Erlent

Táragasi og vatnsbyssum beitt á mótmælendur í París

Atli Ísleifsson skrifar
Til átaka kom á Champs Elysees í morgun.
Til átaka kom á Champs Elysees í morgun. AP/Kamil Zihnioglu
Lögregla í Frakklandi hefur beitt táragasi og vatnsbyssum á mótmælendur í frönsku höfuðborginni París í morgun.

Mikill mannfjöldi, víðs vegar um landið, hefur mótmælt hækkandi eldsneytisverði síðustu tvær vikurnar.

BBC  segir frá því að til átaka hafi komið á breiðstrætinu Champs Elysees í morgun, þrátt fyrir að lögregla hafi girt af „viðkvæma staði“ í hjarta höfuðborgarinnar.

Um 280 þúsund manns tóku þátt í mótmælum á rúmlega tvö þúsund stöðum í Frakklandi síðasta laugardag.

Skipuleggjendur mótmælanna auglýstu mótmælin í dag sem „annan þátt“ baráttu sinnar.

AP/Kamil Zihnioglu

Tengdar fréttir

Kona lést þegar ekið var á mótmælendur

Kona sem var stödd á mótmælum gegn hækkuðum álögum á eldsneyti í Frakklandi lést þegar ekið var inn í hópinn í suð-austurhluta Frakklands í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×