Leikur að lífi Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2018 07:30 Árið 2009 lést Harry nokkur Patch, pípulagningamaður frá Somerset á Englandi. Hann var 111 ára. Harry Patch var ósköp venjulegur maður. Hann vann við iðn sína uns hann settist í helgan stein 65 ára, hann kvæntist og eignaðist tvo syni. Það var ekki fyrr en síðustu æviárin sem frægðarstjarna hans fór að skína. Harry hætti í skóla 15 ára og gerðist lærlingur hjá pípulagningameistara. En innan við ári síðar hófst fyrri heimsstyrjöldin. Harry var átján ára þegar hann var kvaddur í herinn. Það var á nítjánda afmælisdaginn hans sem hann mætti í skotgrafirnar í Belgíu. En stríði Harry Patch lauk hratt. Þremur mánuðum síðar særðist hann þegar sprengikúla sprakk yfir honum og félögum hans. Þrír bestu vinir hans létust. Harry neitaði alltaf að tjá sig um stríðið. Hann talaði ekki einu sinni um það við eiginkonu sína og börn. En þegar hann varð hundrað ára og ríkisstjórnir þeirra landa sem mynduðu fylkingu Bandamanna í heimsstyrjöldinni tóku að keppast við að heiðra hann fyrir framlag sitt ákvað hann að leysa frá skjóðunni. Harry Patch tók við öllum orðunum og heiðursnafnbótunum sem á hann voru hengdar. En viðhafnarræður hans voru langt frá því að vera það innantóma orðagjálfur sem tíðkaðist um mikilvægi styrjaldarinnar og hetjuskap hermannanna. „Stjórnmálamenn hefðu sjálfir átt að taka byssur sínar og útkljá ágreining sinn sín á milli í stað þess að stofna til skipulagðra fjöldamorða,“ sagði hann og úthúðaði stétt þeirra sem hengdu á hann orðurnar. „Stríðið var tilgangslaust. Öll stríð eru tilgangslaus. Hvers vegna ætti bresku ríkisstjórninni að vera heimilt að hafa samband við mig og senda mig út á vígvöllinn til að skjóta mann sem ég þekki ekki, til að skjóta mann sem talar tungumál sem ég kann ekki?“Stjórnmál og fótbolti Fyrir viku sat ég á veitingahúsi hér í London ásamt hópi gesta frá Íslandi. Það var glatt á hjalla, mikið skrafað og skeggrætt. En allt í einu andvarpaði einn í hópnum og spurði: „Við erum komin alla leiðina til London; hvernig stendur á að við höfum ekki talað um annað en íslenska pólitík í allt kvöld?“ Ég hugsaði mig um. Svo svaraði ég: „Stjórnmál eru okkar fótbolti.“ Oft virðast stjórnmál eins og leikur. Á yfirborðinu snúast þau um að vinna stig, skora mörk og klekkja á andstæðingum. Fyrr í mánuðinum var þess minnst að hundrað ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þegar Harry Patch lést var hann síðasti eftirlifandi breski hermaðurinn sem barist hafði í fyrri heimsstyrjöldinni. Harry áfelldist stjórnmálamenn fyrir að hafa hrundið henni af stað af vítaverðu gáleysi. Það var ekki líf stjórnmálamanna sem lá við á vígvellinum. Það voru ekki þeir sem horfðu upp á félaga sína sprengda í loft upp „svo ekkert var eftir af þeim“. Fyrir stjórnmálamönnum voru hinir föllnu tölur á blaði. Fyrir þeim var þetta leikur.For, for og meiri for Stjórnmál eru ekki fótbolti. Þau eru hins vegar leikur – leikur að lífi fólks. Þegar framlög sem ráðgerð hafa verið í fjárlagafrumvarpi til öryrkja eru lækkuð um milljarð er ekki aðeins um tölur í Excel að ræða heldur munu manneskjur af holdi og blóði líða fyrir. Þegar ekki er fjárfest í hjúkrunarrými þarf 92 ára alvarlega slösuð kona að liggja í rúmi inni á salerni Landspítalans með kúabjöllu við hönd. Þegar afsláttur af veiðileyfagjaldi, eðlilegri greiðslu fyrir nýtingu á sameiginlegri auðlind landsmanna, er snaraukinn þurfa aðrir að stoppa í gatið úr eigin pyngju. Áður en Harry Patch lést heimsótti hann vígvöllinn í Belgíu þar sem hann særðist áratugum fyrr. Þar sem hann sat í hjólastól og horfði yfir grasivaxna jörð sagði hann: „Þetta var ekkert annað en for, for og meiri for – blönduð blóði.“ Þegar horft er yfir pólitískt landslag á Íslandi virðist það stundum sama forarsvað og vígvöllurinn forðum – blandað blóði þeirra sem stjórnvöld fórnuðu í Excel-skjali dagsins eins og peði í tafli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2009 lést Harry nokkur Patch, pípulagningamaður frá Somerset á Englandi. Hann var 111 ára. Harry Patch var ósköp venjulegur maður. Hann vann við iðn sína uns hann settist í helgan stein 65 ára, hann kvæntist og eignaðist tvo syni. Það var ekki fyrr en síðustu æviárin sem frægðarstjarna hans fór að skína. Harry hætti í skóla 15 ára og gerðist lærlingur hjá pípulagningameistara. En innan við ári síðar hófst fyrri heimsstyrjöldin. Harry var átján ára þegar hann var kvaddur í herinn. Það var á nítjánda afmælisdaginn hans sem hann mætti í skotgrafirnar í Belgíu. En stríði Harry Patch lauk hratt. Þremur mánuðum síðar særðist hann þegar sprengikúla sprakk yfir honum og félögum hans. Þrír bestu vinir hans létust. Harry neitaði alltaf að tjá sig um stríðið. Hann talaði ekki einu sinni um það við eiginkonu sína og börn. En þegar hann varð hundrað ára og ríkisstjórnir þeirra landa sem mynduðu fylkingu Bandamanna í heimsstyrjöldinni tóku að keppast við að heiðra hann fyrir framlag sitt ákvað hann að leysa frá skjóðunni. Harry Patch tók við öllum orðunum og heiðursnafnbótunum sem á hann voru hengdar. En viðhafnarræður hans voru langt frá því að vera það innantóma orðagjálfur sem tíðkaðist um mikilvægi styrjaldarinnar og hetjuskap hermannanna. „Stjórnmálamenn hefðu sjálfir átt að taka byssur sínar og útkljá ágreining sinn sín á milli í stað þess að stofna til skipulagðra fjöldamorða,“ sagði hann og úthúðaði stétt þeirra sem hengdu á hann orðurnar. „Stríðið var tilgangslaust. Öll stríð eru tilgangslaus. Hvers vegna ætti bresku ríkisstjórninni að vera heimilt að hafa samband við mig og senda mig út á vígvöllinn til að skjóta mann sem ég þekki ekki, til að skjóta mann sem talar tungumál sem ég kann ekki?“Stjórnmál og fótbolti Fyrir viku sat ég á veitingahúsi hér í London ásamt hópi gesta frá Íslandi. Það var glatt á hjalla, mikið skrafað og skeggrætt. En allt í einu andvarpaði einn í hópnum og spurði: „Við erum komin alla leiðina til London; hvernig stendur á að við höfum ekki talað um annað en íslenska pólitík í allt kvöld?“ Ég hugsaði mig um. Svo svaraði ég: „Stjórnmál eru okkar fótbolti.“ Oft virðast stjórnmál eins og leikur. Á yfirborðinu snúast þau um að vinna stig, skora mörk og klekkja á andstæðingum. Fyrr í mánuðinum var þess minnst að hundrað ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þegar Harry Patch lést var hann síðasti eftirlifandi breski hermaðurinn sem barist hafði í fyrri heimsstyrjöldinni. Harry áfelldist stjórnmálamenn fyrir að hafa hrundið henni af stað af vítaverðu gáleysi. Það var ekki líf stjórnmálamanna sem lá við á vígvellinum. Það voru ekki þeir sem horfðu upp á félaga sína sprengda í loft upp „svo ekkert var eftir af þeim“. Fyrir stjórnmálamönnum voru hinir föllnu tölur á blaði. Fyrir þeim var þetta leikur.For, for og meiri for Stjórnmál eru ekki fótbolti. Þau eru hins vegar leikur – leikur að lífi fólks. Þegar framlög sem ráðgerð hafa verið í fjárlagafrumvarpi til öryrkja eru lækkuð um milljarð er ekki aðeins um tölur í Excel að ræða heldur munu manneskjur af holdi og blóði líða fyrir. Þegar ekki er fjárfest í hjúkrunarrými þarf 92 ára alvarlega slösuð kona að liggja í rúmi inni á salerni Landspítalans með kúabjöllu við hönd. Þegar afsláttur af veiðileyfagjaldi, eðlilegri greiðslu fyrir nýtingu á sameiginlegri auðlind landsmanna, er snaraukinn þurfa aðrir að stoppa í gatið úr eigin pyngju. Áður en Harry Patch lést heimsótti hann vígvöllinn í Belgíu þar sem hann særðist áratugum fyrr. Þar sem hann sat í hjólastól og horfði yfir grasivaxna jörð sagði hann: „Þetta var ekkert annað en for, for og meiri for – blönduð blóði.“ Þegar horft er yfir pólitískt landslag á Íslandi virðist það stundum sama forarsvað og vígvöllurinn forðum – blandað blóði þeirra sem stjórnvöld fórnuðu í Excel-skjali dagsins eins og peði í tafli.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar