Viðskipti erlent

Warcraft-útgáfa af Pokémon Go

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Kona í gervi Warcraft-hetjunnar Jaina Proudmoore.
Kona í gervi Warcraft-hetjunnar Jaina Proudmoore. Nordicphotos/Getty
Tölvuleikjaframleiðandinn Blizzard þróar nú snjallsímaleik byggðan á söguheimi Warcraft-leikjanna sem á að vera þeirra útgáfa af Pokémon Go. Frá þessu greindi leikjafréttavefurinn Kotaku í gær og hafði eftir heimildarmönnum. Leikurinn á þó að vera íburðarmeiri, stærri og flóknari en Pokémon Go að því er kemur fram í fréttinni en það sem fyrirrennarinn var einna helst gagnrýndur fyrir á sínum tíma var það hversu grunnur leikurinn var.

Snjallsímaleikir virðast vera afar heitir á meðal starfsfólks og stjórnenda Blizzard en á ráðstefnu fyrirtækisins fyrr í mánuðinum var tilkynnt um nýjan leik í Diablo-seríunni, Immortal, sem mun bara koma út fyrir snjallsíma. Þeim tíðindum reiddust heitir Diablo-aðdáendur sem hafa beðið lengi eftir tíðindum af næsta Diablo-leik og vilja fá leik fyrir PC-tölvur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×