Segja nýjar siðareglur sambandsins vonbrigði Sveinn Arnarsson skrifar 26. nóvember 2018 08:30 Líney Rut Halldórsdóttir Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Blátt áfram og sérfræðingur hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, undrast að í nýsamþykktum siðareglum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) sé ekki minnst á kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni. „Ég get ekki annað sagt en að þetta séu mikil vonbrigði. Ég hefði vonast til að settur hefði verið skýr rammi um kynferðisofbeldi,“ segir Sigríður Björnsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Blátt áfram. „Ég myndi mæla með að þetta yrði endurskoðað þar sem dæmin sanna að þetta gerist í íþróttum eins og annars staðar og við þurfum að horfa á þetta með þeim augum að þarna er viðkvæmur hópur, börn og unglingar.“ Endurskoðaðar siðareglur íþróttasambandsins voru samþykktar á fundi framkvæmdastjórnar um miðjan mánuðinn og er aðilum sambandsins gert skylt að taka siðareglurnar til sín og setja sér hegðurnarviðmið sem falli að siðareglunum.Hafdís Inga Hinriksdóttir.Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir nýsamþykktar siðareglur hafa verið unnar í samvinnu við siðfræðing og að svona siðareglur geti aldrei tæpt á öllum málum. Hún telur ákvæði siðareglnanna ná vel yfir kynferðisofbeldi. „Bæði fyrsta og þriðja greinin geta vel átt við kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Þessar siðareglur eru viðmið fyrir félög og það er ekki hægt að telja upp alla mögulega hluti í þeim,“ segir Líney Rut. Hafdís Inga Hinriksdóttir, sérfræðingur hjá Bjarkarhlíð, hefur unnið að þessum málum um nokkra hríð og skoðað sérstaklega málefni íþróttahreyfingarinnar. Hún segir afar mikilvægt að íþróttahreyfingin taki þessa tegund ofbeldis föstum tökum. „Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað í íslensku samfélagi undanfarin misseri, og íþróttahreyfingin er ekkert undanskilin þeirri umræðu, hefði maður haldið að skerpa hefði átt á slíkum þáttum í siðareglum regnhlífarsamtaka íslenskra íþrótta,“ segir Hafdís Inga. „Við höfum náð miklum árangri á ýmsum sviðum íþrótta í gegnum tíðina og því er mikilvægt að ganga á undan með góðu fordæmi og skýrri sýn á að kynferðislegt og kynbundið ofbeldi eigi ekki að líðast innan íslenskra íþrótta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Sjá meira
Framkvæmdastjóri Blátt áfram og sérfræðingur hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, undrast að í nýsamþykktum siðareglum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) sé ekki minnst á kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni. „Ég get ekki annað sagt en að þetta séu mikil vonbrigði. Ég hefði vonast til að settur hefði verið skýr rammi um kynferðisofbeldi,“ segir Sigríður Björnsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Blátt áfram. „Ég myndi mæla með að þetta yrði endurskoðað þar sem dæmin sanna að þetta gerist í íþróttum eins og annars staðar og við þurfum að horfa á þetta með þeim augum að þarna er viðkvæmur hópur, börn og unglingar.“ Endurskoðaðar siðareglur íþróttasambandsins voru samþykktar á fundi framkvæmdastjórnar um miðjan mánuðinn og er aðilum sambandsins gert skylt að taka siðareglurnar til sín og setja sér hegðurnarviðmið sem falli að siðareglunum.Hafdís Inga Hinriksdóttir.Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir nýsamþykktar siðareglur hafa verið unnar í samvinnu við siðfræðing og að svona siðareglur geti aldrei tæpt á öllum málum. Hún telur ákvæði siðareglnanna ná vel yfir kynferðisofbeldi. „Bæði fyrsta og þriðja greinin geta vel átt við kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Þessar siðareglur eru viðmið fyrir félög og það er ekki hægt að telja upp alla mögulega hluti í þeim,“ segir Líney Rut. Hafdís Inga Hinriksdóttir, sérfræðingur hjá Bjarkarhlíð, hefur unnið að þessum málum um nokkra hríð og skoðað sérstaklega málefni íþróttahreyfingarinnar. Hún segir afar mikilvægt að íþróttahreyfingin taki þessa tegund ofbeldis föstum tökum. „Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað í íslensku samfélagi undanfarin misseri, og íþróttahreyfingin er ekkert undanskilin þeirri umræðu, hefði maður haldið að skerpa hefði átt á slíkum þáttum í siðareglum regnhlífarsamtaka íslenskra íþrótta,“ segir Hafdís Inga. „Við höfum náð miklum árangri á ýmsum sviðum íþrótta í gegnum tíðina og því er mikilvægt að ganga á undan með góðu fordæmi og skýrri sýn á að kynferðislegt og kynbundið ofbeldi eigi ekki að líðast innan íslenskra íþrótta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Sjá meira