Ívar: Kominn tími á ferskt blóð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 22:24 Ívar stýrði landsliðinu síðan árið 2014 vísir/daníel Ívar Ásgrímsson kvaddi íslenska kvennalandsliðið í körfubolta í kvöld, hann stýrði liðinu í síðasta skipti í tíu stiga tapi gegn Bosníu í Laugardalshöll. Íslenska liðið leiddi nær allan fyrri hálfleikinn en náði ekki að halda út gegn sterku liði Bosníu og tapaði 74-84 í lokaleik undankeppni EM 2019. „Ég er stoltur með þennan leik. Mér fannst við vera að spila gríðarlega vel, boltaflæðið var gott og við vorum að fá fullt af flottum færum bæði inn í teig og fyrir utan teig,“ sagði Ívar í leikslok. „Við vorum að skapa okkur færi í dag sem að við gerðum ekki á móti Slóvakíu. Við hefðum þurft að vera með betri þriggja stiga nýtingu en við vorum að taka góð skot sem því miður duttu ekki niður. Það er kannski munurinn.“ „Það var mikið dæmt í þessum leik, ég held ég hafi aldrei áður séð lið fá fjórar eða fimm villur fyrir það að stíga út. Þær fóru oft á línuna og það kostaði okkur mikið. Það voru litlir hlutir sem kostuðu það að sigurinn datt þeirra en ekki okkar.“ Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í þessum leik en á móti Slóvakíu fyrir nokkrum dögum síðan þegar Ísland tapaði með þrjátíu stigum. „Boltaflæðið var betra og við vorum að finna fríu mennina, við vorum búin að fara yfir það á vídeói. Við vorum að þröngva sendingar á móti Slóvakíu og bakverðirnir voru að reyna að gefa yfir inn á Hildi. Núna fengum við aukasendinguna og síðan inn. Við vissum líka að þær yrðu tvær að dekka Helenu og við leystum það mjög vel.“ Undankeppninni er lokið og samningur Ívars runninn út. Hann ákvað að halda ekki áfram með liðið og tilkynnti KKÍ það fyrir þessa tvo leiki. „Þetta voru mínir síðustu leikir. Samningurinn var búinn og ég veit ekkert hvort ég hefði orðið endurráðinn eða ekki en ég taldi bara kominn tíma á breytingu.“ „Ég er búinn að vera lengi og ég held það þurfi ferskt blóð og aðeins að trukka þetta upp,“ sagði Ívar Ásgrímsson. Körfubolti Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Fleiri fréttir Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Sjá meira
Ívar Ásgrímsson kvaddi íslenska kvennalandsliðið í körfubolta í kvöld, hann stýrði liðinu í síðasta skipti í tíu stiga tapi gegn Bosníu í Laugardalshöll. Íslenska liðið leiddi nær allan fyrri hálfleikinn en náði ekki að halda út gegn sterku liði Bosníu og tapaði 74-84 í lokaleik undankeppni EM 2019. „Ég er stoltur með þennan leik. Mér fannst við vera að spila gríðarlega vel, boltaflæðið var gott og við vorum að fá fullt af flottum færum bæði inn í teig og fyrir utan teig,“ sagði Ívar í leikslok. „Við vorum að skapa okkur færi í dag sem að við gerðum ekki á móti Slóvakíu. Við hefðum þurft að vera með betri þriggja stiga nýtingu en við vorum að taka góð skot sem því miður duttu ekki niður. Það er kannski munurinn.“ „Það var mikið dæmt í þessum leik, ég held ég hafi aldrei áður séð lið fá fjórar eða fimm villur fyrir það að stíga út. Þær fóru oft á línuna og það kostaði okkur mikið. Það voru litlir hlutir sem kostuðu það að sigurinn datt þeirra en ekki okkar.“ Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í þessum leik en á móti Slóvakíu fyrir nokkrum dögum síðan þegar Ísland tapaði með þrjátíu stigum. „Boltaflæðið var betra og við vorum að finna fríu mennina, við vorum búin að fara yfir það á vídeói. Við vorum að þröngva sendingar á móti Slóvakíu og bakverðirnir voru að reyna að gefa yfir inn á Hildi. Núna fengum við aukasendinguna og síðan inn. Við vissum líka að þær yrðu tvær að dekka Helenu og við leystum það mjög vel.“ Undankeppninni er lokið og samningur Ívars runninn út. Hann ákvað að halda ekki áfram með liðið og tilkynnti KKÍ það fyrir þessa tvo leiki. „Þetta voru mínir síðustu leikir. Samningurinn var búinn og ég veit ekkert hvort ég hefði orðið endurráðinn eða ekki en ég taldi bara kominn tíma á breytingu.“ „Ég er búinn að vera lengi og ég held það þurfi ferskt blóð og aðeins að trukka þetta upp,“ sagði Ívar Ásgrímsson.
Körfubolti Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Fleiri fréttir Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Sjá meira