Lífið

Birta blóði drifna stiklu úr Ófærð

Andri Eysteinsson skrifar
Önnur þáttaröð Ófærðar hefst annan í jólum.
Önnur þáttaröð Ófærðar hefst annan í jólum.
Margir bíða í ofvæni eftir nýrri þáttaröð Ófærðar en ný stikla var birt úr þáttaröðinni í dag. Óhætt er að segja að Ófærð hafi farið sigurför um heiminn og hefur hún nú verið sýnd í flestum heimshornum og hlotið mikið lof gagnrýnenda. Stikluna má sjá neðst í fréttinni.

Áætla má að nokkrir tugir milljóna hafi horft á fyrstu seríu Ófærðar til enda, en hún var t.d. vinsælasta erlenda þáttaröðin sem sýnd var í Frakklandi árið 2016, en 5,2 milljónir horfðu á fyrsta þáttinn.

Einnig fékk Ófærð mjög gott áhorf í Bretlandi, Þýskalandi, Japan og Ástralíu svo nokkur lönd séu talin.

Íslendingar sjá þættina fyrstir allra

Íslendingar verða fyrstir til að bera nýju þáttaröðina augum en hún verður frumsýnd 26. desember, annan í jólum, á RÚV.

Ófærð er framleidd af Baltasar Kormáki og Magnúsi Viðari Sigurðssyni hjá RVK Studios og aðalhlutverk eru sem fyrr í höndum Ólafs Darra Ólafssonar, Ilmar Kristjánsdóttur og Ingvars E. Sigurðssonar.

Handritið skrifa Sigurjón Kjartansson, Clive Bradley, Margrét Örnólfsdóttir og Holly Phillips. Leikstjórar eru Baltasar Kormákur, Börkur Sigþórsson, Ugla Hauksdóttir og Óskar Þór Axelsson.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.