Biðja um að Huawei verði sniðgengið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. nóvember 2018 00:01 Frá kynningu á Huawei Mate 20 Pro. Þótt síminn sé glæsilegur fæst hann ekki í Bandaríkjunum. Getty/SOPA Images Ríkisstjórn Bandaríkjanna reynir um þessar mundir að telja bandamenn sína á að hætta notkun netbúnaðar frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. Wall Street Journal greindi frá málinu í gær en heimildarmenn miðilsins staðfestu að bandarískir erindrekar hefðu átt fundi með Þjóðverjum, Japönum og Kínverjum um málið. Bandaríkin væru að íhuga að bjóða bandamönnum fjárhagslega aðstoð í skiptum fyrir að sniðganga kínverska fyrirtækið. Tæknifyrirtækið hefur orðið fyrir ýmsum þvingunum í Bandaríkjunum. Opinberar stofnanir mega ekki nota netbúnað frá fyrirtækinu og verslanir mega ekki selja snjallsíma þess. Huawei er að nafninu til í eigu starfsmanna en ítök kínversku ríkisstjórnarinnar innan fyrirtækisins eru mikil. Því er óttast að vörur Huawei séu notaðar til þess að njósna um eigendur. Stjórnendur Huawei hafa alla tíð neitað þessum ásökunum en yfirmenn FBI, CIA og annarra bandarískra öryggisstofnana eru langt frá því að vera sannfærðir. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að búnaðurinn sé notaður í ríkjum þar sem Bandaríkjaher er með herstöðvar. Yfirvöld í Kína gætu, að því er Bandaríkjastjórn trúir, ráðist á tölvukerfi ríkisstjórna bandalagsríkja og stolið upplýsingum. Hér á landi má til að mynda kaupa vörur Huawei í Elko, hjá Nova og Símanum. Talsmaður Huawei sagði í svari við fyrirspurn Wall Street Journal að fyrirtækið væri undrandi á hegðun bandarísku ríkisstjórnarinnar. „Huawei trúir því að viðskiptavinir okkar taki rétta ákvörðun og byggi hana á eigin dómgreind og reynslunni af samstarfinu við Huawei.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kína Tækni Mest lesið Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Loðnuvertíð eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna reynir um þessar mundir að telja bandamenn sína á að hætta notkun netbúnaðar frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. Wall Street Journal greindi frá málinu í gær en heimildarmenn miðilsins staðfestu að bandarískir erindrekar hefðu átt fundi með Þjóðverjum, Japönum og Kínverjum um málið. Bandaríkin væru að íhuga að bjóða bandamönnum fjárhagslega aðstoð í skiptum fyrir að sniðganga kínverska fyrirtækið. Tæknifyrirtækið hefur orðið fyrir ýmsum þvingunum í Bandaríkjunum. Opinberar stofnanir mega ekki nota netbúnað frá fyrirtækinu og verslanir mega ekki selja snjallsíma þess. Huawei er að nafninu til í eigu starfsmanna en ítök kínversku ríkisstjórnarinnar innan fyrirtækisins eru mikil. Því er óttast að vörur Huawei séu notaðar til þess að njósna um eigendur. Stjórnendur Huawei hafa alla tíð neitað þessum ásökunum en yfirmenn FBI, CIA og annarra bandarískra öryggisstofnana eru langt frá því að vera sannfærðir. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að búnaðurinn sé notaður í ríkjum þar sem Bandaríkjaher er með herstöðvar. Yfirvöld í Kína gætu, að því er Bandaríkjastjórn trúir, ráðist á tölvukerfi ríkisstjórna bandalagsríkja og stolið upplýsingum. Hér á landi má til að mynda kaupa vörur Huawei í Elko, hjá Nova og Símanum. Talsmaður Huawei sagði í svari við fyrirspurn Wall Street Journal að fyrirtækið væri undrandi á hegðun bandarísku ríkisstjórnarinnar. „Huawei trúir því að viðskiptavinir okkar taki rétta ákvörðun og byggi hana á eigin dómgreind og reynslunni af samstarfinu við Huawei.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kína Tækni Mest lesið Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Loðnuvertíð eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira