Framleiðandi The Mighty Ducks hafði mun stærri áform fyrir Ísland í þriðju myndinni Birgir Olgeirsson skrifar 24. nóvember 2018 17:53 Framleiðandinn vildi sýna fram á að Íslendingar væru góðir inn við beinið, en ekki óþokkar eins og í annarri myndinni. IMDB Til eru þeir Íslendingar sem eru enn sárir yfir því hvernig Ísland birtist í Disney-framhaldsmyndinni D2: The Mighty Ducks sem sagði frá baráttu bandaríska landsliðsins í íshokkí við það landslið Íslands. Íslenska liðið samanstóð af hinum mestu durtum sem sögðu bandaríska landsliðinu að fara til andskotans. Íslenska liðið niðurlægði það bandaríska í fyrsta leiknum en það bandaríska náði fram hefndum í vítakeppni í seinni leiknum.Fjallað hefur verið nokkrum sinnum um myndina á vef bandarísku útvarpsstöðvarinnar WBUR sem er er í eigu Boston-háskólans.Í apríl síðastliðnum birtist umfjöllun um myndina, sem er frá árinu 1994, þar sem vitnað var í hlaðvarpsþátt sem tileinkaður er The Mighty Ducks. Þar sagði einn af þáttastjórnendum að þeir sem ólust upp á tíunda áratug síðustu aldar hefðu jafnan hugsað til myndarinnar þegar minnst var á Ísland. „Ég ímyndaði mér Íslendinga sem hina mestu hrotta,“ sagði Kevin Cullen sem var einnig einn af þáttastjórnendunum. Þessi ótrúlegi áhugi á Mighty Ducks-myndunum hefur skilað Íslendingum svörum á því hvers vegna Íslendingar urðu fyrir valinu sem óþokkar seinni myndarinnar en það kom til vegna vinskapar Maríu Ellingsen við Jordan Kerner, sem er einn af framleiðendum myndarinnar, en María fór með hlutverk í myndinni.Jordan Kerner hefur nú upplýst að íslenska liðið átti að vinna það bandaríska í þriðju myndinni, það er ef hans hugmynd hefði orðið að veruleika.Íslenska liðið hlýðir á orð þjálfarans fyrir leikinn gegn því bandaríska en María Ellingsen er til hægri á myndinni.IMDBÍ þriðju myndinni var einblínt á leikmenn The Mighty Ducks í framhaldsskóla þar sem þeir héldu áfram að spila íshokkí og þurftu þar líkt og áður að yfirstíga mikið mótlæti, en íslenska liðið sást ekki í myndinni, ef frá er talinn markmaður íslenska landsliðsins. Jordan Kerner vildi hins vegar að þriðja myndin myndi gerast tveimur árum eftir friðarleika ungmenna, þar sem bandaríska liðið hafði að lokum betur gegn því íslenska. Þar áttu liðin að mætast aftur og bandaríska liðið að hafa sigur. Það sem bandaríska liðið átti hins vegar að komast að í þriðju myndinni að íslensku leikmennirnir voru í raun og veru góðir inn við beinið. Áttu íslensku leikmennirnir meðal annars að koma bandarískum leikmanni til varnar sem hafði orðið fyrir kynþáttaníð af hálfu nýju óþokkanna, búlgarska landsliðsins, sem áttu að vera mun verri en íslenska liðið í framkomu.Samkvæmt hugmynd Kerners átti bandaríska liðið að hjálpa því íslenska að sigra búlgarska liðið. Myndverið var hins vegar ekki hrifið af þessari hugmynd og vildi frekar mynd sem gerðist í Bandaríkjunum. Kerner sagði frá því að þegar D2 var frumsýnd í Reykjavík reyndi hann að útskýra fyrir Íslendingum hvers vegna þessi friðsæla þjóð hefði verið valin sem óþokki myndarinnar. Hann sagðist hafa tjáð frumsýningargestum að Íslendingar hefðu orðið fyrir valinu af því þeir væru sterkt og yndislegt fólk og að framleiðendurnir myndarinnar voru vissir um að Íslendingar gætu tekið þessu. Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Til eru þeir Íslendingar sem eru enn sárir yfir því hvernig Ísland birtist í Disney-framhaldsmyndinni D2: The Mighty Ducks sem sagði frá baráttu bandaríska landsliðsins í íshokkí við það landslið Íslands. Íslenska liðið samanstóð af hinum mestu durtum sem sögðu bandaríska landsliðinu að fara til andskotans. Íslenska liðið niðurlægði það bandaríska í fyrsta leiknum en það bandaríska náði fram hefndum í vítakeppni í seinni leiknum.Fjallað hefur verið nokkrum sinnum um myndina á vef bandarísku útvarpsstöðvarinnar WBUR sem er er í eigu Boston-háskólans.Í apríl síðastliðnum birtist umfjöllun um myndina, sem er frá árinu 1994, þar sem vitnað var í hlaðvarpsþátt sem tileinkaður er The Mighty Ducks. Þar sagði einn af þáttastjórnendum að þeir sem ólust upp á tíunda áratug síðustu aldar hefðu jafnan hugsað til myndarinnar þegar minnst var á Ísland. „Ég ímyndaði mér Íslendinga sem hina mestu hrotta,“ sagði Kevin Cullen sem var einnig einn af þáttastjórnendunum. Þessi ótrúlegi áhugi á Mighty Ducks-myndunum hefur skilað Íslendingum svörum á því hvers vegna Íslendingar urðu fyrir valinu sem óþokkar seinni myndarinnar en það kom til vegna vinskapar Maríu Ellingsen við Jordan Kerner, sem er einn af framleiðendum myndarinnar, en María fór með hlutverk í myndinni.Jordan Kerner hefur nú upplýst að íslenska liðið átti að vinna það bandaríska í þriðju myndinni, það er ef hans hugmynd hefði orðið að veruleika.Íslenska liðið hlýðir á orð þjálfarans fyrir leikinn gegn því bandaríska en María Ellingsen er til hægri á myndinni.IMDBÍ þriðju myndinni var einblínt á leikmenn The Mighty Ducks í framhaldsskóla þar sem þeir héldu áfram að spila íshokkí og þurftu þar líkt og áður að yfirstíga mikið mótlæti, en íslenska liðið sást ekki í myndinni, ef frá er talinn markmaður íslenska landsliðsins. Jordan Kerner vildi hins vegar að þriðja myndin myndi gerast tveimur árum eftir friðarleika ungmenna, þar sem bandaríska liðið hafði að lokum betur gegn því íslenska. Þar áttu liðin að mætast aftur og bandaríska liðið að hafa sigur. Það sem bandaríska liðið átti hins vegar að komast að í þriðju myndinni að íslensku leikmennirnir voru í raun og veru góðir inn við beinið. Áttu íslensku leikmennirnir meðal annars að koma bandarískum leikmanni til varnar sem hafði orðið fyrir kynþáttaníð af hálfu nýju óþokkanna, búlgarska landsliðsins, sem áttu að vera mun verri en íslenska liðið í framkomu.Samkvæmt hugmynd Kerners átti bandaríska liðið að hjálpa því íslenska að sigra búlgarska liðið. Myndverið var hins vegar ekki hrifið af þessari hugmynd og vildi frekar mynd sem gerðist í Bandaríkjunum. Kerner sagði frá því að þegar D2 var frumsýnd í Reykjavík reyndi hann að útskýra fyrir Íslendingum hvers vegna þessi friðsæla þjóð hefði verið valin sem óþokki myndarinnar. Hann sagðist hafa tjáð frumsýningargestum að Íslendingar hefðu orðið fyrir valinu af því þeir væru sterkt og yndislegt fólk og að framleiðendurnir myndarinnar voru vissir um að Íslendingar gætu tekið þessu.
Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira