Körfuboltakvöld hélt áfram göngu sinni síðastliðið föstudagskvöld þar sem Kjartan Atli og félagar fóru yfir síðustu umferð og fóru til að mynd yfir spilamennsku Tindastólls.
Tindastóll hefur farið frábærlega af stað á þessu tímabili og situr á toppnum með 24 stig. Félagarnir í Dominos Körfuboltakvöldi höfðu aðeins góða hluti að segja um liðið.
Brynjar Þór Björnsson kom til liðsins frá KR fyrir þessa leiktíð en hann hefur farið glimrandi vel af stað með Tindastól en spilamennska hans og Péturs Rúnars heillaði heldur betur í síðustu umferð.
„Bakvarðarparið öfluga hjá Tindastólsmönnum.“
„Eitt sem ég hef tekið eftir hjá Stólunum er að þeir eru farnir að fara mikið dýpra í sóknirnar sínar eftir að Brynjar gekk til liðs við þá. Þeir eru miklu þolinmóðari.“
„Það er komin mikið meiri dýpt í sóknarleik þeirra og ég held að það séu áhrif Brynjars,“ sagði Kjartan Atli.
Gestir hans voru einnig á saman máli.
„Já það er mjög góður punktur, en þeir skora einnig mikið af stigum eftir turn overs,“ sagði Teitur.
„Sko áhrifin frá Brynjari? Þetta er lið sem getur unnið titilinn,“ sagði Kristinn.
Körfubolti