Körfubolti

Körfuboltakvöld: „Ef þessi maður væri ekki svona góður þá væri Ivey farinn“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir fóru yfir málin.
Strákarnir fóru yfir málin. vísir/skjáskot/s2s
Njarðvík hefur farið vel af stað í Dominos-deild karla og er á toppnum ásamt Tindastól er átta leikir eru búnir af deildinni.

Strákarnir í Domino’s Körfuboltakvöldi ræddu bæði innkomu Elvars Friðrikssonar og einnig Króatann Mario Matosovi en Njarðvík vann Stjörnuna á föstudagskvöldið í mögnuðum leik.

„Hann kann körfubolta og svo er hann með líkama sem hentar mjög vel í körfubolta. Tæknin hans er mjög góð og rosalegur happafengur fyrir Njarðvík,“ sagði Kristinn Friðriksson.

„Ef þessi maður væri ekki svona góðar þá væri Ivey farinn. Bara einfalt. Þá væru þeir að taka stóran mann, Ryan Taylor,“ bætti Kristinn við og Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson var ekki lengi að svara félaga sínum í settinu:

„Gleymdu þessu,“ og uppskar mikinn hlátur í settinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×