Fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára stúlku Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 22:30 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 39 ára karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn fór tvisvar frá mars til maí 2016 með stúlku sem þá var fjórtán ára heim til sín þar sem stúlkan veitti manninum munnmök og þau höfðu samræði. Móðir stúlkunnar mætti á lögreglustöð þann 11. maí 2016 og lagði fram kærðu gegn manninum fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Sagði konan að hún hefði tekið eftir því að stúlkunni hafi liðið illa 7-10 daga á undan. Fór hún inn á Facebook síðu dóttur sinnar og áttað sig á því á því á spjallþráðum að stúlkan hafi sofið hjá manninum og hafi hún séð að maðurinn er fæddur árið 1979. Konan ræddi við dóttur sína það kvöld og lýsti stúlkan því að hafa kynnst manninum í æfingastöð World Class. Þau hafi ákveðið að hittast og hann sótt hana í líkamsræktarstöðina og farið með hana heim til sín þar sem hann hafi fengið hana til að hafa við sig munnmök og síðan haft „harkalegar“ samfarir við hana. Lýsti konan því hjá lögreglu að stúlkan hafi í kjölfar þessa samtals tekið inn of stóran skammt af lyfjum og í kjölfarið verið lögð inn á Landspítala.Maðurinn hafi vitað að stúlkan var ólögráða Meðal gagna í málinu eru samskipti mannsins og stúlkunnar á Facebook þar sem fram koma áhyggjur mannsins af því að stúlkan sé að segja frá því hvað þeim fari á milli og hverjum hún segi það. Hann hafi heyrt það á förnum vegi að stúlkan hafi grobbað sig af því að vera „búin með eldri dyravörð“ og sagt að hún og mamma vinkonu sinnar væru „kviðsystur.“ Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Sagðist hann hafa hitt stúlkuna í tvígang og þau hafi farið heim til hans. Honum hafi orðið ljóst hve ung stúlkan væri og því ekki viljað stofna til kynferðislegra athafna með henni. Sagðist hann hafa talið að stúlkan væri á bilinu 17 til 24 ára. Stúlkan sagði að maðurinn hafi alltaf vitað hve gömul hún væri, það hafi komið fram í samskiptum þeirra á samfélagsmiðlum, auk þess sem hún hafi sagt honum hve gömul hún var þegar þau hittust. Hann hafi lagt áherslu á að hún segði engum frá því að þau hefðu stundað kynlíf saman en honum hafi verið ljóst að hann væri að stunda kynferðislegar athafnir með ólögráða stúlku.Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Honum var einnig gert að greiða móður stúlkunnar 1, 2 milljónir króna ásamt því að greiða allan málskostnað. Dómsmál Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Fleiri fréttir Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 39 ára karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn fór tvisvar frá mars til maí 2016 með stúlku sem þá var fjórtán ára heim til sín þar sem stúlkan veitti manninum munnmök og þau höfðu samræði. Móðir stúlkunnar mætti á lögreglustöð þann 11. maí 2016 og lagði fram kærðu gegn manninum fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Sagði konan að hún hefði tekið eftir því að stúlkunni hafi liðið illa 7-10 daga á undan. Fór hún inn á Facebook síðu dóttur sinnar og áttað sig á því á því á spjallþráðum að stúlkan hafi sofið hjá manninum og hafi hún séð að maðurinn er fæddur árið 1979. Konan ræddi við dóttur sína það kvöld og lýsti stúlkan því að hafa kynnst manninum í æfingastöð World Class. Þau hafi ákveðið að hittast og hann sótt hana í líkamsræktarstöðina og farið með hana heim til sín þar sem hann hafi fengið hana til að hafa við sig munnmök og síðan haft „harkalegar“ samfarir við hana. Lýsti konan því hjá lögreglu að stúlkan hafi í kjölfar þessa samtals tekið inn of stóran skammt af lyfjum og í kjölfarið verið lögð inn á Landspítala.Maðurinn hafi vitað að stúlkan var ólögráða Meðal gagna í málinu eru samskipti mannsins og stúlkunnar á Facebook þar sem fram koma áhyggjur mannsins af því að stúlkan sé að segja frá því hvað þeim fari á milli og hverjum hún segi það. Hann hafi heyrt það á förnum vegi að stúlkan hafi grobbað sig af því að vera „búin með eldri dyravörð“ og sagt að hún og mamma vinkonu sinnar væru „kviðsystur.“ Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Sagðist hann hafa hitt stúlkuna í tvígang og þau hafi farið heim til hans. Honum hafi orðið ljóst hve ung stúlkan væri og því ekki viljað stofna til kynferðislegra athafna með henni. Sagðist hann hafa talið að stúlkan væri á bilinu 17 til 24 ára. Stúlkan sagði að maðurinn hafi alltaf vitað hve gömul hún væri, það hafi komið fram í samskiptum þeirra á samfélagsmiðlum, auk þess sem hún hafi sagt honum hve gömul hún var þegar þau hittust. Hann hafi lagt áherslu á að hún segði engum frá því að þau hefðu stundað kynlíf saman en honum hafi verið ljóst að hann væri að stunda kynferðislegar athafnir með ólögráða stúlku.Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Honum var einnig gert að greiða móður stúlkunnar 1, 2 milljónir króna ásamt því að greiða allan málskostnað.
Dómsmál Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Fleiri fréttir Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Sjá meira