Lífið

Eignuðust tíu börn á 19 árum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Börnin eru á aldrinum 5-24 ára í dag.
Börnin eru á aldrinum 5-24 ára í dag.
„Ég sem ætlaði ekki að eignast börn. Það stóð ekki í kortunum fannst mér,” segir Ulla Schjørring og hlær en hún og eiginmaður hennar, Helgi Þór Steingrímsson, eignuðust saman tíu börn á 19 árum. Börnin eru á aldrinum 5-24 ára í dag.

Ulla og Helgi kynntust í Vestmannaeyjum en bjuggu lengst af í Danmörku. Fyrir tveimur árum ákvað Ulla að hún gæti ekki lengur búið í veðursældinni þar.

„Ég þarf að geta komist út í rokið. Ég elska að vera úti í roki, þegar er brjálað veður þá er ég farin út,” segir Ulla og bætir því við að hún elski rigninguna líka.

Fjölskyldan verður í aðalhlutverki í þriðja þætti af Margra barna mæðrum sem verður sýndur á Stöð 2 á sunnudag.

Meðfylgjandi er brot úr þættinum en þar sést þegar Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk að kíkja inn í þvottahúsið hjá Ullu, þar sem þarf tvær þvottavélar og tvo þurrkara til að komast yfir að þvo af fjölskyldunni.

 


Tengdar fréttir

„Full aðdáunar“

"Það eru þrjú ár síðan ég gerði þá fyrri, en síðan þá hef ég verið með annað augað opið fyrir viðmælendum svona ef ske kynni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.