Tíu þúsund leiguíbúðir vantar á markaðinn Guðbrandur Sigurðsson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Leigumarkaður var afar óöruggur og erfiður í alla staði fyrir leigjendur þegar einstaklingar einir leigðu út húsnæði. Horfið var frá markvissri uppbyggingu félagslegs húsnæðis og þrátt fyrir að leigufélög á vegum félagasamtaka reyndu að bæta úr þörfinni tókst ekki að þróa leigumarkaðinn. Tilkoma fasteignafélaga og leigufélaga ruddi nýja braut og breytti leigumarkaðnum til hins betra. Einstaklingar, fjölskyldur, félög og fyrirtæki þurfa ekki lengur að að binda fjármagn í húsnæði ef þau svo kjósa. Stofnun almennra leigufélaga fyrir nokkrum árum opnaði nýja möguleika fyrir leigjendur sem áður gátu ekki fengið örugga langtímaleigu. Sveigjanleiki hefur aukist mikið á markaðnum sem er mikilvægt vegna þess að þarfir hinna ýmsu hópa eru svo mismunandi að erfitt er að sjá þær fyrir.Vöxtur á leigumarkaði fram undan Æskilegt er að almennur leigumarkaður þróist áfram á næstu árum um leið og bætt er úr skorti á félagslega íbúðamarkaðnum. Hlutfall þeirra sem búa í leiguhúsæði hefur aukist verulega og margt sem bendir til þess að það hlutfall aukist áfram. Á árunum 2006-2007 er áætlað að 14% landsmanna hafi búið í leiguhúsnæði. Frá árinu 2011 hefur þetta hlutfall verið stöðugt á bilinu 22-23% að okkar mati. Á Íslandi eru um 130.000 heimili. Heildarstærð leigumarkaðar er um 30.000 íbúðir. Á almennum leigumarkaði eru um 19.500 íbúðir, langflestar, eða um 10 þúsund eru á vegum einstaklinga og ýmissa aðila. Athygli vekur að leiguíbúðir á vegum almennra leigufélaga eru litlu fleiri en íbúðir á vegum ferðaþjónustu sem eru um 4.000. Leiguíbúðir fyrir aldraða eru um 1.200 á vegum ýmissa samtaka og um 9.000 íbúðir flokkast undir félagsleg leiguúrræði á vegum sveitarfélaga, námsmanna og verkalýðsfélaga. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt, verulega kaupmáttaraukningu og lítið atvinnuleysi, hefur hlutfallið 22-23% ekki lækkað. Það bendir til þess að að farið sé að líta á leigu sem valkost en ekki neyðarúrræði fyrst og fremst. Við gerum ráð fyrir að hlutfall íbúa á leigumarkaði muni aukast í 27-28% á næstu fimm til sjö árum. Til að mæta þeirri aukningu þarf að bæta við allt að 10 þúsund leiguíbúðum á næstu árum. Í ljósi þeirrar þróunar sem hefur orðið á leigumarkaði má segja að leiga sé orðin raunverulegur valkostur ásamt og með séreignarstefnunni, sem verið hefur ríkjandi á Íslandi. Skynsamlegt opinbert regluverk um leigumarkaðinn og hófleg fasteignagjöld gætu stutt við slíka þróun.Miklar breytingar fram undan Mikil fólksfjölgun og verulegar lýðfræðilegar breytingar eru fram undan sem styðja það að þörf er á vaxandi og fjölbreyttum almennum leigumarkaði um leið og ríki og sveitarfélög styrkja í auknum mæli leigufélög sem sinna tekjulágum hópum. Fram eru komnar kynslóðir með aðrar hugmyndir en ríkjandi hafa verið. Forgangsröðun hjá fólki breytist og það kýs sveigjanleika í búsetuformi í stað þess að binda sig við eina eign. Fólk er lengur í námi og kemur seint út á vinnumarkað. Það er eldra þegar stofnað er til fjölskyldu auk þess sem talsvert ber á fjölgun þeirra sem búa einir. Fólki sem er 68 ára og eldra mun fjölga um 30.000 á næstu 20 árum. Kynslóðir fæddar 1955-60 og síðar munu hafa verulega betri lífeyrisréttindi en þeir sem á undan koma. Leiga í stað eignaríbúða mun verða álitlegur kostur fyrir eldri borgara. Ríflega 28 þúsund erlendir starfsmenn eru hér á vinnumarkaði sem er um 19% af vinnandi fólki. Skortur á góðu og hentugu leiguhúsnæði fyrir þá sem vinna hér á landi tímabundið er verulegur. Í þessu samhengi þarf einnig að hafa í huga að leiguíbúðir til erlendra ferðamanna eru stór þáttur í leigumarkaðnum. Brýn þörf er því á auknu framboði af leiguhúsnæði, bæði á vegum almennra leigufélaga og þeirra sem njóta styrkja frá ríki og sveitarfélögum og hafa það að markmiði að sinna þörfum tekjulágra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Leigumarkaður var afar óöruggur og erfiður í alla staði fyrir leigjendur þegar einstaklingar einir leigðu út húsnæði. Horfið var frá markvissri uppbyggingu félagslegs húsnæðis og þrátt fyrir að leigufélög á vegum félagasamtaka reyndu að bæta úr þörfinni tókst ekki að þróa leigumarkaðinn. Tilkoma fasteignafélaga og leigufélaga ruddi nýja braut og breytti leigumarkaðnum til hins betra. Einstaklingar, fjölskyldur, félög og fyrirtæki þurfa ekki lengur að að binda fjármagn í húsnæði ef þau svo kjósa. Stofnun almennra leigufélaga fyrir nokkrum árum opnaði nýja möguleika fyrir leigjendur sem áður gátu ekki fengið örugga langtímaleigu. Sveigjanleiki hefur aukist mikið á markaðnum sem er mikilvægt vegna þess að þarfir hinna ýmsu hópa eru svo mismunandi að erfitt er að sjá þær fyrir.Vöxtur á leigumarkaði fram undan Æskilegt er að almennur leigumarkaður þróist áfram á næstu árum um leið og bætt er úr skorti á félagslega íbúðamarkaðnum. Hlutfall þeirra sem búa í leiguhúsæði hefur aukist verulega og margt sem bendir til þess að það hlutfall aukist áfram. Á árunum 2006-2007 er áætlað að 14% landsmanna hafi búið í leiguhúsnæði. Frá árinu 2011 hefur þetta hlutfall verið stöðugt á bilinu 22-23% að okkar mati. Á Íslandi eru um 130.000 heimili. Heildarstærð leigumarkaðar er um 30.000 íbúðir. Á almennum leigumarkaði eru um 19.500 íbúðir, langflestar, eða um 10 þúsund eru á vegum einstaklinga og ýmissa aðila. Athygli vekur að leiguíbúðir á vegum almennra leigufélaga eru litlu fleiri en íbúðir á vegum ferðaþjónustu sem eru um 4.000. Leiguíbúðir fyrir aldraða eru um 1.200 á vegum ýmissa samtaka og um 9.000 íbúðir flokkast undir félagsleg leiguúrræði á vegum sveitarfélaga, námsmanna og verkalýðsfélaga. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt, verulega kaupmáttaraukningu og lítið atvinnuleysi, hefur hlutfallið 22-23% ekki lækkað. Það bendir til þess að að farið sé að líta á leigu sem valkost en ekki neyðarúrræði fyrst og fremst. Við gerum ráð fyrir að hlutfall íbúa á leigumarkaði muni aukast í 27-28% á næstu fimm til sjö árum. Til að mæta þeirri aukningu þarf að bæta við allt að 10 þúsund leiguíbúðum á næstu árum. Í ljósi þeirrar þróunar sem hefur orðið á leigumarkaði má segja að leiga sé orðin raunverulegur valkostur ásamt og með séreignarstefnunni, sem verið hefur ríkjandi á Íslandi. Skynsamlegt opinbert regluverk um leigumarkaðinn og hófleg fasteignagjöld gætu stutt við slíka þróun.Miklar breytingar fram undan Mikil fólksfjölgun og verulegar lýðfræðilegar breytingar eru fram undan sem styðja það að þörf er á vaxandi og fjölbreyttum almennum leigumarkaði um leið og ríki og sveitarfélög styrkja í auknum mæli leigufélög sem sinna tekjulágum hópum. Fram eru komnar kynslóðir með aðrar hugmyndir en ríkjandi hafa verið. Forgangsröðun hjá fólki breytist og það kýs sveigjanleika í búsetuformi í stað þess að binda sig við eina eign. Fólk er lengur í námi og kemur seint út á vinnumarkað. Það er eldra þegar stofnað er til fjölskyldu auk þess sem talsvert ber á fjölgun þeirra sem búa einir. Fólki sem er 68 ára og eldra mun fjölga um 30.000 á næstu 20 árum. Kynslóðir fæddar 1955-60 og síðar munu hafa verulega betri lífeyrisréttindi en þeir sem á undan koma. Leiga í stað eignaríbúða mun verða álitlegur kostur fyrir eldri borgara. Ríflega 28 þúsund erlendir starfsmenn eru hér á vinnumarkaði sem er um 19% af vinnandi fólki. Skortur á góðu og hentugu leiguhúsnæði fyrir þá sem vinna hér á landi tímabundið er verulegur. Í þessu samhengi þarf einnig að hafa í huga að leiguíbúðir til erlendra ferðamanna eru stór þáttur í leigumarkaðnum. Brýn þörf er því á auknu framboði af leiguhúsnæði, bæði á vegum almennra leigufélaga og þeirra sem njóta styrkja frá ríki og sveitarfélögum og hafa það að markmiði að sinna þörfum tekjulágra.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar