Hátt í hundrað manns leitað til Verkalýðsfélags Suðurlands á árinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. nóvember 2018 21:00 Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands. Vísir/Magnús Hlynur Hátt í hundrað einstaklingar hafa leitað til Verkalýðsfélags Suðurlands á árinu vegna þess að þeir telja sig ekki hafa ekki fengið greidd rétt laun. Formaður félagsins segir ólíðandi þegar vinnuveitendur svíkja fólk viljandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu leituðu tveir erlendir einstaklingar til stéttarfélagsins í byrjun nóvember vegna þess að þeir hefðu ekki fengið greidd laun fyrir vinnu á gistiheimili á Suðurlandi. Annar aðilanna hafði verið í fullri vinnu í þrjá mánuði og hinn í einn mánuð. Báðir fengu þeir senda launaseðla á heimabankann en enga greiðslu. Umrætt gistiheimili hefur áður komist í umræðuna vegna svipaðs máls. Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands, staðfestir að málið sé á borði félagsins, en getur ekki tjáð sig um það að öðru leyti. Málin flest tengd ferðaþjónustu Hún segir málið alls ekkert einsdæmi en félagið fær að jafnaði um eitt til tvö mál á viku á borð til sín sem er snúa að vangreiddum launum. Málin tengjast langflest ferðaþjónustunni og oftast eru það útlendingar sem leita til félagsins. „Þeim störfum hefur fjölgað mest og það helst þá auðvitað í hendur. Það er kannski mikill vöxtur og allt að gerast svo hratt. Þeir sem eru að byrja átta sig ekki á því hvernig þetta nákvæmlega virkar. Það eru þarna kjarasamningar sem þarf að fara eftir“ Guðrún segir málin vera misalvarleg en henni þykir leitt að sjá alvarlegri málum fjölga „Þetta er auðvitað ólíðandi. Að það sé verið að koma svona fram við starfsfólk ef það er verið að gera það viljandi. Við höfum öll réttindi og skyldur, bæði atvinnurekendur og starfsfólk. Þegar þeir eru visvítandi að reyna komast hjá því að greiða er það alvarlegt og það á bara ekkert að vera þannig.“ Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Hátt í hundrað einstaklingar hafa leitað til Verkalýðsfélags Suðurlands á árinu vegna þess að þeir telja sig ekki hafa ekki fengið greidd rétt laun. Formaður félagsins segir ólíðandi þegar vinnuveitendur svíkja fólk viljandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu leituðu tveir erlendir einstaklingar til stéttarfélagsins í byrjun nóvember vegna þess að þeir hefðu ekki fengið greidd laun fyrir vinnu á gistiheimili á Suðurlandi. Annar aðilanna hafði verið í fullri vinnu í þrjá mánuði og hinn í einn mánuð. Báðir fengu þeir senda launaseðla á heimabankann en enga greiðslu. Umrætt gistiheimili hefur áður komist í umræðuna vegna svipaðs máls. Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands, staðfestir að málið sé á borði félagsins, en getur ekki tjáð sig um það að öðru leyti. Málin flest tengd ferðaþjónustu Hún segir málið alls ekkert einsdæmi en félagið fær að jafnaði um eitt til tvö mál á viku á borð til sín sem er snúa að vangreiddum launum. Málin tengjast langflest ferðaþjónustunni og oftast eru það útlendingar sem leita til félagsins. „Þeim störfum hefur fjölgað mest og það helst þá auðvitað í hendur. Það er kannski mikill vöxtur og allt að gerast svo hratt. Þeir sem eru að byrja átta sig ekki á því hvernig þetta nákvæmlega virkar. Það eru þarna kjarasamningar sem þarf að fara eftir“ Guðrún segir málin vera misalvarleg en henni þykir leitt að sjá alvarlegri málum fjölga „Þetta er auðvitað ólíðandi. Að það sé verið að koma svona fram við starfsfólk ef það er verið að gera það viljandi. Við höfum öll réttindi og skyldur, bæði atvinnurekendur og starfsfólk. Þegar þeir eru visvítandi að reyna komast hjá því að greiða er það alvarlegt og það á bara ekkert að vera þannig.“
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira