Telja meira í skýrslunni um Orkuveituna en áður hefur komið fram Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. nóvember 2018 18:30 Annar kafli sem ekki er birtur í skýrslu innri endurskoðunar um Orkuveitur Reykjavíkur var afhentur starfandi forstjóra og engum öðrum. Þar eru tekin viðtöl við fyrrum og núverandi starfsmenn fyrirtækisins og segir borgarfulltrúi að ekki sé allt komið upp á yfirborðið.Skýrslan um vinnustaðamenningu og ákveðin starfsmannamál Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hefur mikið verið til umræðu frá því skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í upphafi vikunnar. Starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur ásamt Innri endurskoðanda borgarinnar komu á fund borgarráðs í dag og kynntu innanhald skýrslunnar. Skiptar skoðanir eru á meðal fulltrúa borgarráðs um innihaldið og hvernig unnið sé úr ábendingum. Á blaðamannafundinum á mánudag var sagt að skýrslan tæki á öllu sem upp hafi komið í þessu máli en ekki var hægt að birta sérstakar kafla sem sneru beint að fyrrverandi framkvæmdastjóra og fyrrverandi forstöðumanni hjá Orku náttúrunnar. Annar óbirtur kafli Það er hins vegar annar kafla sem hefur heldur ekki verið birtur og nefnist svör við opinni spurningu. Sú umfjöllun var tekin úr skýrslunni vegna persónuverndarsjónarmiða og eigindleg greining afhent starfandi forstjóra Orkuveitunnar. Innri endurskoðun fer fram á skrifleg viðbrögð. Fréttastofan hefur óskað eftir á fá niðurstöður þess hluta. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitur ReykjavíkurVísir„Það er sömuleiðis eigindlegur hluti rannsóknarinnar sem ekki hefur verið birtur og ég hef heldur ekki fengið að sjá og enginn af okkur í stjórn. Sá hluti skýrslunnar byggir á frásögnum og svörum við opinni spurningu frá einstaka starfsmönnum fyrrverandi og núverandi og þar reikna ég með að ýmisleg komi fram.“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur. Er enn á þeirri skoðun að skýrslan hefði átt að vera unnin af öðrum Fulltrúi Miðflokksins er enn á því að úttektina hefði átt að framkvæma af öðrum en Innri endurskoðun borgarinnar. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi MiðflokksinsVísir„Mér finnst það ekki traustvekjandi að á mánudaginn er boðað til blaðamannafundar í Orkuveitunni, þar sem þessir aðilar, stjórn Orkuveitunnar, kynna sjálfir skýrslu sem að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar ber ábyrgð á. Hvar var embættið á þessum blaðamannafundi,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins.Fram kom á fundi borgarráðs í dag að 30% fyrrverandi starfsmanna Orkuveitunnar telja sig hafa orðið fyrir einelti þegar þeir störfuðu hjá fyrirtækinu og að mikil starfsmannavelta hafi verið á síðustu tveimur árum. Ertu sáttur við skýrsluna? Það eru ekki allir sáttir við skýrsluna Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Vísir„Ég held að fáir séu sáttir, þó að almennt sé ánægja hjá núverandi starfsmönnum, þá eru þarna mál sem ekki hafa verið í lagi og ég held að enginn geti verið sáttur við það hvort sem að þeir hafi lent í því eða stjórnin, þannig að hún hlýtur að taka málið áfram,“ sagði Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Uppfært: 19:30Eftir birtingu fréttarinnar hafði Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingarfulltrúi Orkuveitunnar samband við fréttastofu og sagði að sá hluti skýrslunnar sem snýr að eigindlegri rannsókn sem unnið er af Félagsvísindastofnun Háskólans væri ekki komin í hendur starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Borgarstjórn Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri fjármála OR segist hafa hlotið áminningu vegna kynferðislegrar áreitni Átti sér stað á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum en hann segist iðrast gjörða sinna og leitað sér hjálpar. 17. september 2018 22:01 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Annar kafli sem ekki er birtur í skýrslu innri endurskoðunar um Orkuveitur Reykjavíkur var afhentur starfandi forstjóra og engum öðrum. Þar eru tekin viðtöl við fyrrum og núverandi starfsmenn fyrirtækisins og segir borgarfulltrúi að ekki sé allt komið upp á yfirborðið.Skýrslan um vinnustaðamenningu og ákveðin starfsmannamál Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hefur mikið verið til umræðu frá því skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í upphafi vikunnar. Starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur ásamt Innri endurskoðanda borgarinnar komu á fund borgarráðs í dag og kynntu innanhald skýrslunnar. Skiptar skoðanir eru á meðal fulltrúa borgarráðs um innihaldið og hvernig unnið sé úr ábendingum. Á blaðamannafundinum á mánudag var sagt að skýrslan tæki á öllu sem upp hafi komið í þessu máli en ekki var hægt að birta sérstakar kafla sem sneru beint að fyrrverandi framkvæmdastjóra og fyrrverandi forstöðumanni hjá Orku náttúrunnar. Annar óbirtur kafli Það er hins vegar annar kafla sem hefur heldur ekki verið birtur og nefnist svör við opinni spurningu. Sú umfjöllun var tekin úr skýrslunni vegna persónuverndarsjónarmiða og eigindleg greining afhent starfandi forstjóra Orkuveitunnar. Innri endurskoðun fer fram á skrifleg viðbrögð. Fréttastofan hefur óskað eftir á fá niðurstöður þess hluta. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitur ReykjavíkurVísir„Það er sömuleiðis eigindlegur hluti rannsóknarinnar sem ekki hefur verið birtur og ég hef heldur ekki fengið að sjá og enginn af okkur í stjórn. Sá hluti skýrslunnar byggir á frásögnum og svörum við opinni spurningu frá einstaka starfsmönnum fyrrverandi og núverandi og þar reikna ég með að ýmisleg komi fram.“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur. Er enn á þeirri skoðun að skýrslan hefði átt að vera unnin af öðrum Fulltrúi Miðflokksins er enn á því að úttektina hefði átt að framkvæma af öðrum en Innri endurskoðun borgarinnar. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi MiðflokksinsVísir„Mér finnst það ekki traustvekjandi að á mánudaginn er boðað til blaðamannafundar í Orkuveitunni, þar sem þessir aðilar, stjórn Orkuveitunnar, kynna sjálfir skýrslu sem að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar ber ábyrgð á. Hvar var embættið á þessum blaðamannafundi,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins.Fram kom á fundi borgarráðs í dag að 30% fyrrverandi starfsmanna Orkuveitunnar telja sig hafa orðið fyrir einelti þegar þeir störfuðu hjá fyrirtækinu og að mikil starfsmannavelta hafi verið á síðustu tveimur árum. Ertu sáttur við skýrsluna? Það eru ekki allir sáttir við skýrsluna Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Vísir„Ég held að fáir séu sáttir, þó að almennt sé ánægja hjá núverandi starfsmönnum, þá eru þarna mál sem ekki hafa verið í lagi og ég held að enginn geti verið sáttur við það hvort sem að þeir hafi lent í því eða stjórnin, þannig að hún hlýtur að taka málið áfram,“ sagði Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Uppfært: 19:30Eftir birtingu fréttarinnar hafði Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingarfulltrúi Orkuveitunnar samband við fréttastofu og sagði að sá hluti skýrslunnar sem snýr að eigindlegri rannsókn sem unnið er af Félagsvísindastofnun Háskólans væri ekki komin í hendur starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur.
Borgarstjórn Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri fjármála OR segist hafa hlotið áminningu vegna kynferðislegrar áreitni Átti sér stað á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum en hann segist iðrast gjörða sinna og leitað sér hjálpar. 17. september 2018 22:01 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri fjármála OR segist hafa hlotið áminningu vegna kynferðislegrar áreitni Átti sér stað á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum en hann segist iðrast gjörða sinna og leitað sér hjálpar. 17. september 2018 22:01
Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30
Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51
Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00