Kolfinna Von segir sárt að deilur um peninga valdi vinslitum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2018 16:10 Kolfinna Von segir sína hlið. Vísir/Vilhelm Kolfinna Von Arnardóttir segir að landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og eiginkona hans Kristbjörg Jónasdóttir hafi fengið upplýsingar um í hvað fimmtán milljóna króna fjárfesting hjónanna í gegnum Kolfinnu Von fór. Sárt sé að deilur um peninga valdi vinslitum. Þetta segir Kolfinna Von í Facebook-færslu en um er að ræða viðbrögð við nýútkominni sjálfsævisögu Arons Einars, Sagan mín. Þar lýsir Aron Einar því hvernig hann hafi brennt sig á hugmynd frá þáverandi bestu vinkonu Kristbjargar, Kolfinnu.Björn Ingi og Kolfinna giftu sig sumarið 2015.Fréttablaðið/Anton BrinkFimmtán milljónir króna í súginn „Árið 2016 stakk besta vinkona Kristbjargar upp á því að við færum í viðskipti með henni og eiginmanni hennar sem er virkur fjárfestir á Íslandi,“ segir Aron Einar í bókinni. Um er að ræða Björn Inga Hrafnsson sem hefur verið umsvifamikill í fjölmiðlarekstri undanfarin ár. „Við treystum þeim og ákváðum því að kaupa hlut í félagi þeirra undir þeim formerkjum að til stæði að fjárfesta í íslenska fatavörumerkinu JÖR.“ JÖR varð gjaldþrota á sínum tíma og segir Aron Einar að því hafi ekkert orðið af fjárfestingunni. Þau hafi samið um að félagið myndi einfaldlega kaupa hlut Arons og Kristbjargar aftur. „Þrátt fyrir það höfum við Kristbjörg hvorki fengið greitt til baka samkvæmt samningnum né fengið að sjá pappíra til útskýringar á hvað varð um peningana. Þau hafa aldrei getað útskýrt það.“ Samstarfið hafi endað eins illa og hægt var. „Ekki bara með árangurslítilli innheimtu og málferlum heldur einnig með vinslitum. Þetta var og er leiðindamál sem sýnir manni hvað er raunverulega lagt að veði þegar vinir fara saman út í viðskipti.“Kolfinna Von var í lykilhlutverki í brúðkaupsveislu Arons Einars og Kristbjargar sumarið 2016, nokkrum vikum eftir fimmtán milljóna króna fjárfestinguna sem skilaði engu.vísir/andri marinóSegist víst hafa skýrt tapið Kolfinnu blöskrar skrif Arons Einars, segir þar rangfærslur að finna og það sé eiginlega þyngra en tárum taki að deila um peninga valdi vinslitum. Henni finnst miður hvernig Aron kjósi að segja frá hlið þeirra hjóna. „Staðreyndin er sú að Aron Einar fjárfesti fyrir fimmtán milljónir í einkahlutafélagi sem við vorum að byggja upp. Tíu milljónir af því fóru í lán til JÖR og fimm milljónir vegna kaupa á tískuhátíðinni RFF. Því miður gekk rekstur JÖR ekki upp og félagið fór í þrot og þar með töpuðum við miklum fjármunum. Bæði félagið okkar og við persónulega sem höfðum lagt fjármuni í það.“ Ekkert segir í færslu Kolfinnu um fimm milljónirnar sem fóru í kaup á tískuhátíðinni RFF. Hvort til standi að endurgreiða þær. Kolfinna, sem var ein besta vinkona Kristbjargar og var í aðalhlutverki í brúðkaupsveislu þeirra sumarið 2016 með ræðuhöldum og tilheyrandi, segist hafa reynt hvað hún geti til að milda ástandið.Guðmundur Jörundsson, stofnandi Jör, var ekki sáttur við viðskipti sín við Björn Inga og Kolfinnu.Fréttablaðið/DaníelUndrast hörku „Mér varð snemma ljóst að sú staðreynd færi mjög illa í vinahjón mín Aron Einar og Kristbjörgu eiginkonu hans og hef reynt allt til að koma til móts við þau vegna þessa. Það er gömul saga og ný að deilur um peninga geta farið illa með vináttusambönd og þetta er því miður dæmi um það. Það er ekki rétt að aldrei hafi fengist svör um það í hvað peningarnir fóru. Þeir fóru í þessi tvö verkefni og lögmaður þeirra hjóna fékk að sjá skrifleg gögn um það.“ Það særi hana mjög hve mikil harka sé í málinu. Hún sé ung kona og erfitt að verjast í slíku máli þar sem séu miklar tilfinningar. „Um er að ræða eina af mínu bestu vinkonum og eiginmann hennar og það er sárt að deilur um peninga valdi vinslitum. Það er eiginlega þyngra en tárum taki. En sumt í lífinu tekst vel til og annað ekki og maður verður að reyna að læra af þeim mistökum sem eru gerð.“Færslu Kolfinnu Von má sjá að neðan en þar birtir hún skjáskot úr heimabankanum reiknings í hennar umsjá. Þar má sjá 15 milljóna króna innlögn frá Aroni Einari 26. maí 2016. Sama dag millifærði hún tíu milljónir á JÖR og fimm milljónir á Joco ehf. Tengdar fréttir Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR Opna á aðra JÖR verslun í miðbænum auk þess að stefnt er að sókn á erlendum mörkuðum. 9. júní 2016 10:12 Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14 Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00 Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, 29. nóvember 2016 05:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Kolfinna Von Arnardóttir segir að landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og eiginkona hans Kristbjörg Jónasdóttir hafi fengið upplýsingar um í hvað fimmtán milljóna króna fjárfesting hjónanna í gegnum Kolfinnu Von fór. Sárt sé að deilur um peninga valdi vinslitum. Þetta segir Kolfinna Von í Facebook-færslu en um er að ræða viðbrögð við nýútkominni sjálfsævisögu Arons Einars, Sagan mín. Þar lýsir Aron Einar því hvernig hann hafi brennt sig á hugmynd frá þáverandi bestu vinkonu Kristbjargar, Kolfinnu.Björn Ingi og Kolfinna giftu sig sumarið 2015.Fréttablaðið/Anton BrinkFimmtán milljónir króna í súginn „Árið 2016 stakk besta vinkona Kristbjargar upp á því að við færum í viðskipti með henni og eiginmanni hennar sem er virkur fjárfestir á Íslandi,“ segir Aron Einar í bókinni. Um er að ræða Björn Inga Hrafnsson sem hefur verið umsvifamikill í fjölmiðlarekstri undanfarin ár. „Við treystum þeim og ákváðum því að kaupa hlut í félagi þeirra undir þeim formerkjum að til stæði að fjárfesta í íslenska fatavörumerkinu JÖR.“ JÖR varð gjaldþrota á sínum tíma og segir Aron Einar að því hafi ekkert orðið af fjárfestingunni. Þau hafi samið um að félagið myndi einfaldlega kaupa hlut Arons og Kristbjargar aftur. „Þrátt fyrir það höfum við Kristbjörg hvorki fengið greitt til baka samkvæmt samningnum né fengið að sjá pappíra til útskýringar á hvað varð um peningana. Þau hafa aldrei getað útskýrt það.“ Samstarfið hafi endað eins illa og hægt var. „Ekki bara með árangurslítilli innheimtu og málferlum heldur einnig með vinslitum. Þetta var og er leiðindamál sem sýnir manni hvað er raunverulega lagt að veði þegar vinir fara saman út í viðskipti.“Kolfinna Von var í lykilhlutverki í brúðkaupsveislu Arons Einars og Kristbjargar sumarið 2016, nokkrum vikum eftir fimmtán milljóna króna fjárfestinguna sem skilaði engu.vísir/andri marinóSegist víst hafa skýrt tapið Kolfinnu blöskrar skrif Arons Einars, segir þar rangfærslur að finna og það sé eiginlega þyngra en tárum taki að deila um peninga valdi vinslitum. Henni finnst miður hvernig Aron kjósi að segja frá hlið þeirra hjóna. „Staðreyndin er sú að Aron Einar fjárfesti fyrir fimmtán milljónir í einkahlutafélagi sem við vorum að byggja upp. Tíu milljónir af því fóru í lán til JÖR og fimm milljónir vegna kaupa á tískuhátíðinni RFF. Því miður gekk rekstur JÖR ekki upp og félagið fór í þrot og þar með töpuðum við miklum fjármunum. Bæði félagið okkar og við persónulega sem höfðum lagt fjármuni í það.“ Ekkert segir í færslu Kolfinnu um fimm milljónirnar sem fóru í kaup á tískuhátíðinni RFF. Hvort til standi að endurgreiða þær. Kolfinna, sem var ein besta vinkona Kristbjargar og var í aðalhlutverki í brúðkaupsveislu þeirra sumarið 2016 með ræðuhöldum og tilheyrandi, segist hafa reynt hvað hún geti til að milda ástandið.Guðmundur Jörundsson, stofnandi Jör, var ekki sáttur við viðskipti sín við Björn Inga og Kolfinnu.Fréttablaðið/DaníelUndrast hörku „Mér varð snemma ljóst að sú staðreynd færi mjög illa í vinahjón mín Aron Einar og Kristbjörgu eiginkonu hans og hef reynt allt til að koma til móts við þau vegna þessa. Það er gömul saga og ný að deilur um peninga geta farið illa með vináttusambönd og þetta er því miður dæmi um það. Það er ekki rétt að aldrei hafi fengist svör um það í hvað peningarnir fóru. Þeir fóru í þessi tvö verkefni og lögmaður þeirra hjóna fékk að sjá skrifleg gögn um það.“ Það særi hana mjög hve mikil harka sé í málinu. Hún sé ung kona og erfitt að verjast í slíku máli þar sem séu miklar tilfinningar. „Um er að ræða eina af mínu bestu vinkonum og eiginmann hennar og það er sárt að deilur um peninga valdi vinslitum. Það er eiginlega þyngra en tárum taki. En sumt í lífinu tekst vel til og annað ekki og maður verður að reyna að læra af þeim mistökum sem eru gerð.“Færslu Kolfinnu Von má sjá að neðan en þar birtir hún skjáskot úr heimabankanum reiknings í hennar umsjá. Þar má sjá 15 milljóna króna innlögn frá Aroni Einari 26. maí 2016. Sama dag millifærði hún tíu milljónir á JÖR og fimm milljónir á Joco ehf.
Tengdar fréttir Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR Opna á aðra JÖR verslun í miðbænum auk þess að stefnt er að sókn á erlendum mörkuðum. 9. júní 2016 10:12 Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14 Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00 Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, 29. nóvember 2016 05:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR Opna á aðra JÖR verslun í miðbænum auk þess að stefnt er að sókn á erlendum mörkuðum. 9. júní 2016 10:12
Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14
Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00
Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, 29. nóvember 2016 05:00