Solstice fari fram á minna svæði, með auknu eftirliti og höfði til eldri markhópa Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 22:33 Secret Solstice tónlistarhátíðin hefur verið haldin í Laugardalnum ár hvert frá 2014. Vísir/Jóhanna Borgarráði var í dag kynntur samningur Reykjavíkurborgar við Events ehf. þess efnis að tónleikahátíðin Secret Solstice verði haldin dagana 21. -23. júní á næsta ári í Laugardalnum. Í bókun meirihlutans í borginni segir að hátíðin sé orðin fastur punktur í lífi margra Reykvíkinga þar sem Laugardalurinn er lagður undir risatónlistarhátíð. „Samráð hefur verið með ágætum frá upphafi hátíðarinnar og vankantar sniðnir af með aukinni reynslu og þekkingu tónleikahaldara. Núverandi samráð byggir á því að hátíðin verði eingöngu á Þróttaravellinum og því ekki eins umfangsmikil og á undanförnum árum. Þá muni hún höfða til eldri markhópa, eftirlit verði aukið og tryggt að hátíðin fari sem best fram.“ Óvissa hefur verið um hvort og þá hvar hátíðin verður haldin, vegna skorts á fjármagni og óánægju með staðsetningu hátíðarinnar. Þannig höfðu borist ábendingar og kvartanir vegna unglingadrykkju og hávaða frá hátíðinni og á tímabili voru uppi hugmyndir að færa hátíðina yfir á Klambratún.Fá styrk á þeim forsendum að höfða til fjölskyldufólks Ómar Einarsson, sviðsstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar kynnti hins vegar á fundi Borgarráðs í dag samning um tónleikahald á svæðinu í júní. Í honum segir meðal annars að tónleikahaldarar skuli tryggja að fjöldi á svæðinu verði ekki meiri en 20. 000, að Reykjavíkurborg fái 30 aðgöngumiða til eigin ráðstöfunar á hátíðina og skilyrði eru sett um að áberandi skuli vera á kynningarefna að Reykjavíkurborg styrki hátíðina. Reykjavíkurborg styrkir hátíðina þó á þeim forsendum að hátíðin höfði meira til fjölskyldufólks en verið hefur. Þá sé tónleikahöldurum kunnugt um að Jónsmessuhlaup ÍBR fer fram í Laugardalnum 20. júní og að útskrift HÍ fari fram laugardaginn 22. júní. Skuli staðhaldarar taka sérstakt tillit til þessara viðburða og þeirra ábendinga sem koma frá ÍBR og Laugardalshöll vegna þeirra með tilliti til umferðar, þrifa og hávaða. Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í borgarráði lagði fram bókun á fundinum í dag vegna málsins og studdi það sem kom fram í umsögnum foreldrafélaga í hverfinu sem telja að hátíðin eigi ekki heima í Laugardalnum. „Þetta er sérstaklega nefnt í ljósi umræðu síðustu mánaða varðandi stöðu mála í neyslu ungs fólks á vímuefnum og hvernig sú þróun hefur breyst til hins verra. Fram hefur komið hjá foreldrum í kjölfar síðustu hátíðar „að mikil brotalöm var á skipulagi hátíðarinnar og framfylgd áfengiskaupalaga auk þess sem neysla og sala ólöglegra fíkniefna var mikil í tengslum við hátíðarhöldin“. Borgarfulltrúi veit að reynt hefur verið að gera ráðstafanir til að þessir hlutir fari ekki úr böndum. Engu að síður eru foreldrar áhyggjufullir. Flokkur fólksins gerir sér grein fyrir að margir eru ánægðir með þessa staðsetningu og hátíðina og reynt er að gera margt til að þessi hátíð sem önnur fari vel fram. En fyrir Flokk fólksins eru það hagsmunir barnanna sem eru í þessu sem öðru settir í forgang og vill borgarfulltrúi hlusta á foreldrar og taka tillit til áhyggna þeirra.“ Secret Solstice Tengdar fréttir Auglýsa Secret Solstice 2019 í skugga fjárhagserfiðleika Tónlistarhátíðin Secret Solstice fer fram í Laugardalnum sumarið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu hátíðarinnar. 14. nóvember 2018 15:39 Borgin fundar með Solstice-liðum sem vilja flytja á Klambratún Fjárfestar eru hættir að setja peninga í Secret Solstice tónlistarhátíðina að svo stöddu. 