Hvorki sú fyrsta né síðasta á salerninu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 19:30 Níutíu og tveggja ára kona sem varði nóttinni í sjúkrarúmi á salerni Landspítalans er hvorki fyrsti né verður hún síðasti sjúklingurinn sem þarf að liggja þar inni, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Hún segir skort á sjúkrarýmum geta ógnað öryggi sjúklinga. Berglind Sigurðardóttir vakti athygli á stöðu móður sinnar, Dóru Maríu Ingólfsdóttur, á Facebook í gærkvöld. Fyrir tæpum tveimur vikum var Dóra lögð inn á stóra stofu á bráðadeildinni í Fossvogi eftir slæmt fall á heimili sínu. Vegna plássleysis hefur hún verið færð á milli deilda og var botninum náð í gærkvöld þegar Dóru var komið fyrir inni á salerni öldrunardeildar. Salernið er alltaf opið og gat hún því búist við að vera færð út á hverri stundu.Hafið þið áður þurft að setja sjúklinga inn á salerni? „Já, við höfum áður þurft að gera það og við þurfum alveg örugglega að gera það aftur," segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs LSH.Eru sjúklingar líka frammi á göngum? „Það eru einhverjir sjúklingar frammi á göngum, núna eru til dæmis nokkuð margir sem bíða eftir innlögn frá bráðamóttökunni inn á deildir. Flæðið er bara allt of hægt," segir Guðlaug.Dóra var færð inn á salerni öldrunardeildar Landspítalans vegna plássleysis.Beiðni fréttastofu um að fá að mynda salernið var hafnað og auk þess gerðu starfsmenn sjúkrahússins athugasemdir við myndatökur fjölskyldunnar inni á salerninu. Dóra var flutt á einkastofu í hádeginu en að sögn dóttur hennar er ekki ljóst hversu lengi hún fær að vera þar. „Við erum náttúrulega búin að ítreka vanda spítalans í nokkuð langan tíma. Við önnum ekki eftirspurn ef maður getur orðað það þannig," segir Guðlaug. Helsti vandi spítalans liggur í tvennu. Í fyrsta lagi liggja um 130 manns inni á spítalanum, sem væri hægt að útskrifa, ef til væru hjúkrunarrými. Í öðru lagi er ekki hægt að halda öllum deildum fullopnum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Á næsta ári stendur til að opna ný hjúkrunarrými en þau mæta ekki vandanum og telur Guðlaug því nauðsynlegt að efla heimaþjónustuna. „Þetta getur ógnað öryggi sjúklinga og þetta gerir það," segir Guðlaug. „Það er alveg ljóst að okkar viðbrögð, samfélagsins, hafa ekki verið í takti við fjölgun aldraðra og veikra." Hún segir starfsfólk spítalans dapurt yfir stöðu mála. „Það er bæði ákveðið vonleysi og bara depurð, myndi ég segja. Því þetta er ekki vinnuumhverfi sem fólk vill hafa, bara alls ekki, starfsfólkið vill þjóna sjúklingum vel." Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Níutíu og tveggja ára kona sem varði nóttinni í sjúkrarúmi á salerni Landspítalans er hvorki fyrsti né verður hún síðasti sjúklingurinn sem þarf að liggja þar inni, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Hún segir skort á sjúkrarýmum geta ógnað öryggi sjúklinga. Berglind Sigurðardóttir vakti athygli á stöðu móður sinnar, Dóru Maríu Ingólfsdóttur, á Facebook í gærkvöld. Fyrir tæpum tveimur vikum var Dóra lögð inn á stóra stofu á bráðadeildinni í Fossvogi eftir slæmt fall á heimili sínu. Vegna plássleysis hefur hún verið færð á milli deilda og var botninum náð í gærkvöld þegar Dóru var komið fyrir inni á salerni öldrunardeildar. Salernið er alltaf opið og gat hún því búist við að vera færð út á hverri stundu.Hafið þið áður þurft að setja sjúklinga inn á salerni? „Já, við höfum áður þurft að gera það og við þurfum alveg örugglega að gera það aftur," segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs LSH.Eru sjúklingar líka frammi á göngum? „Það eru einhverjir sjúklingar frammi á göngum, núna eru til dæmis nokkuð margir sem bíða eftir innlögn frá bráðamóttökunni inn á deildir. Flæðið er bara allt of hægt," segir Guðlaug.Dóra var færð inn á salerni öldrunardeildar Landspítalans vegna plássleysis.Beiðni fréttastofu um að fá að mynda salernið var hafnað og auk þess gerðu starfsmenn sjúkrahússins athugasemdir við myndatökur fjölskyldunnar inni á salerninu. Dóra var flutt á einkastofu í hádeginu en að sögn dóttur hennar er ekki ljóst hversu lengi hún fær að vera þar. „Við erum náttúrulega búin að ítreka vanda spítalans í nokkuð langan tíma. Við önnum ekki eftirspurn ef maður getur orðað það þannig," segir Guðlaug. Helsti vandi spítalans liggur í tvennu. Í fyrsta lagi liggja um 130 manns inni á spítalanum, sem væri hægt að útskrifa, ef til væru hjúkrunarrými. Í öðru lagi er ekki hægt að halda öllum deildum fullopnum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Á næsta ári stendur til að opna ný hjúkrunarrými en þau mæta ekki vandanum og telur Guðlaug því nauðsynlegt að efla heimaþjónustuna. „Þetta getur ógnað öryggi sjúklinga og þetta gerir það," segir Guðlaug. „Það er alveg ljóst að okkar viðbrögð, samfélagsins, hafa ekki verið í takti við fjölgun aldraðra og veikra." Hún segir starfsfólk spítalans dapurt yfir stöðu mála. „Það er bæði ákveðið vonleysi og bara depurð, myndi ég segja. Því þetta er ekki vinnuumhverfi sem fólk vill hafa, bara alls ekki, starfsfólkið vill þjóna sjúklingum vel."
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira