Kolfinna Von segir sárt að deilur um peninga valdi vinslitum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2018 16:10 Kolfinna Von segir sína hlið. Vísir/Vilhelm Kolfinna Von Arnardóttir segir að landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og eiginkona hans Kristbjörg Jónasdóttir hafi fengið upplýsingar um í hvað fimmtán milljóna króna fjárfesting hjónanna í gegnum Kolfinnu Von fór. Sárt sé að deilur um peninga valdi vinslitum. Þetta segir Kolfinna Von í Facebook-færslu en um er að ræða viðbrögð við nýútkominni sjálfsævisögu Arons Einars, Sagan mín. Þar lýsir Aron Einar því hvernig hann hafi brennt sig á hugmynd frá þáverandi bestu vinkonu Kristbjargar, Kolfinnu.Björn Ingi og Kolfinna giftu sig sumarið 2015.Fréttablaðið/Anton BrinkFimmtán milljónir króna í súginn „Árið 2016 stakk besta vinkona Kristbjargar upp á því að við færum í viðskipti með henni og eiginmanni hennar sem er virkur fjárfestir á Íslandi,“ segir Aron Einar í bókinni. Um er að ræða Björn Inga Hrafnsson sem hefur verið umsvifamikill í fjölmiðlarekstri undanfarin ár. „Við treystum þeim og ákváðum því að kaupa hlut í félagi þeirra undir þeim formerkjum að til stæði að fjárfesta í íslenska fatavörumerkinu JÖR.“ JÖR varð gjaldþrota á sínum tíma og segir Aron Einar að því hafi ekkert orðið af fjárfestingunni. Þau hafi samið um að félagið myndi einfaldlega kaupa hlut Arons og Kristbjargar aftur. „Þrátt fyrir það höfum við Kristbjörg hvorki fengið greitt til baka samkvæmt samningnum né fengið að sjá pappíra til útskýringar á hvað varð um peningana. Þau hafa aldrei getað útskýrt það.“ Samstarfið hafi endað eins illa og hægt var. „Ekki bara með árangurslítilli innheimtu og málferlum heldur einnig með vinslitum. Þetta var og er leiðindamál sem sýnir manni hvað er raunverulega lagt að veði þegar vinir fara saman út í viðskipti.“Kolfinna Von var í lykilhlutverki í brúðkaupsveislu Arons Einars og Kristbjargar sumarið 2016, nokkrum vikum eftir fimmtán milljóna króna fjárfestinguna sem skilaði engu.vísir/andri marinóSegist víst hafa skýrt tapið Kolfinnu blöskrar skrif Arons Einars, segir þar rangfærslur að finna og það sé eiginlega þyngra en tárum taki að deila um peninga valdi vinslitum. Henni finnst miður hvernig Aron kjósi að segja frá hlið þeirra hjóna. „Staðreyndin er sú að Aron Einar fjárfesti fyrir fimmtán milljónir í einkahlutafélagi sem við vorum að byggja upp. Tíu milljónir af því fóru í lán til JÖR og fimm milljónir vegna kaupa á tískuhátíðinni RFF. Því miður gekk rekstur JÖR ekki upp og félagið fór í þrot og þar með töpuðum við miklum fjármunum. Bæði félagið okkar og við persónulega sem höfðum lagt fjármuni í það.“ Ekkert segir í færslu Kolfinnu um fimm milljónirnar sem fóru í kaup á tískuhátíðinni RFF. Hvort til standi að endurgreiða þær. Kolfinna, sem var ein besta vinkona Kristbjargar og var í aðalhlutverki í brúðkaupsveislu þeirra sumarið 2016 með ræðuhöldum og tilheyrandi, segist hafa reynt hvað hún geti til að milda ástandið.Guðmundur Jörundsson, stofnandi Jör, var ekki sáttur við viðskipti sín við Björn Inga og Kolfinnu.Fréttablaðið/DaníelUndrast hörku „Mér varð snemma ljóst að sú staðreynd færi mjög illa í vinahjón mín Aron Einar og Kristbjörgu eiginkonu hans og hef reynt allt til að koma til móts við þau vegna þessa. Það er gömul saga og ný að deilur um peninga geta farið illa með vináttusambönd og þetta er því miður dæmi um það. Það er ekki rétt að aldrei hafi fengist svör um það í hvað peningarnir fóru. Þeir fóru í þessi tvö verkefni og lögmaður þeirra hjóna fékk að sjá skrifleg gögn um það.“ Það særi hana mjög hve mikil harka sé í málinu. Hún sé ung kona og erfitt að verjast í slíku máli þar sem séu miklar tilfinningar. „Um er að ræða eina af mínu bestu vinkonum og eiginmann hennar og það er sárt að deilur um peninga valdi vinslitum. Það er eiginlega þyngra en tárum taki. En sumt í lífinu tekst vel til og annað ekki og maður verður að reyna að læra af þeim mistökum sem eru gerð.“Færslu Kolfinnu Von má sjá að neðan en þar birtir hún skjáskot úr heimabankanum reiknings í hennar umsjá. Þar má sjá 15 milljóna króna innlögn frá Aroni Einari 26. maí 2016. Sama dag millifærði hún tíu milljónir á JÖR og fimm milljónir á Joco ehf. Tengdar fréttir Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR Opna á aðra JÖR verslun í miðbænum auk þess að stefnt er að sókn á erlendum mörkuðum. 9. júní 2016 10:12 Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14 Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00 Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, 29. nóvember 2016 05:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Kolfinna Von Arnardóttir segir að landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og eiginkona hans Kristbjörg Jónasdóttir hafi fengið upplýsingar um í hvað fimmtán milljóna króna fjárfesting hjónanna í gegnum Kolfinnu Von fór. Sárt sé að deilur um peninga valdi vinslitum. Þetta segir Kolfinna Von í Facebook-færslu en um er að ræða viðbrögð við nýútkominni sjálfsævisögu Arons Einars, Sagan mín. Þar lýsir Aron Einar því hvernig hann hafi brennt sig á hugmynd frá þáverandi bestu vinkonu Kristbjargar, Kolfinnu.Björn Ingi og Kolfinna giftu sig sumarið 2015.Fréttablaðið/Anton BrinkFimmtán milljónir króna í súginn „Árið 2016 stakk besta vinkona Kristbjargar upp á því að við færum í viðskipti með henni og eiginmanni hennar sem er virkur fjárfestir á Íslandi,“ segir Aron Einar í bókinni. Um er að ræða Björn Inga Hrafnsson sem hefur verið umsvifamikill í fjölmiðlarekstri undanfarin ár. „Við treystum þeim og ákváðum því að kaupa hlut í félagi þeirra undir þeim formerkjum að til stæði að fjárfesta í íslenska fatavörumerkinu JÖR.“ JÖR varð gjaldþrota á sínum tíma og segir Aron Einar að því hafi ekkert orðið af fjárfestingunni. Þau hafi samið um að félagið myndi einfaldlega kaupa hlut Arons og Kristbjargar aftur. „Þrátt fyrir það höfum við Kristbjörg hvorki fengið greitt til baka samkvæmt samningnum né fengið að sjá pappíra til útskýringar á hvað varð um peningana. Þau hafa aldrei getað útskýrt það.“ Samstarfið hafi endað eins illa og hægt var. „Ekki bara með árangurslítilli innheimtu og málferlum heldur einnig með vinslitum. Þetta var og er leiðindamál sem sýnir manni hvað er raunverulega lagt að veði þegar vinir fara saman út í viðskipti.“Kolfinna Von var í lykilhlutverki í brúðkaupsveislu Arons Einars og Kristbjargar sumarið 2016, nokkrum vikum eftir fimmtán milljóna króna fjárfestinguna sem skilaði engu.vísir/andri marinóSegist víst hafa skýrt tapið Kolfinnu blöskrar skrif Arons Einars, segir þar rangfærslur að finna og það sé eiginlega þyngra en tárum taki að deila um peninga valdi vinslitum. Henni finnst miður hvernig Aron kjósi að segja frá hlið þeirra hjóna. „Staðreyndin er sú að Aron Einar fjárfesti fyrir fimmtán milljónir í einkahlutafélagi sem við vorum að byggja upp. Tíu milljónir af því fóru í lán til JÖR og fimm milljónir vegna kaupa á tískuhátíðinni RFF. Því miður gekk rekstur JÖR ekki upp og félagið fór í þrot og þar með töpuðum við miklum fjármunum. Bæði félagið okkar og við persónulega sem höfðum lagt fjármuni í það.“ Ekkert segir í færslu Kolfinnu um fimm milljónirnar sem fóru í kaup á tískuhátíðinni RFF. Hvort til standi að endurgreiða þær. Kolfinna, sem var ein besta vinkona Kristbjargar og var í aðalhlutverki í brúðkaupsveislu þeirra sumarið 2016 með ræðuhöldum og tilheyrandi, segist hafa reynt hvað hún geti til að milda ástandið.Guðmundur Jörundsson, stofnandi Jör, var ekki sáttur við viðskipti sín við Björn Inga og Kolfinnu.Fréttablaðið/DaníelUndrast hörku „Mér varð snemma ljóst að sú staðreynd færi mjög illa í vinahjón mín Aron Einar og Kristbjörgu eiginkonu hans og hef reynt allt til að koma til móts við þau vegna þessa. Það er gömul saga og ný að deilur um peninga geta farið illa með vináttusambönd og þetta er því miður dæmi um það. Það er ekki rétt að aldrei hafi fengist svör um það í hvað peningarnir fóru. Þeir fóru í þessi tvö verkefni og lögmaður þeirra hjóna fékk að sjá skrifleg gögn um það.“ Það særi hana mjög hve mikil harka sé í málinu. Hún sé ung kona og erfitt að verjast í slíku máli þar sem séu miklar tilfinningar. „Um er að ræða eina af mínu bestu vinkonum og eiginmann hennar og það er sárt að deilur um peninga valdi vinslitum. Það er eiginlega þyngra en tárum taki. En sumt í lífinu tekst vel til og annað ekki og maður verður að reyna að læra af þeim mistökum sem eru gerð.“Færslu Kolfinnu Von má sjá að neðan en þar birtir hún skjáskot úr heimabankanum reiknings í hennar umsjá. Þar má sjá 15 milljóna króna innlögn frá Aroni Einari 26. maí 2016. Sama dag millifærði hún tíu milljónir á JÖR og fimm milljónir á Joco ehf.
Tengdar fréttir Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR Opna á aðra JÖR verslun í miðbænum auk þess að stefnt er að sókn á erlendum mörkuðum. 9. júní 2016 10:12 Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14 Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00 Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, 29. nóvember 2016 05:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR Opna á aðra JÖR verslun í miðbænum auk þess að stefnt er að sókn á erlendum mörkuðum. 9. júní 2016 10:12
Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14
Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00
Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, 29. nóvember 2016 05:00