Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Birgir Olgeirsson skrifar 24. nóvember 2018 21:40 Frá mótmælunum fyrr í dag. Vísir/EPA Lögregla beitti táragasi og öflugum vatnsbyssum á þúsundir mótmælenda í miðborg Parísar fyrr í dag. Voru mótmælendur þangað mættir vegna eldsneytisverðs sem þeir telja allt af hátt. Mótmælin áttu sér stað á breiðgötunni Champs Elysees en forseti Frakklands, Emmanuel Macron, þakkaði lögreglu fyrir fagleg vinnubrögð við að viðhalda friði í borginni. Sagði hann þá sem réðust gegn lögreglumönnunum mega skammast sín. Champs Elysees er eins vinsælasta ferðamannagata borgarinnar en þar kveiktu mótmælendur í flutningabíl sem sprakk. Einn mótmælenda réðist gegn slökkviliðsmönnum sem reyndu að ráða niðurlögum eldsins en hann var yfirbugaður af öðrum mótmælendum.Mótmælendur hafa sýnt samstöðu með því að klæða sig í gul vesti.Vísir/EPASkammt frá Champs Elysees skaut lögreglan gúmmískotum á mótmælendur sem héldu uppi franska fánanum og mótmælaskiltum þar sem krafist var afsagnar Macron og hann þjófkenndur. Um átta þúsund mótmælendur gerðu sér ferð niður í miðborg Parísar þar sem lögreglan reyndi að varna þeim för að forsetahöllinni sjálfri. Alls voru 130 handteknir vegna mótmælanna sem fóru fram í París og víðar um Frakkland. Eru mótmælendurnir ósáttir við ákvörðun Macrons að hækka gjaldtöku á eldsneyti til að hvetja Frakka til að velja umhverfisvænni samgöngumáta. Ásamt hærri gjaldtöku hafa frönsk yfirvöld boðið upp á ívilnanir til þeirra sem kaupa rafbíla. Atvinnubílstjórar hafa einnig staðið fyrir aðgerðum á hraðbrautum þar sem þeir hafa komið saman á flutningabílum og hægt á allri umferð ásamt því að setja upp vegatálma til að hindra aðgengi að eldsneytisstöðvum, verslunarmiðstöðvum og verksmiðjum. Síðastliðna helgi tóku um 300 þúsund manns þátt í mótmælunum út um allt Frakkland. Samkvæmt upplýsingum frá frönskum yfirvöldum tóku um 106 þúsund manns þátt í mótmælunum í dag víðs vegar um Frakkland.Fréttaveita Reuters segir þetta vera vandræðamál fyrir Macron sem hefur hrósað aðgerðum stjórnar sinnar í loftslagsmálum en er á móti gagnrýndur fyrir að vera ekki í tengslum við hinn almenna borgara og hafa vinsældir hans dvínað í skoðanakönnunum. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Lögregla beitti táragasi og öflugum vatnsbyssum á þúsundir mótmælenda í miðborg Parísar fyrr í dag. Voru mótmælendur þangað mættir vegna eldsneytisverðs sem þeir telja allt af hátt. Mótmælin áttu sér stað á breiðgötunni Champs Elysees en forseti Frakklands, Emmanuel Macron, þakkaði lögreglu fyrir fagleg vinnubrögð við að viðhalda friði í borginni. Sagði hann þá sem réðust gegn lögreglumönnunum mega skammast sín. Champs Elysees er eins vinsælasta ferðamannagata borgarinnar en þar kveiktu mótmælendur í flutningabíl sem sprakk. Einn mótmælenda réðist gegn slökkviliðsmönnum sem reyndu að ráða niðurlögum eldsins en hann var yfirbugaður af öðrum mótmælendum.Mótmælendur hafa sýnt samstöðu með því að klæða sig í gul vesti.Vísir/EPASkammt frá Champs Elysees skaut lögreglan gúmmískotum á mótmælendur sem héldu uppi franska fánanum og mótmælaskiltum þar sem krafist var afsagnar Macron og hann þjófkenndur. Um átta þúsund mótmælendur gerðu sér ferð niður í miðborg Parísar þar sem lögreglan reyndi að varna þeim för að forsetahöllinni sjálfri. Alls voru 130 handteknir vegna mótmælanna sem fóru fram í París og víðar um Frakkland. Eru mótmælendurnir ósáttir við ákvörðun Macrons að hækka gjaldtöku á eldsneyti til að hvetja Frakka til að velja umhverfisvænni samgöngumáta. Ásamt hærri gjaldtöku hafa frönsk yfirvöld boðið upp á ívilnanir til þeirra sem kaupa rafbíla. Atvinnubílstjórar hafa einnig staðið fyrir aðgerðum á hraðbrautum þar sem þeir hafa komið saman á flutningabílum og hægt á allri umferð ásamt því að setja upp vegatálma til að hindra aðgengi að eldsneytisstöðvum, verslunarmiðstöðvum og verksmiðjum. Síðastliðna helgi tóku um 300 þúsund manns þátt í mótmælunum út um allt Frakkland. Samkvæmt upplýsingum frá frönskum yfirvöldum tóku um 106 þúsund manns þátt í mótmælunum í dag víðs vegar um Frakkland.Fréttaveita Reuters segir þetta vera vandræðamál fyrir Macron sem hefur hrósað aðgerðum stjórnar sinnar í loftslagsmálum en er á móti gagnrýndur fyrir að vera ekki í tengslum við hinn almenna borgara og hafa vinsældir hans dvínað í skoðanakönnunum.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira