Framleiðir chilli-sósu í Berufirði Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2018 19:45 William Óðinn Lefever er maðurinn á bakvið chillisósuna Beru frá Berufirði. Chilli-fíkillinn William Óðinn Lefever er þessa dagana önnum kafinn við að koma chilli-sósu á markað sem hefur fengið heitið Bera. Sósan er nefnd eftir tröllskessunni Beru sem réð ríkjum í Berufirði en þar hefur Óðinn komið sér fyrir á Karlsstöðum þar sem hjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem Prins Póló, búa ásamt börnum og reka gistiheimili, tónleikastað, matstofu, snakkgerð og menningarstarfsemi undir merkjum Havarí. Þegar Vísir náði tali af Óðni var hann að pilla dilka af habanero-piparnum sem hann notar í sósuna en hann áætlar að fyrsta upplag verði tilbúið á næstu dögum. Verður fyrsta upplagið um 360 lítrar af chilli-sósu sem er tappað á 2.400 150 millilítra flöskur. Allt byrjaði þetta þegar Óðinn ákvað að elta þáverandi kærustu sína, sem í dag er unnusta hans, Gretu Mjöll Samúelsdóttur til Bandaríkjanna en þar hafði hún fengið styrk til náms í Northeastern-háskólanum gegn því að spila knattspyrnu. Óðinn kláraði sitt háskólanám á Íslandi en fluttist svo út til Gretu þar sem hann gat sótt um vinnu því faðir hans er frá Bandaríkjunum og Óðinn því með tvöfalt ríkisfang.Heill heimur af sósum Þar kynntist hann „hot sauce“, eða sterkum sósum, fyrir alvöru.Sósan Bera sem Óðinn framleiðir.„Ég vissi að þetta væri til, maður þekkti Tabasco-sósu en ég var ekki að kveikja á því að það væri heill heimur af þessum sósum og ótal tegundir til.“ Í Bandaríkjunum hafði hann aðgang að miklu úrvali og var farinn að setja chilli-sósu á nánast allan mat. Hann vingaðist við fólk sem deildi sömu ástríðu og hann á sterkum sósum og fékk í gegnum þau að skyggnast í slíka sósugerð. Þegar Óðinn og Greta fluttu aftur til Íslands voru góð ráð dýr. Úrvalið af þessari tegund af sósum var ekki það besta og fór Óðinn því að reyna fyrir sér í sósugerðinni með afbragðs útkomu.Greta hvatti hann til að sækja um Árið 2015 ákváðu þau að venda kvæði sínu í kross og fluttust á Djúpavog á Austfjörðum. Greta bendir honum á að Uppbyggingarsjóður Austurlands hafi auglýst eftir umsóknum um styrki til nýsköpunar og hvetur hann til að sækja um í því skyni að búa til chilli-sósu. „Ég var ekki á þeim buxunum fyrst um sinn. Ég er svo mikill bremsukarl. Svo hugsaði ég; af hverju ekki? og prófaði að sækja um.“ Umsókninni var vel tekið og þá var ekki aftur snúið og er Óðinn þakklátur fyrir það. Hann segir þetta breyta allri nálgun þegar kemur að sósugerðinni og það sé enginn afsláttur gefinn. Hann þarf reglulega að skila skýrslum um framgang mála sem geri honum gott og haldi honum við efnið. „Það er ekki rými til að slugsa,“ segir Óðinn.Fær hjálp frá mörgum Þó svo að Óðinn sé einn í verkefninu að nafninu til segir hann það langt frá raunveruleikanum. Fjölmargir hafa lagt honum lið og voru til að mynda bróðir hans og vinkona að hjálpa til við sósugerðina þegar Vísir heyrði í honum. „Og svo konan mín. Þetta hefði aldrei orðið að veruleika ef hún hefði ekki verið hérna til að leiða mig í gegnum þetta. Ég hefði aldrei geta gert þetta einn.“Óðinn segir Gretu Mjöll hafa hvatt sig áfram og leitt sig í gegnum allt ferlið.Hann segist notast við eins mikið íslenskt hráefni og hægt er, en hráefnisöflunin sé fremur flókin þegar kemur að piparnum sjálfum.Neyddist til að flytja piparinn inn Óðinn notast við habanero-pipar sem er sem stendur ekki ræktaður á Íslandi í nógu miklu magni til að annast framleiðslu. Habanero er mjög sterkur pipar sem rýkur ekki beint út líkt og heitar lummur einn og sér. Óðinn segir að á um það bil 10 til 15 kíló séu í umferð á Íslandi á hverjum gefnum tímapunkti og enginn garðyrkjubóndi myndi leggja það á sig að rækta svo lítið magn. Óðinn þarf hins vegar 28 kíló af Habanero-pipar í hvern skammt og því dugði lítið annað en að flytja það inn. Hann hefur þó komist í kynni við bónda sem er einnig forfallinn chilli-fíkill sem fylgist spenntur með gangi mála. Ef salan á sósunni gengur vel verður farið í að skoða möguleika á ræktun. Habanero er eitt alsterkasta chilialdinið sem telst raunar til sérstakra tegundar chillialdina, Capsicum sinense. Hann notar jafnframt ferskan mangó í sósuna sem er ekki til í miklu magni á Íslandi, því þarf einnig að flytja það inn. Hann segist hafa lært margt á ferlinu og með tíð og tíma muni hann finna lausnir á öllum þeim vandamálum sem hafa komið upp við að finna alíslenskt hráefni í sósuna.Habanero er eitt alsterkasta chilialdinið sem telst raunar til sérstakra tegundar chillialdina, Capsicum sinense.Vísir/GettyTvöfaldur styrkur Tabasco-sósunnar Sósunni er ætlað að keyra bragðlaukana í gang, sem verður tvöfalt sterkari en Tabasco-sósa. „Styrkur sósa af þessari tegund falla á mjög breiðan skala. Smekkur fólks og þol fyrir styrk er afar mismunandi og því er erfitt að áætla hversu sterk sósan er. Til er ákveðinn skali sem mælir styrkleika eftir kvarða sem er kenndur við Scoville. Sem dæmi skorar Tabasco um það bil 3500 einingar á þeim skala. Ég hef ekki látið mæla Scoville-einingarnar í Beru en áætla að hún skori á bilinu 7-9000 á skalanum. Þetta er vissulega sterkt en ætti ekki að eyðileggja daginn fyrir neinum. Fyrst og fremst er þetta frábær viðbót við flesta rétti og keyrir bragðlaukana í gang!“ Hann ætlar sér á næstu dögum að klára að koma sósunni á flöskur og merkja þær, því næst verður farið í markaðssetningu og reynt að finna söluaðila. Hann hefur einnig fengið samþykki frá forsvarsmönnum hópfjármögnunarsíðunnar Karolina fund um að koma verkefninu sínu þangað inn. Þar ætlar hann að selja sósuna til fólks fyrir fram og ætlar að nýta fjármagnið til að styrkja framleiðsluna og stækka við sig. Djúpivogur Matur Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Chilli-fíkillinn William Óðinn Lefever er þessa dagana önnum kafinn við að koma chilli-sósu á markað sem hefur fengið heitið Bera. Sósan er nefnd eftir tröllskessunni Beru sem réð ríkjum í Berufirði en þar hefur Óðinn komið sér fyrir á Karlsstöðum þar sem hjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem Prins Póló, búa ásamt börnum og reka gistiheimili, tónleikastað, matstofu, snakkgerð og menningarstarfsemi undir merkjum Havarí. Þegar Vísir náði tali af Óðni var hann að pilla dilka af habanero-piparnum sem hann notar í sósuna en hann áætlar að fyrsta upplag verði tilbúið á næstu dögum. Verður fyrsta upplagið um 360 lítrar af chilli-sósu sem er tappað á 2.400 150 millilítra flöskur. Allt byrjaði þetta þegar Óðinn ákvað að elta þáverandi kærustu sína, sem í dag er unnusta hans, Gretu Mjöll Samúelsdóttur til Bandaríkjanna en þar hafði hún fengið styrk til náms í Northeastern-háskólanum gegn því að spila knattspyrnu. Óðinn kláraði sitt háskólanám á Íslandi en fluttist svo út til Gretu þar sem hann gat sótt um vinnu því faðir hans er frá Bandaríkjunum og Óðinn því með tvöfalt ríkisfang.Heill heimur af sósum Þar kynntist hann „hot sauce“, eða sterkum sósum, fyrir alvöru.Sósan Bera sem Óðinn framleiðir.„Ég vissi að þetta væri til, maður þekkti Tabasco-sósu en ég var ekki að kveikja á því að það væri heill heimur af þessum sósum og ótal tegundir til.“ Í Bandaríkjunum hafði hann aðgang að miklu úrvali og var farinn að setja chilli-sósu á nánast allan mat. Hann vingaðist við fólk sem deildi sömu ástríðu og hann á sterkum sósum og fékk í gegnum þau að skyggnast í slíka sósugerð. Þegar Óðinn og Greta fluttu aftur til Íslands voru góð ráð dýr. Úrvalið af þessari tegund af sósum var ekki það besta og fór Óðinn því að reyna fyrir sér í sósugerðinni með afbragðs útkomu.Greta hvatti hann til að sækja um Árið 2015 ákváðu þau að venda kvæði sínu í kross og fluttust á Djúpavog á Austfjörðum. Greta bendir honum á að Uppbyggingarsjóður Austurlands hafi auglýst eftir umsóknum um styrki til nýsköpunar og hvetur hann til að sækja um í því skyni að búa til chilli-sósu. „Ég var ekki á þeim buxunum fyrst um sinn. Ég er svo mikill bremsukarl. Svo hugsaði ég; af hverju ekki? og prófaði að sækja um.