóðanna tveggja frá árinu 2003 þá deila þær yfirráðum yfir Kerch-sundinu og Asovshafinu. Rússar hófu nýverið að þó eftirlit með öllum skipum sem sigla til eða frá úkraínskum höfnum nærri svæðinu. Það að Rússar hafi tekið yfir skipin þrjú og að menn hafi særst í átökum er talin mikil stigmögnun á spennu milli landanna. Úkraínumenn segja sex hafa særst í átökum en Rússar vilja meina að þrír hafi særst. Rússar hertóku Krímskaga árið 2014 og hefur mikil spenna verið á milli ríkjanna vegna þeirrar aðgerðar.
Rússland Úkraína Tengdar fréttir Saka Rússa um að hafa siglt á úkraínskan bát við Krímskaga Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. 25. nóvember 2018 14:01 Saka Rússa um að hafa hertekið þrjú skip Ásakanir ganga á milli Rússa og Úkraínumanna um ógnandi hegðun. 25. nóvember 2018 19:56 Rússar loka fyrir Asovshaf Rússar hafa brugðist við ásökunum Úkraínu með því að loka fyrir umferð um Kerchsund 25. nóvember 2018 16:50 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Saka Rússa um að hafa siglt á úkraínskan bát við Krímskaga Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. 25. nóvember 2018 14:01
Saka Rússa um að hafa hertekið þrjú skip Ásakanir ganga á milli Rússa og Úkraínumanna um ógnandi hegðun. 25. nóvember 2018 19:56
Rússar loka fyrir Asovshaf Rússar hafa brugðist við ásökunum Úkraínu með því að loka fyrir umferð um Kerchsund 25. nóvember 2018 16:50