10. september 2018 11:40 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Borgarráði var í dag kynntur samningur Reykjavíkurborgar við Events ehf. þess efnis að tónleikahátíðin Secret Solstice verði haldin dagana 21. -23. júní á næsta ári í Laugardalnum. Í bókun meirihlutans í borginni segir að hátíðin sé orðin fastur punktur í lífi margra Reykvíkinga þar sem Laugardalurinn er lagður undir risatónlistarhátíð. „Samráð hefur verið með ágætum frá upphafi hátíðarinnar og vankantar sniðnir af með aukinni reynslu og þekkingu tónleikahaldara. Núverandi samráð byggir á því að hátíðin verði eingöngu á Þróttaravellinum og því ekki eins umfangsmikil og á undanförnum árum. Þá muni hún höfða til eldri markhópa, eftirlit verði aukið og tryggt að hátíðin fari sem best fram.“ Óvissa hefur verið um hvort og þá hvar hátíðin verður haldin, vegna skorts á fjármagni og óánægju með staðsetningu hátíðarinnar. Þannig höfðu borist ábendingar og kvartanir vegna unglingadrykkju og hávaða frá hátíðinni og á tímabili voru uppi hugmyndir að færa hátíðina yfir á Klambratún.Fá styrk á þeim forsendum að höfða til fjölskyldufólks Ómar Einarsson, sviðsstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar kynnti hins vegar á fundi Borgarráðs í dag samning um tónleikahald á svæðinu í júní. Í honum segir meðal annars að tónleikahaldarar skuli tryggja að fjöldi á svæðinu verði ekki meiri en 20. 000, að Reykjavíkurborg fái 30 aðgöngumiða til eigin ráðstöfunar á hátíðina og skilyrði eru sett um að áberandi skuli vera á kynningarefna að Reykjavíkurborg styrki hátíðina. Reykjavíkurborg styrkir hátíðina þó á þeim forsendum að hátíðin höfði meira til fjölskyldufólks en verið hefur. Þá sé tónleikahöldurum kunnugt um að Jónsmessuhlaup ÍBR fer fram í Laugardalnum 20. júní og að útskrift HÍ fari fram laugardaginn 22. júní. Skuli staðhaldarar taka sérstakt tillit til þessara viðburða og þeirra ábendinga sem koma frá ÍBR og Laugardalshöll vegna þeirra með tilliti til umferðar, þrifa og hávaða. Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í borgarráði lagði fram bókun á fundinum í dag vegna málsins og studdi það sem kom fram í umsögnum foreldrafélaga í hverfinu sem telja að hátíðin eigi ekki heima í Laugardalnum. „Þetta er sérstaklega nefnt í ljósi umræðu síðustu mánaða varðandi stöðu mála í neyslu ungs fólks á vímuefnum og hvernig sú þróun hefur breyst til hins verra. Fram hefur komið hjá foreldrum í kjölfar síðustu hátíðar „að mikil brotalöm var á skipulagi hátíðarinnar og framfylgd áfengiskaupalaga auk þess sem neysla og sala ólöglegra fíkniefna var mikil í tengslum við hátíðarhöldin“. Borgarfulltrúi veit að reynt hefur verið að gera ráðstafanir til að þessir hlutir fari ekki úr böndum. Engu að síður eru foreldrar áhyggjufullir. Flokkur fólksins gerir sér grein fyrir að margir eru ánægðir með þessa staðsetningu og hátíðina og reynt er að gera margt til að þessi hátíð sem önnur fari vel fram. En fyrir Flokk fólksins eru það hagsmunir barnanna sem eru í þessu sem öðru settir í forgang og vill borgarfulltrúi hlusta á foreldrar og taka tillit til áhyggna þeirra.“
Secret Solstice Tengdar fréttir Auglýsa Secret Solstice 2019 í skugga fjárhagserfiðleika Tónlistarhátíðin Secret Solstice fer fram í Laugardalnum sumarið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu hátíðarinnar. 14. nóvember 2018 15:39 Borgin fundar með Solstice-liðum sem vilja flytja á Klambratún Fjárfestar eru hættir að setja peninga í Secret Solstice tónlistarhátíðina að svo stöddu. 10. september 2018 11:40 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Auglýsa Secret Solstice 2019 í skugga fjárhagserfiðleika Tónlistarhátíðin Secret Solstice fer fram í Laugardalnum sumarið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu hátíðarinnar. 14. nóvember 2018 15:39
Borgin fundar með Solstice-liðum sem vilja flytja á Klambratún Fjárfestar eru hættir að setja peninga í Secret Solstice tónlistarhátíðina að svo stöddu. 10. september 2018 11:40