“ Umsókninni var vel tekið og þá var ekki aftur snúið og er Óðinn þakklátur fyrir það. Hann segir þetta breyta allri nálgun þegar kemur að sósugerðinni og það sé enginn afsláttur gefinn. Hann þarf reglulega að skila skýrslum um framgang mála sem geri honum gott og haldi honum við efnið. „Það er ekki rými til að slugsa,“ segir Óðinn.Fær hjálp frá mörgum Þó svo að Óðinn sé einn í verkefninu að nafninu til segir hann það langt frá raunveruleikanum. Fjölmargir hafa lagt honum lið og voru til að mynda bróðir hans og vinkona að hjálpa til við sósugerðina þegar Vísir heyrði í honum. „Og svo konan mín. Þetta hefði aldrei orðið að veruleika ef hún hefði ekki verið hérna til að leiða mig í gegnum þetta. Ég hefði aldrei geta gert þetta einn.“Óðinn segir Gretu Mjöll hafa hvatt sig áfram og leitt sig í gegnum allt ferlið.Hann segist notast við eins mikið íslenskt hráefni og hægt er, en hráefnisöflunin sé fremur flókin þegar kemur að piparnum sjálfum.Neyddist til að flytja piparinn inn Óðinn notast við habanero-pipar sem er sem stendur ekki ræktaður á Íslandi í nógu miklu magni til að annast framleiðslu. Habanero er mjög sterkur pipar sem rýkur ekki beint út líkt og heitar lummur einn og sér. Óðinn segir að á um það bil 10 til 15 kíló séu í umferð á Íslandi á hverjum gefnum tímapunkti og enginn garðyrkjubóndi myndi leggja það á sig að rækta svo lítið magn. Óðinn þarf hins vegar 28 kíló af Habanero-pipar í hvern skammt og því dugði lítið annað en að flytja það inn. Hann hefur þó komist í kynni við bónda sem er einnig forfallinn chilli-fíkill sem fylgist spenntur með gangi mála. Ef salan á sósunni gengur vel verður farið í að skoða möguleika á ræktun. Habanero er eitt alsterkasta chilialdinið sem telst raunar til sérstakra tegundar chillialdina, Capsicum sinense. Hann notar jafnframt ferskan mangó í sósuna sem er ekki til í miklu magni á Íslandi, því þarf einnig að flytja það inn. Hann segist hafa lært margt á ferlinu og með tíð og tíma muni hann finna lausnir á öllum þeim vandamálum sem hafa komið upp við að finna alíslenskt hráefni í sósuna.Habanero er eitt alsterkasta chilialdinið sem telst raunar til sérstakra tegundar chillialdina, Capsicum sinense.Vísir/GettyTvöfaldur styrkur Tabasco-sósunnar Sósunni er ætlað að keyra bragðlaukana í gang, sem verður tvöfalt sterkari en Tabasco-sósa. „Styrkur sósa af þessari tegund falla á mjög breiðan skala. Smekkur fólks og þol fyrir styrk er afar mismunandi og því er erfitt að áætla hversu sterk sósan er. Til er ákveðinn skali sem mælir styrkleika eftir kvarða sem er kenndur við Scoville. Sem dæmi skorar Tabasco um það bil 3500 einingar á þeim skala. Ég hef ekki látið mæla Scoville-einingarnar í Beru en áætla að hún skori á bilinu 7-9000 á skalanum. Þetta er vissulega sterkt en ætti ekki að eyðileggja daginn fyrir neinum. Fyrst og fremst er þetta frábær viðbót við flesta rétti og keyrir bragðlaukana í gang!“ Hann ætlar sér á næstu dögum að klára að koma sósunni á flöskur og merkja þær, því næst verður farið í markaðssetningu og reynt að finna söluaðila. Hann hefur einnig fengið samþykki frá forsvarsmönnum hópfjármögnunarsíðunnar Karolina fund um að koma verkefninu sínu þangað inn. Þar ætlar hann að selja sósuna til fólks fyrir fram og ætlar að nýta fjármagnið til að styrkja framleiðsluna og stækka við sig.
Djúpivogur Matur Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira