Skýrslan um vinnustaðamenningu og ákveðin starfsmannamál Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hefur mikið verið til umræðu frá því skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í upphafi vikunnar. Starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur ásamt Innri endurskoðanda borgarinnar komu á fund borgarráðs í dag og kynntu innanhald skýrslunnar. Skiptar skoðanir eru á meðal fulltrúa borgarráðs um innihaldið og hvernig unnið sé úr ábendingum.
Á blaðamannafundinum á mánudag var sagt að skýrslan tæki á öllu sem upp hafi komið í þessu máli en ekki var hægt að birta sérstakar kafla sem sneru beint að fyrrverandi framkvæmdastjóra og fyrrverandi forstöðumanni hjá Orku náttúrunnar.
Annar óbirtur kafli
Það er hins vegar annar kafla sem hefur heldur ekki verið birtur og nefnist svör við opinni spurningu. Sú umfjöllun var tekin úr skýrslunni vegna persónuverndarsjónarmiða og eigindleg greining afhent starfandi forstjóra Orkuveitunnar. Innri endurskoðun fer fram á skrifleg viðbrögð. Fréttastofan hefur óskað eftir á fá niðurstöður þess hluta.

Er enn á þeirri skoðun að skýrslan hefði átt að vera unnin af öðrum
Fulltrúi Miðflokksins er enn á því að úttektina hefði átt að framkvæma af öðrum en Innri endurskoðun borgarinnar.
Fram kom á fundi borgarráðs í dag að 30% fyrrverandi starfsmanna Orkuveitunnar telja sig hafa orðið fyrir einelti þegar þeir störfuðu hjá fyrirtækinu og að mikil starfsmannavelta hafi verið á síðustu tveimur árum. Ertu sáttur við skýrsluna?
Það eru ekki allir sáttir við skýrsluna

Uppfært: 19:30
Eftir birtingu fréttarinnar hafði Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingarfulltrúi Orkuveitunnar samband við fréttastofu og sagði að sá hluti skýrslunnar sem snýr að eigindlegri rannsókn sem unnið er af Félagsvísindastofnun Háskólans væri ekki komin í hendur starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur.