Þessi eru líklegust til þess að taka við Hjörvar Ólafsson skrifar 23. nóvember 2018 11:30 Ágúst Björgvinsson er á meðal þeirra sem eru sagðir koma til greina í starfið. vísir/bára Ívar Ásgrímsson tilkynnti það eftir lokaleik íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta í undankeppni EM 2019 á miðvikudagskvöldið að hann væri hættur störfum sem þjálfari liðsins. Körfuknattleikssambands Íslands bíður því það verkefni að finna arftaka hans á næstunni. Fréttablaðið tínir hér til nokkra mögulega eftirmenn hans. Hildur Sigurðardóttir hefur verið aðstoðarþjálfari Ívars með liðið síðan í október árið 2017 og liggur því nokkuð beint við að hækka hana í tign. Hún er leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með 79 leiki, margfaldur meistari með félagsliðum sínum og hefur að loknum leikmannsferli einbeitt sér að þjálfun með góðum árangri. Hildur stýrði Breiðabliki upp í efstu deild í frumraun sinni sem þjálfari í meistaraflokki og liðið varð spútniklið sem nýliði í efstu deild undir hennar stjórn tímabilið eftir. Ágúst Björgvinsson sem nú heldur um stjórnartaumana hjá karlaliði Vals hefur áður þjálfað bæði félagslið í kvennaflokki og íslenska kvennalandsliðið með góðum árangri. Hann stýrði Haukum til bikarmeistaratitils vorin 2005 og 2007 og Íslandsmeistaratitils árin 2006 og 2007 og var ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í kjölfarið og stýrði liðinu í tvö ár. Hann gæti stýrt kvennalandsliðinu samhliða því að halda áfram störfum hjá Val líkt og Ívar hefur gert hjá Haukum. Ágúst er sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um Domino’s-deild kvenna og þekkir því vel til leikmannahópsins sem kemur til greina í liðið. Benedikt Guðmundsson hefur staðið sig feikilega vel í starfi hvert sem hann hefur farið. Nú síðast þegar hann kom KR á nýjan leik upp í efstu deild og í toppbaráttu efstu deildar. Hann er taktískt góður þjálfari sem er einkar fær í því að ná því besta út úr þeim leikmönnum sem hann þjálfar. Auk þess að vera góður meistaraflokksþjálfari er hann frábær yngri flokka þjálfari. Reynsla hans sem fær kennari í þjálfarafræðum gæti komið sér vel fyrir ungt og efnilegt lið sem er í vissri endurnýjun. Darri Freyr Atlason skaust upp á stjörnuhimininn sem þjálfari í meistaraflokki þegar hann fór með Val í úrslitaeinvígið í Domino’s-deild kvenna á fyrsta ári sínu sem þjálfari meistaraflokksliðs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann sannað sig sem þjálfari í hæsta gæðaflokki. Eldmóður hans smitast til leikmanna og nær vel til þeirra leikmanna sem hann þjálfar. Ef hann getur stýrt leikmönnum á borð við Helenu Sverrisdóttur, Guðbjörgu Sverrisdóttur og Hallveigu Jónsdóttur hjá félagsliði getur hann vel gert það hjá landsliðinu. Friðrik Ingi Rúnarsson lagði þjálfaraflautuna á hilluna síðasta vor, en gæti freistast til þess að kippa henni þaðan fyrir starf sem ekki krefst daglegs amsturs. Hann er margreyndur þjálfari sem hefur marga fjöruna sopið og gæti hentað mjög vel fyrir leikmannahóp þar sem stór hluti hefur ekki mikla reynslu af alþjóðlegum leikjum. Friðrik hefur þjálfað félagslið í bæði karla- og kvennaflokki með góðum árangri sem og íslenska karlalandsliðið. Þetta er eini vettvangurinn sem hann hefur ekki verið á á þjálfaraferli sínum og gæti verið hentugur lokakafli á farsælum ferli hans. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Sjá meira
Ívar Ásgrímsson tilkynnti það eftir lokaleik íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta í undankeppni EM 2019 á miðvikudagskvöldið að hann væri hættur störfum sem þjálfari liðsins. Körfuknattleikssambands Íslands bíður því það verkefni að finna arftaka hans á næstunni. Fréttablaðið tínir hér til nokkra mögulega eftirmenn hans. Hildur Sigurðardóttir hefur verið aðstoðarþjálfari Ívars með liðið síðan í október árið 2017 og liggur því nokkuð beint við að hækka hana í tign. Hún er leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með 79 leiki, margfaldur meistari með félagsliðum sínum og hefur að loknum leikmannsferli einbeitt sér að þjálfun með góðum árangri. Hildur stýrði Breiðabliki upp í efstu deild í frumraun sinni sem þjálfari í meistaraflokki og liðið varð spútniklið sem nýliði í efstu deild undir hennar stjórn tímabilið eftir. Ágúst Björgvinsson sem nú heldur um stjórnartaumana hjá karlaliði Vals hefur áður þjálfað bæði félagslið í kvennaflokki og íslenska kvennalandsliðið með góðum árangri. Hann stýrði Haukum til bikarmeistaratitils vorin 2005 og 2007 og Íslandsmeistaratitils árin 2006 og 2007 og var ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í kjölfarið og stýrði liðinu í tvö ár. Hann gæti stýrt kvennalandsliðinu samhliða því að halda áfram störfum hjá Val líkt og Ívar hefur gert hjá Haukum. Ágúst er sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um Domino’s-deild kvenna og þekkir því vel til leikmannahópsins sem kemur til greina í liðið. Benedikt Guðmundsson hefur staðið sig feikilega vel í starfi hvert sem hann hefur farið. Nú síðast þegar hann kom KR á nýjan leik upp í efstu deild og í toppbaráttu efstu deildar. Hann er taktískt góður þjálfari sem er einkar fær í því að ná því besta út úr þeim leikmönnum sem hann þjálfar. Auk þess að vera góður meistaraflokksþjálfari er hann frábær yngri flokka þjálfari. Reynsla hans sem fær kennari í þjálfarafræðum gæti komið sér vel fyrir ungt og efnilegt lið sem er í vissri endurnýjun. Darri Freyr Atlason skaust upp á stjörnuhimininn sem þjálfari í meistaraflokki þegar hann fór með Val í úrslitaeinvígið í Domino’s-deild kvenna á fyrsta ári sínu sem þjálfari meistaraflokksliðs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann sannað sig sem þjálfari í hæsta gæðaflokki. Eldmóður hans smitast til leikmanna og nær vel til þeirra leikmanna sem hann þjálfar. Ef hann getur stýrt leikmönnum á borð við Helenu Sverrisdóttur, Guðbjörgu Sverrisdóttur og Hallveigu Jónsdóttur hjá félagsliði getur hann vel gert það hjá landsliðinu. Friðrik Ingi Rúnarsson lagði þjálfaraflautuna á hilluna síðasta vor, en gæti freistast til þess að kippa henni þaðan fyrir starf sem ekki krefst daglegs amsturs. Hann er margreyndur þjálfari sem hefur marga fjöruna sopið og gæti hentað mjög vel fyrir leikmannahóp þar sem stór hluti hefur ekki mikla reynslu af alþjóðlegum leikjum. Friðrik hefur þjálfað félagslið í bæði karla- og kvennaflokki með góðum árangri sem og íslenska karlalandsliðið. Þetta er eini vettvangurinn sem hann hefur ekki verið á á þjálfaraferli sínum og gæti verið hentugur lokakafli á farsælum ferli hans.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Sjá meira